Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta Siggeir Ævarsson skrifar 6. apríl 2022 21:25 Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur. Foto: Vilhelm Gunnarsson Benedikt Guðmundsson, þjálfari Njarðvíkur, hefur ekki riðið sérlega feitum hesti frá viðureignum sínum gegn uppeldisfélaginu KR, en fyrir leikinn í kvöld hafði hann tapað 13 af 14 síðustu leikjum gegn þeim, þar af báðum leikjunum í deildinni í vetur og seinni leiknum ansi illa. Það var annað uppi á teningnum í kvöld og því lá beinast við að spyrja hvort Benni væri loksins búinn að ná að kveða niður KR-grýluna. „Þetta er bara 1. leikhluti í seríunni og ég ætla ekki að vera stóryrtur á þessum tímapunkti um að hafa kveðið eitthvað niður. Ég man ekki eftir leik án þess að KR hafi spilað vel á móti mér í gegnum tíðina og svo man ég ekki eftir Njarðvík - KR seríu án þess að það hafi verið einmitt svona. Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta. Við vissum það fyrir þennan leik.“ Það var hart tekist á í leiknum í kvöld og töluvert um pústra manna á milli. Var Benni sáttur með orkustigið sem hans menn komu með í leikinn í kvöld? „Já já, þetta var allt annað en þegar við skíttöpuðum fyrir þeim hérna fyrir stuttu síðan og orkan og ákefðin allt önnur. Menn gera sér grein fyrir mikilvægi leikjanna núna og ég vona að þetta verði svona áfram og ég veit að þetta verður svona áfram.“ Hinn gríski Fotis Lampropoulos endaði lang stigahæstur Njarðvíkinga með 28 stig í kvöld. Hann var þó ekki sérlega áberandi í leiknum, og var það mál manna í blaðamannastúkunni að þetta væri einhver sú lúmskasta 28 stiga frammistaða sem sést hefði á parketinu í langan tíma. „Ég er eiginlega bara sammála því. Ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir þessu sjálfur fyrr en ég kíkti á tölfræðina núna eftir leik því mér fannst hann geta gert betur stundum. En svona er hann bara sem leikmaður, hann laumar án þess að það fari mikið fyrir því og þessi 28 stig skiptu klárlega máli.“ Spurningin sem brann á körfuboltaþjóðinni fyrir leikinn í kvöld var án vafa hvort Haukur Helgi Pálsson myndi reima á sig skóna, sem hann og gerði. En hann virtist þó ekki vera 100% heill heilsu, og staðfesti Benedikt þær vangaveltur. „Haukur hefur náttúrulega ekkert verið 100% í vetur og verður það ekkert á þessu tímabili. En hann hjálpar okkur samt. Við prófuðum hann og hann hjálpaði okkur hér í dag, við þurfum á honum að halda þó hann sé 30-40%. Hann endaði með 14 stig en gerir líka ýmislegt annað, hann má bara ekki kólna mikið þannig að hann þarf að byrja og svo þegar ég set hann aftur inn á þarf það að vera fljótlega. Þannig að ég reyni bara að nýta hann eins og hægt er.“ Það var gríðarlega góð stemming í Ljónagryfjunni í kvöld. Stúkan þétt setin og mikil læti. Það hlýtur að gleðja Benedikt að fá svona góðan stuðning úr stúkunni? „Þetta er bara úrslitakeppnin eins og hún er alltaf. Ég held að það séu einhver ár síðan að Njarðvík var í úrslitakeppni, bara út af covid og öllu því. Ég veit að fólkið okkar er hungrað í svona úrslitakeppnisstemmingu og örugglega bara fólk útum land og ég held að það verði full hús og stemming alls staðar.“ Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira
„Þetta er bara 1. leikhluti í seríunni og ég ætla ekki að vera stóryrtur á þessum tímapunkti um að hafa kveðið eitthvað niður. Ég man ekki eftir leik án þess að KR hafi spilað vel á móti mér í gegnum tíðina og svo man ég ekki eftir Njarðvík - KR seríu án þess að það hafi verið einmitt svona. Bara slagur og stál í stál og svona verður þetta. Við vissum það fyrir þennan leik.“ Það var hart tekist á í leiknum í kvöld og töluvert um pústra manna á milli. Var Benni sáttur með orkustigið sem hans menn komu með í leikinn í kvöld? „Já já, þetta var allt annað en þegar við skíttöpuðum fyrir þeim hérna fyrir stuttu síðan og orkan og ákefðin allt önnur. Menn gera sér grein fyrir mikilvægi leikjanna núna og ég vona að þetta verði svona áfram og ég veit að þetta verður svona áfram.“ Hinn gríski Fotis Lampropoulos endaði lang stigahæstur Njarðvíkinga með 28 stig í kvöld. Hann var þó ekki sérlega áberandi í leiknum, og var það mál manna í blaðamannastúkunni að þetta væri einhver sú lúmskasta 28 stiga frammistaða sem sést hefði á parketinu í langan tíma. „Ég er eiginlega bara sammála því. Ég gerði mér eiginlega ekki grein fyrir þessu sjálfur fyrr en ég kíkti á tölfræðina núna eftir leik því mér fannst hann geta gert betur stundum. En svona er hann bara sem leikmaður, hann laumar án þess að það fari mikið fyrir því og þessi 28 stig skiptu klárlega máli.“ Spurningin sem brann á körfuboltaþjóðinni fyrir leikinn í kvöld var án vafa hvort Haukur Helgi Pálsson myndi reima á sig skóna, sem hann og gerði. En hann virtist þó ekki vera 100% heill heilsu, og staðfesti Benedikt þær vangaveltur. „Haukur hefur náttúrulega ekkert verið 100% í vetur og verður það ekkert á þessu tímabili. En hann hjálpar okkur samt. Við prófuðum hann og hann hjálpaði okkur hér í dag, við þurfum á honum að halda þó hann sé 30-40%. Hann endaði með 14 stig en gerir líka ýmislegt annað, hann má bara ekki kólna mikið þannig að hann þarf að byrja og svo þegar ég set hann aftur inn á þarf það að vera fljótlega. Þannig að ég reyni bara að nýta hann eins og hægt er.“ Það var gríðarlega góð stemming í Ljónagryfjunni í kvöld. Stúkan þétt setin og mikil læti. Það hlýtur að gleðja Benedikt að fá svona góðan stuðning úr stúkunni? „Þetta er bara úrslitakeppnin eins og hún er alltaf. Ég held að það séu einhver ár síðan að Njarðvík var í úrslitakeppni, bara út af covid og öllu því. Ég veit að fólkið okkar er hungrað í svona úrslitakeppnisstemmingu og örugglega bara fólk útum land og ég held að það verði full hús og stemming alls staðar.“
Subway-deild karla UMF Njarðvík Mest lesið Eygló Fanndal fékk slæmar fréttir: „Hrædd við komandi mánuði“ Sport Ætlaði að hætta að velja Eið Smára í landsliðið eftir fýluferð til Englands Fótbolti Samherji verður einn helsti bakhjarl HSÍ Handbolti Van Dijk við Hjörvar: „Hvað er sérfræðingur?“ Enski boltinn „Algjört bull“ eða „rétt ákvörðun“? Enski boltinn Vill halda Heimi og írska liðið lélegt Fótbolti Markvörður með skóflu á lofti í miðjum úrslitaleik Fótbolti Rooney og Schmeichel fundu til með Liverpool: „Þetta er slæm ákvörðun“ Enski boltinn Hjörvar sagði González fá símtal: „Ef það gerist þá verður það frábært“ Enski boltinn Tveir leikmenn gætu fengið 65 ára fangelsi Sport Fleiri fréttir Sonur Dominique Wilkins með vindmyllutroðsluna í blóðinu Kári og Kristó eru skemmtilegasta kombóið í þessari deild NBA-goðsögnin Lenny Wilkens látin „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Sjá meira