Barcelona upp í annað sætið í spænsku deildinni Atli Arason skrifar 10. apríl 2022 21:31 Börsungar hafa spilað frábærlega undanfarnar vikur. David S. Bustamante/Getty Images Luuk de Jong var hetja Barcelona þegar hann skoraði sigurmark liðsins á 92. mínútu í 2-3 sigri Barcelona á Levante í spænsku úrvalsdeildinni, LaLiga. Fyrri hálfleikurinn var markalaus en Levante byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. Jose Morales gerði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu á 52. mínútu þegar hann sendi Marc-André ter Stegen, markvörð Barcelona, í vitlaust horn. Fjórum mínútum síðar fékk Levante aðra vítaspyrnu en Morales leyfði Roger Martí, félaga sínum í framlínunni að taka þá spyrnu. Það reyndist ansi dýrkeypt því Ter Stegen sá við Martí og varði spyrnuna hans. Þrem mínútum eftir vítaklúðrið var Aubameyang búinn að jafna metin, á 59. mínútu. Vont varð verra fyrir Levante því Pedri kom Barcelona yfir stuttu síðar, á 63. mínútu leiksins. Stuttu fyrir leikslok eða á 83. mínútu fékk Levante sína þriðju vítaspyrnu í leiknum. Gonzalo Melero steig upp í þetta skiptið og hann skilaði knettinum í netið og staðan orðin 2-2 með innan við tíu mínútur eftir. Strax í kjölfarið á jöfnunarmarkinu var Adama Traore og Luuk de Jong skipt inn á og það skilaði árangri á annari mínútu uppbótatíma þegar de Jong skoraði sigurmarkið með kollspyrnu eftir undirbúning Jordi Alba. Með sigrinum fer Barcelona upp í annað sætið með 60 stig, 12 stigum á eftir Real Madrid. Barcelona á einn leik til góða á toppliðið. Fótbolti Spænski boltinn
Luuk de Jong var hetja Barcelona þegar hann skoraði sigurmark liðsins á 92. mínútu í 2-3 sigri Barcelona á Levante í spænsku úrvalsdeildinni, LaLiga. Fyrri hálfleikurinn var markalaus en Levante byrjaði síðari hálfleikinn af krafti. Jose Morales gerði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu á 52. mínútu þegar hann sendi Marc-André ter Stegen, markvörð Barcelona, í vitlaust horn. Fjórum mínútum síðar fékk Levante aðra vítaspyrnu en Morales leyfði Roger Martí, félaga sínum í framlínunni að taka þá spyrnu. Það reyndist ansi dýrkeypt því Ter Stegen sá við Martí og varði spyrnuna hans. Þrem mínútum eftir vítaklúðrið var Aubameyang búinn að jafna metin, á 59. mínútu. Vont varð verra fyrir Levante því Pedri kom Barcelona yfir stuttu síðar, á 63. mínútu leiksins. Stuttu fyrir leikslok eða á 83. mínútu fékk Levante sína þriðju vítaspyrnu í leiknum. Gonzalo Melero steig upp í þetta skiptið og hann skilaði knettinum í netið og staðan orðin 2-2 með innan við tíu mínútur eftir. Strax í kjölfarið á jöfnunarmarkinu var Adama Traore og Luuk de Jong skipt inn á og það skilaði árangri á annari mínútu uppbótatíma þegar de Jong skoraði sigurmarkið með kollspyrnu eftir undirbúning Jordi Alba. Með sigrinum fer Barcelona upp í annað sætið með 60 stig, 12 stigum á eftir Real Madrid. Barcelona á einn leik til góða á toppliðið.
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti