Heyrir einhver ákallið? Sandra B. Franks skrifar 7. apríl 2022 11:30 Hvað eru um 6.000 milljarðar króna og er til fimm ára? Það er glæný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem var mælt fyrir á Alþingi í vikunni. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Þegar rýnt er í gögnin sjáum við að Covid-samdrátturinn var minni en sviðsmyndir gerðu ráð fyrir. Ríkishallinn minnkar hraðar en búist var við. Ríkisútgjöldin stefna í það sem þau voru fyrir Covid. Skuldahorfur eru mun jákvæðari en talið var í upphafi faraldursins. Gott mál. Skoðum svo aðeins hvað mælist ítrekað sem mikilvægasta málefnið í hugum landsmanna? Það eru heilbrigðismálin enda taka þau stærstu sneið ríkisútgjaldanna. En hvað segir nýja fjármálaáætlun stjórnvalda um þróun útgjalda í heilbrigðismálin? Nær ekki að halda í fjölgun og öldrun Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 er á bilinu 1,3%-1,7%. Þessi aukning nær hins vegar ekki að halda í árlega mannfjölgun og aukna öldrun þjóðarinnar. Þá má fastlega gera ráð fyrir að verðbólgan verði nokkuð há næstu árin en í ár er gert ráð fyrir um 6% verðbólgu. Það sem vekur einnig athygli er að á síðasta ári fjármálaáætlunarinnar lækka útgjöldin til heilbrigðismála um 2 prósentustig á milli ára! Af hverju er lækkun þá? Því til viðbótar kemur það eflaust mörgum á óvart að framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu lækka beinlínis næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Árið 2019 námu heilbrigðisútgjöld vegna þeirra sem voru 65 ára og eldri 48% af öllum heilbrigðisútgjöldum hins opinbera. Fólk í þessum aldurshópi var þó einungis 14,2% mannfjöldans. Með hækkandi aldri þjóðarinnar fjölgar hlutfallslega þeim íbúum sem glíma við heilsufarsvanda af einhverju tagi og þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Núna eru um 48.500 íbúar eldri en 67 ára og þeim fjölgar um tæp 10.000 á næstu fimm árum. Í skýrslu um langtímahorfur í opinberum fjármálum kemur fram að vegna lýðfræðilegrar þróunar, fólksfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar þarf hækkun á heildarútgjöldum til heilbrigðismála að vera um 50% á föstu verðlagi á næstu þremur áratugum ef viðhalda á óbreyttu þjónustustigi. Vandinn blasir við Það liggur fyrir að Landspítalinn hefur þurft að loka rýmum vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum, auk þess sem umtalsverður hluti þessara stétta mun hefja töku lífeyris á næstu árum. Einnig hefur verið vandamál að hluti þessara heilbrigðisstétta, hverfur frá starfinu fáum árum eftir útskrift. Þá heyrum við ítrekað ákall heilbrigðisstétta um „neyðarástand á bráðamóttökunni“ og „mikið álag sem stefnir öryggi sjúklinga í hættu“. Þessu til viðbótar kemur skýrt fram í umræddri fjármálaáætlun að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og þá þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sérstaklega er tekið fram að það sé „skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum“. Þá sé það áætlun stjórnvalda að „heilbrigðisstofnanir verði eftirsóttir vinnustaðir“ og að „huga þurfi að samkeppnishæfni íslensks heilbrigðiskerfis um hæft starfsfólk.“ Þá stendur sérstaklega í plagginu að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks.“ Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju sjáum við það ekki endurspeglast í tölum fjármálaáætlunarinnar. Af hverju sjáum við þetta ekki í launaseðlum sjúkraliða? Af hverju sjáum við þetta ekki í þeim viðræðum sem núna eru í gangi um stofnanasamninga sjúkraliða? Hvað er málið? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Sjá meira
Hvað eru um 6.000 milljarðar króna og er til fimm ára? Það er glæný fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar sem var mælt fyrir á Alþingi í vikunni. Í þessu lykilplaggi kemur framtíðarsýn stjórnvalda skýrlega í ljós. Þegar rýnt er í gögnin sjáum við að Covid-samdrátturinn var minni en sviðsmyndir gerðu ráð fyrir. Ríkishallinn minnkar hraðar en búist var við. Ríkisútgjöldin stefna í það sem þau voru fyrir Covid. Skuldahorfur eru mun jákvæðari en talið var í upphafi faraldursins. Gott mál. Skoðum svo aðeins hvað mælist ítrekað sem mikilvægasta málefnið í hugum landsmanna? Það eru heilbrigðismálin enda taka þau stærstu sneið ríkisútgjaldanna. En hvað segir nýja fjármálaáætlun stjórnvalda um þróun útgjalda í heilbrigðismálin? Nær ekki að halda í fjölgun og öldrun Árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 er á bilinu 1,3%-1,7%. Þessi aukning nær hins vegar ekki að halda í árlega mannfjölgun og aukna öldrun þjóðarinnar. Þá má fastlega gera ráð fyrir að verðbólgan verði nokkuð há næstu árin en í ár er gert ráð fyrir um 6% verðbólgu. Það sem vekur einnig athygli er að á síðasta ári fjármálaáætlunarinnar lækka útgjöldin til heilbrigðismála um 2 prósentustig á milli ára! Af hverju er lækkun þá? Því til viðbótar kemur það eflaust mörgum á óvart að framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu lækka beinlínis næstu fimm árin, þrátt fyrir mikla fjölgun eldri borgara. Árið 2019 námu heilbrigðisútgjöld vegna þeirra sem voru 65 ára og eldri 48% af öllum heilbrigðisútgjöldum hins opinbera. Fólk í þessum aldurshópi var þó einungis 14,2% mannfjöldans. Með hækkandi aldri þjóðarinnar fjölgar hlutfallslega þeim íbúum sem glíma við heilsufarsvanda af einhverju tagi og þurfa á heilbrigðisþjónustu að halda. Núna eru um 48.500 íbúar eldri en 67 ára og þeim fjölgar um tæp 10.000 á næstu fimm árum. Í skýrslu um langtímahorfur í opinberum fjármálum kemur fram að vegna lýðfræðilegrar þróunar, fólksfjölgunar og öldrunar þjóðarinnar þarf hækkun á heildarútgjöldum til heilbrigðismála að vera um 50% á föstu verðlagi á næstu þremur áratugum ef viðhalda á óbreyttu þjónustustigi. Vandinn blasir við Það liggur fyrir að Landspítalinn hefur þurft að loka rýmum vegna skorts á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum, auk þess sem umtalsverður hluti þessara stétta mun hefja töku lífeyris á næstu árum. Einnig hefur verið vandamál að hluti þessara heilbrigðisstétta, hverfur frá starfinu fáum árum eftir útskrift. Þá heyrum við ítrekað ákall heilbrigðisstétta um „neyðarástand á bráðamóttökunni“ og „mikið álag sem stefnir öryggi sjúklinga í hættu“. Þessu til viðbótar kemur skýrt fram í umræddri fjármálaáætlun að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé „ein af stærstu áskorununum“ og þá þurfi að „fjölga heilbrigðisstarfsfólki“. Sérstaklega er tekið fram að það sé „skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum“. Þá sé það áætlun stjórnvalda að „heilbrigðisstofnanir verði eftirsóttir vinnustaðir“ og að „huga þurfi að samkeppnishæfni íslensks heilbrigðiskerfis um hæft starfsfólk.“ Þá stendur sérstaklega í plagginu að „mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks.“ Ef þetta eru markmið stjórnvalda, af hverju sjáum við það ekki endurspeglast í tölum fjármálaáætlunarinnar. Af hverju sjáum við þetta ekki í launaseðlum sjúkraliða? Af hverju sjáum við þetta ekki í þeim viðræðum sem núna eru í gangi um stofnanasamninga sjúkraliða? Hvað er málið? Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar