Íslendingar eyddu tveimur milljörðum í skipulögð ferðalög í mars Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2022 22:20 Íslendingar eru farnir að streyma til útlanda og erlendir ferðamenn hingað til lands. Vísir/Vilhelm Íslendingar eyddu að minnsta kosti tveimur milljörðum króna í skipulagðar utanlandsferðir í marsmánuði. Það er sexfallt meiri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Innlend kortavelta í verslun dróst saman um tæp 3,7 prósent milli ára á meðan þjónustutengd kortavelta jókst um rúm 30,3 prósent miðað við breytilegt verðlag. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar má sjá að innlend kortavelta dróst nokkuð saman, eins og áður segir, en Íslendingar virðast hafa hlaupið til nú í vor eftir að takmörkunum sökum heimsfaraldurs hefur verið aflétt víðast hvar. Íslendingar eyddu rúmum 1,9 milljörðum króna hjá ferðaskrifstofum og í skipulagðar ferðir í síðasta mánuði. Það er 37,3 prósentum meira en mánuðinn á undan og 511,6 prósenta aukning frá því í sama mánuði í fyrra. Sjá má á töflu í samantektinni að heildarvelta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 15,5 milljörðum króna í febrúar síðastliðnum sem er hækkun um rúma 6,6 milljarða króna að raunvirði frá fyrra ári. Fram kemur í skýrslunni að skýr merki um ferðatakmarkanir Covid heimsfaraldurs megi greina frá febrúar 2020 en vísitalan sýni að þau áhrif hafi gengið til baka í nóvember 2021 þegar vísitalan náði sínu fyrra horfi. Þá má greina af tölunum að erlendir ferðamenn séu að snúa aftur til landsins en kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi nam tæpum 14 milljörðum króna í mars og jókst um 40 prósent milli mánaða. Veltan rúmlega sjöfaldaðist á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Erlendir ferðamenn eyddu rúmum 2,8 milljörðum króna í gistiþjónustu hér á landi í mars sem er 1636,6 prósenta aukning frá því í febrúar og 42,8 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá eyddu þeir rúmum 2,1 milljarði króna í veitingaþjónustu, sem er 1267,8 prósenta aukning frá því í febrúar og 36,3 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá kemur fram að ferðamenn frá Bandaríkjunum séu ábyrgir fyrir 33,9 prósentum af allri erlendri kortaveltu hérlandis í mars. Bretar komi næstir með 15,5 prósent og Þjóðverjar með 6,7 prósent. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Sjá meira
Innlend kortavelta í verslun dróst saman um tæp 3,7 prósent milli ára á meðan þjónustutengd kortavelta jókst um rúm 30,3 prósent miðað við breytilegt verðlag. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar má sjá að innlend kortavelta dróst nokkuð saman, eins og áður segir, en Íslendingar virðast hafa hlaupið til nú í vor eftir að takmörkunum sökum heimsfaraldurs hefur verið aflétt víðast hvar. Íslendingar eyddu rúmum 1,9 milljörðum króna hjá ferðaskrifstofum og í skipulagðar ferðir í síðasta mánuði. Það er 37,3 prósentum meira en mánuðinn á undan og 511,6 prósenta aukning frá því í sama mánuði í fyrra. Sjá má á töflu í samantektinni að heildarvelta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 15,5 milljörðum króna í febrúar síðastliðnum sem er hækkun um rúma 6,6 milljarða króna að raunvirði frá fyrra ári. Fram kemur í skýrslunni að skýr merki um ferðatakmarkanir Covid heimsfaraldurs megi greina frá febrúar 2020 en vísitalan sýni að þau áhrif hafi gengið til baka í nóvember 2021 þegar vísitalan náði sínu fyrra horfi. Þá má greina af tölunum að erlendir ferðamenn séu að snúa aftur til landsins en kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi nam tæpum 14 milljörðum króna í mars og jókst um 40 prósent milli mánaða. Veltan rúmlega sjöfaldaðist á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Erlendir ferðamenn eyddu rúmum 2,8 milljörðum króna í gistiþjónustu hér á landi í mars sem er 1636,6 prósenta aukning frá því í febrúar og 42,8 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá eyddu þeir rúmum 2,1 milljarði króna í veitingaþjónustu, sem er 1267,8 prósenta aukning frá því í febrúar og 36,3 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá kemur fram að ferðamenn frá Bandaríkjunum séu ábyrgir fyrir 33,9 prósentum af allri erlendri kortaveltu hérlandis í mars. Bretar komi næstir með 15,5 prósent og Þjóðverjar með 6,7 prósent.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Mest lesið Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Viðskipti innlent Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Viðskipti innlent Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Viðskipti innlent Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Neytendur Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Viðskipti innlent Tengiltvinnari fyrir taugatrekkta Samstarf Annað markaðsleyfi í höfn í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Forvarnarverðlaun VÍS: „Öryggi er ekki samkeppnismál“ Samstarf Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Telur breytinguna ekki stuðla að því að fólk festist í húsnæði Heimilin þurfi að undirbúa sig fyrir að það reyni á svigrúm þeirra Endurgreiða viðskiptavinum sem mæta í skimun mánaðariðgjald Kalla inn vínarpylsur vegna aðskotahlutar Kalla inn kjúklingalæri vegna gruns um salmonellu Óvenjulegur moli afrakstur sögulegs samstarfs Áhyggjuefni að fasteignaeigendum fjölgi hjá umboðsmanni skuldara Bæta meðgönguvernd við hefðbundna sjúkdómatryggingu Segjast taka ábendingum alvarlega og hafa verðlagningu til skoðunar Vara við sósum sem geta sprungið Áfengi umtalsvert dýrara í íslensku fríhöfninni en öðrum og jafnvel dýrara en í Ríkinu „Þeir sem stunda innbrot í tölvukerfi leita alltaf veikustu hlekkjanna“ Fær taugaveiklaðan hund endurgreiddan Greiði við nýlega einhleypa konu sprakk í andlit flutningsþjónustu Situr uppi með sófann með „slaka stífleikann“ Gagnrýna steinefni fyrir börn og vilja að framleiðendur vandi sig Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Engar reglur um merkingar á bílastæðum sem rukkað er fyrir Innkalla eitrað te Eftirlitsstofnanir vara við sýndareignum Segir lítinn sóma af verðhækkunum Icelandair ORA svarar fyrir fiskbúðinginn: „Stundum þarf bara pung í að gera breytingar“ Þetta eru réttindi þeirra sem eiga bókað með Play Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Sjá meira
Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21