Íslendingar eyddu tveimur milljörðum í skipulögð ferðalög í mars Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. apríl 2022 22:20 Íslendingar eru farnir að streyma til útlanda og erlendir ferðamenn hingað til lands. Vísir/Vilhelm Íslendingar eyddu að minnsta kosti tveimur milljörðum króna í skipulagðar utanlandsferðir í marsmánuði. Það er sexfallt meiri upphæð en í sama mánuði í fyrra. Innlend kortavelta í verslun dróst saman um tæp 3,7 prósent milli ára á meðan þjónustutengd kortavelta jókst um rúm 30,3 prósent miðað við breytilegt verðlag. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar má sjá að innlend kortavelta dróst nokkuð saman, eins og áður segir, en Íslendingar virðast hafa hlaupið til nú í vor eftir að takmörkunum sökum heimsfaraldurs hefur verið aflétt víðast hvar. Íslendingar eyddu rúmum 1,9 milljörðum króna hjá ferðaskrifstofum og í skipulagðar ferðir í síðasta mánuði. Það er 37,3 prósentum meira en mánuðinn á undan og 511,6 prósenta aukning frá því í sama mánuði í fyrra. Sjá má á töflu í samantektinni að heildarvelta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 15,5 milljörðum króna í febrúar síðastliðnum sem er hækkun um rúma 6,6 milljarða króna að raunvirði frá fyrra ári. Fram kemur í skýrslunni að skýr merki um ferðatakmarkanir Covid heimsfaraldurs megi greina frá febrúar 2020 en vísitalan sýni að þau áhrif hafi gengið til baka í nóvember 2021 þegar vísitalan náði sínu fyrra horfi. Þá má greina af tölunum að erlendir ferðamenn séu að snúa aftur til landsins en kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi nam tæpum 14 milljörðum króna í mars og jókst um 40 prósent milli mánaða. Veltan rúmlega sjöfaldaðist á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Erlendir ferðamenn eyddu rúmum 2,8 milljörðum króna í gistiþjónustu hér á landi í mars sem er 1636,6 prósenta aukning frá því í febrúar og 42,8 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá eyddu þeir rúmum 2,1 milljarði króna í veitingaþjónustu, sem er 1267,8 prósenta aukning frá því í febrúar og 36,3 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá kemur fram að ferðamenn frá Bandaríkjunum séu ábyrgir fyrir 33,9 prósentum af allri erlendri kortaveltu hérlandis í mars. Bretar komi næstir með 15,5 prósent og Þjóðverjar með 6,7 prósent. Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Innlend kortavelta í verslun dróst saman um tæp 3,7 prósent milli ára á meðan þjónustutengd kortavelta jókst um rúm 30,3 prósent miðað við breytilegt verðlag. Þetta kemur fram í nýrri samantekt frá Rannsóknarsetri verslunarinnar. Þar má sjá að innlend kortavelta dróst nokkuð saman, eins og áður segir, en Íslendingar virðast hafa hlaupið til nú í vor eftir að takmörkunum sökum heimsfaraldurs hefur verið aflétt víðast hvar. Íslendingar eyddu rúmum 1,9 milljörðum króna hjá ferðaskrifstofum og í skipulagðar ferðir í síðasta mánuði. Það er 37,3 prósentum meira en mánuðinn á undan og 511,6 prósenta aukning frá því í sama mánuði í fyrra. Sjá má á töflu í samantektinni að heildarvelta innlendra greiðslukorta í verslunum og þjónustu erlendis nam rúmum 15,5 milljörðum króna í febrúar síðastliðnum sem er hækkun um rúma 6,6 milljarða króna að raunvirði frá fyrra ári. Fram kemur í skýrslunni að skýr merki um ferðatakmarkanir Covid heimsfaraldurs megi greina frá febrúar 2020 en vísitalan sýni að þau áhrif hafi gengið til baka í nóvember 2021 þegar vísitalan náði sínu fyrra horfi. Þá má greina af tölunum að erlendir ferðamenn séu að snúa aftur til landsins en kortavelta erlendra ferðamanna hér á landi nam tæpum 14 milljörðum króna í mars og jókst um 40 prósent milli mánaða. Veltan rúmlega sjöfaldaðist á milli ára miðað við breytilegt verðlag. Erlendir ferðamenn eyddu rúmum 2,8 milljörðum króna í gistiþjónustu hér á landi í mars sem er 1636,6 prósenta aukning frá því í febrúar og 42,8 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá eyddu þeir rúmum 2,1 milljarði króna í veitingaþjónustu, sem er 1267,8 prósenta aukning frá því í febrúar og 36,3 prósenta aukning frá því í mars í fyrra. Þá kemur fram að ferðamenn frá Bandaríkjunum séu ábyrgir fyrir 33,9 prósentum af allri erlendri kortaveltu hérlandis í mars. Bretar komi næstir með 15,5 prósent og Þjóðverjar með 6,7 prósent.
Ferðamennska á Íslandi Ferðalög Tengdar fréttir Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21 Mest lesið Sjötíu sagt upp og fyrirtækið tekið til gjaldþrotaskipta Viðskipti innlent Björgólfur tapaði 150 milljörðum milli ára Viðskipti innlent Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Viðskipti erlent Einsleitni er ekki málið: „Ætlum við að gera þetta aftur?“ Atvinnulíf Sólveig Ása nýr framkvæmdastjóri Krafts Viðskipti innlent Bakkavör metin á 200 milljarða í yfirtöku Viðskipti innlent Stjórnin telur RÚV enn vera of skuldsett Viðskipti innlent Hvað fær Iðnaðarmaður ársins 2025 í verðlaun? Samstarf Jón Haukur ráðinn svæðisstjóri Ceedr Viðskipti innlent Narfi frá JBT Marel til Kviku Viðskipti innlent Fleiri fréttir Plasttappamálið flaug í gegnum þingið Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Svara Melabúðinni: „Verðtökufólki hefur sannarlega verið vísað á dyr“ Þrjú hundruð á biðlista og hækkuð áskriftargjöld Indó ríður aftur á vaðið Óskiljanlegt að ASÍ beini spjótum sínum að lítilli hverfisverslun Meina verðlagseftirlitsmönnum inngöngu Þröng á þingi og þriggja tíma ferð vegna þrjátíu prósenta afsláttar Margir gangi í gildru netsvindlara í óðagoti Sýndarverslanir spretta upp eins og gorkúlur Verð enn lægst í Prís Milljarðar Menntasjóðsins skrítnir þegar stúdentar sligist undan vöxtum Varað við svörtum eldhúsáhöldum IKEA innkallar útiljósaseríur og útiljós Neytendastofa sektar þrjár verslanir vegna nikótínauglýsinga Innkalla baunasúpu rétt í tæka tíð Rukkað því fólk hékk í rennunni Sjá meira
Ferðamenn byrjaðir að streyma til landsins og bílaleigur hafa vart undan Bílaleigur hafa vart undan við að bæta í bílaflotann nú þegar ferðamönnum hefur fjölgað eftir afléttingar sóttvarnaaðgerða. Þá eru hótelbókanir komnar yfir sjötíu prósent í sumar. Framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar spáir góði sumri og að fjöldi ferðamanna verði aftur kominn í hátt í tvær milljónir á næstu tveimur árum. 6. apríl 2022 21:21