Dönsku leikmennirnir buðu upp keppnistreyjur sínar frá því í sigri á Hollandi á Parken á dögunum.
Með því náðu þeir að safna fjögur hundruð þúsund dönskum krónum eða um 7,6 milljónum í íslenskum krónum.
Herrelandsholdet i fodbold bortauktionerede fredag deres spillertrøjer fra kampen mod Holland i sidste weekend. Samlet indbringer trøjerne lige knap 400.000 kroner til vores indsats for børn i og omkring #Ukraine. Rørende og VILDT! https://t.co/odC5gA0JoM
— UNICEF Danmark (@UNICEFDK) April 4, 2022
Christian Eriksen skoraði í leiknum í endurkomu sinni í danska landsliðið eftir að hann lenti í hjartastoppi í leik með liðinu á EM síðasta sumar.
Þessi endurkoma kappans var draumi líkast og það var einn vel stæður og áhugasamur sem tryggði sér treyju hans.
Það fékk nefnilega langmest fyrir treyju Eriksen eða 145.800 danskar krónur sem eru tæpar 2,8 milljónir íslenskra króna.
Næstmest fékkst fyrir treyju markvarðarins Kasper Schmeichels en hinir á topp fimm voru þeir Joakim Mæhle, Kasper Dolberg og Andreas Skov Olsen.