Innlent

Sigursveinn Bjarni leiðir Samfylkingu og óháða í Suðurnesjabæ

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Sigursveinn Bjarni Jónsson leiðir lista Samfylkingarinnar og óháðra í sveitarstjórnarkosningum í Suðurnesjabæ.
Sigursveinn Bjarni Jónsson leiðir lista Samfylkingarinnar og óháðra í sveitarstjórnarkosningum í Suðurnesjabæ. Aðsend

Sigursveinn Bjarni Jónsson sölustjóri leiðir lista Samfylkingarinnar og óháðra fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Suðurnesjabæ. S-listi Samfylkingar og óháðra var samþykktur samhljóða í gær á fundi Samfylkingarfélags Suðurnesjabæjar í Vitanum í Sandgerði.

Fram kemur í tilkynningu frá listanum að Elín Frímannsdóttir verslunarstjóri og aðstoðarmaður fasteignasala skipi annað sæti á listanum. Önundur S. Björnsson fyrrverandi sóknarprestur er í þriðja sæti og Hlynur Þór Valsson verkefnastjóri og grunnskólakennari í því fjórða. 

Listinn í heild sinni er hér að neðan.

  1. Sigursveinn Bjarni Jónsson, sölustjóri
  2. Elín Frímannsdóttir, verslunarstjóri & aðstoðarmaður fasteignasala
  3. Önundur S. Björnsson, fv. sóknarprestur
  4. Hlynur Þór Valsson, verkefnastjóri & grunnskólakennari
  5. Sunna Rós Þorsteinsdóttir, markþjálfi
  6. Jóhann Jóhannsson, íþróttafræðingur
  7. Rakel Ósk Eckard, þroskaþjálfi & umsjónarkennari
  8. Sigurbjörg Ragnarsdóttir, gjaldkeri
  9. Katarzyna Blasik, skólaliði
  10. Guðbjörg Eva Guðjónsdóttir, viðskiptafræðingur & umsjónarkennari
  11. Eyþór Elí Ólafsson, stuðningsfulltrúi
  12. Thelma Dís Eggertsdóttir, leiðbeinandi í kennaranámi
  13. Guðbjörg Guðmundsdóttir, þroskaþjálfi
  14. Jóhann Geirdal, fv. skólastjóri
  15. Viktoría Íris Kristinsdóttir, nemi
  16. Jórunn Alda Guðmundsdóttir, fv. leikskólastjóri & eldri borgari
  17. Jón Snævar Jónsson, húsasmíðameistari
  18. Oddný B. Guðjónsdóttir, fv. skólaliði & eldri borgari



Fleiri fréttir

Sjá meira


×