Lögreglan ræddi við Mourinho og þjálfara Alfonsar eftir að upp úr sauð Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 08:01 Lorenzo Pellegrini og Alfons Sampsted í baráttunni í Bodö í gærkvöld. Getty Það var enn hiti í mönnum inni á búningsklefasvæðinu í Bodö í gærkvöld, eftir 2-1 sigur heimamanna gegn Roma í Sambandsdeildinni í fótbolta og var lögregla kölluð til. Mikill hefndarhugur er í fyrirliða Roma vegna málsins. Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted var að vanda í liði Bodö/Glimt sem er í ágætum málum fyrir seinni leik liðanna í Róm í næstu viku. Samkvæmt frétt TV 2 í Noregi ræddi lögregla við aðalþjálfara beggja liða, þá Kjetil Knutsen hjá Bodö/Glimt og José Mourinho hjá Roma, vegna atviks sem átti sér stað við búningsklefana eftir leik í gær. Svo virðist sem að Knutsen og Nuno Gomes, markvarðaþjálfara Roma, hafi lent saman. „Gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi“ Talsmaður lögreglunnar sagði að ekki hefði verið um slagsmál að ræða heldur „smávægilegar hrindingar“. Engan hefði sakað og að enginn hygðist kæra atvikið til lögreglu. „Það gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi. Eins og þetta lítur út núna þá leiðir þetta ekki til lögreglurannsóknar,“ sagði Kristian Karlsen, fulltrúi lögreglunnar. Aftur á móti segja norskir fjölmiðlar líklegt að knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni rannsaka málið. „Móðgun við okkur alla“ Lýsingar Knutsen og fyrirliða Roma, Lorenzo Pellegrini, á atvikinu voru ansi ólíkar. „Það var aðstoðarþjálfari þarna sem hagaði sér eins og bjáni. Hann baunaði á mig fyrir leikinn og hélt því áfram allan leikinn. Það er eins óíþróttamannslegt og það gerist að vera að trufla störfin manns. Það sauð upp úr tvívegis,“ sagði Knutsen við NRK. Pellegrini sagðist við Sky Sport Italia vera í sjokki og að Knutsen hefði ráðist á Gomes: „Fyrir okkur var þetta þegar orðin barátta en svo fékk ég að sjá mjög leiðinlegt atvik. Þjálfari þeirra réðst með harkalegum hætti á markmannsþjálfara okkar. Við mættum hingað með fulla virðingu fyrir þeim og þessari keppni. Svona lagað er móðgun við okkur alla, við Roma og við keppnina. Þetta er til skammar,“ sagði Pellegrini sem kvartaði einnig yfir gervigrasinu á velli Norðmannanna. Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Sjá meira
Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted var að vanda í liði Bodö/Glimt sem er í ágætum málum fyrir seinni leik liðanna í Róm í næstu viku. Samkvæmt frétt TV 2 í Noregi ræddi lögregla við aðalþjálfara beggja liða, þá Kjetil Knutsen hjá Bodö/Glimt og José Mourinho hjá Roma, vegna atviks sem átti sér stað við búningsklefana eftir leik í gær. Svo virðist sem að Knutsen og Nuno Gomes, markvarðaþjálfara Roma, hafi lent saman. „Gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi“ Talsmaður lögreglunnar sagði að ekki hefði verið um slagsmál að ræða heldur „smávægilegar hrindingar“. Engan hefði sakað og að enginn hygðist kæra atvikið til lögreglu. „Það gerast alvarlegri hlutir í miðbæ Bodö á laugardagskvöldi. Eins og þetta lítur út núna þá leiðir þetta ekki til lögreglurannsóknar,“ sagði Kristian Karlsen, fulltrúi lögreglunnar. Aftur á móti segja norskir fjölmiðlar líklegt að knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, muni rannsaka málið. „Móðgun við okkur alla“ Lýsingar Knutsen og fyrirliða Roma, Lorenzo Pellegrini, á atvikinu voru ansi ólíkar. „Það var aðstoðarþjálfari þarna sem hagaði sér eins og bjáni. Hann baunaði á mig fyrir leikinn og hélt því áfram allan leikinn. Það er eins óíþróttamannslegt og það gerist að vera að trufla störfin manns. Það sauð upp úr tvívegis,“ sagði Knutsen við NRK. Pellegrini sagðist við Sky Sport Italia vera í sjokki og að Knutsen hefði ráðist á Gomes: „Fyrir okkur var þetta þegar orðin barátta en svo fékk ég að sjá mjög leiðinlegt atvik. Þjálfari þeirra réðst með harkalegum hætti á markmannsþjálfara okkar. Við mættum hingað með fulla virðingu fyrir þeim og þessari keppni. Svona lagað er móðgun við okkur alla, við Roma og við keppnina. Þetta er til skammar,“ sagði Pellegrini sem kvartaði einnig yfir gervigrasinu á velli Norðmannanna.
Evrópudeild UEFA Norski boltinn Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Fótbolti Vildi mölva kylfurnar eftir sturlað högg Schefflers Golf Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Ég taldi þetta vera einu leiðina“ „Tók góðan tíma fyrir mig að geta litið á myndirnar“ Sjáðu sigurmark Arsenal og negluna frá Eze sem dæmd var af „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Óvænt tap Atlético í fyrsta leik „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Vitinha tryggði meisturunum góða byrjun Uppgjörið: ÍA - Víkingur 0-1 | Víkingur minnkar muninn á Val með langþráðum deildarsigri Uppgjörið: Afturelding - KA 3-3 | Mikið fjör en enn lengri bið eftir sigri Alsæla eftir hetjumark Ísaks í fyrsta leik Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Davíd Smári: „Menn eru með vofandi yfir sér risastórt augnablik“ Frábær sigur Þórs sem sækir að efsta sætinu Stefán Ingi einn sá markahæsti í Noregi Arsenal sótti öll stigin á Old Trafford Jökull: Ætlum okkur ofar Þróttarar fyrstir til að vinna Njarðvíkinga Uppgjörið: Stjarnan - Vestri 2-1 | Andri Rúnar gerði gömlu félögunum grikk Uppgjörið: ÍBV - Valur 4-1 | Eyjamenn rúlluðu yfir toppliðið Hákon skoraði í fyrsta leiknum í treyju númer tíu Forest gekk frá Brentford í fyrri hálfleik Umdeildur VAR-dómur á Brúnni Sævar skoraði eftir undirbúnings Eggerts í útisigri Eze og Guehi byrja hjá Palace þrátt fyrir óvissuna Shearer ósáttur við Isak: „Þú getur ekki gert þetta“ Forest kaupir tvo úr Evrópumeistaraliði Englands Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn