„Lélegasta liðið í deildinni“ Sindri Sverrisson skrifar 8. apríl 2022 14:15 Theódór Ingi Pálmason og Ásgeir Örn Hallgrímsson hafa fátt fallegt að segja um Aftureldingu þessa dagana. Stöð 2 Sport „Það er algjört andleysi yfir þessu,“ sagði Ásgeir Örn Hallgrímsson um leik Aftureldingar að undanförnu í Olís-deild karla í handbolta. Mosfellingar fengu sinn skerf af gagnrýni í nýjasta þætti Seinni bylgjunnar. Afturelding tapaði 27-21 fyrir FH sem þó hvíldi Ásbjörn Friðriksson í leiknum á miðvikudaginn. Sama dag var tilkynnt um nýjan samning til þriggja ára við þjálfara Aftureldingar, Gunnar Magnússon, sem Ásgeir segir að beri sína ábyrgð á andleysi liðsins: „En þeir eru ekki að spila eitthvað rangar taktíkir eða slíkt. Ég hef unnið með Gunna sjálfur og veit alveg að hann er með það upp á tíu. En hann verður að ná til leikmannanna. Hann verður að kveikja þennan eld hjá leikmönnunum til þess að þeir fari að sýna það sem í þá er spunnið. Þeir þurfa að rífa sig í gang,“ sagði Ásgeir en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Aftureldingu Theódór Ingi Pálmason tók dýpra í árinni: „Ef ég væri að þjálfa lið í þessari deild þá væri ég eiginlega mest til í, af öllum liðum í deildinni og þar með Víkingi og HK meðtöldum, að spila við Aftureldingu eins og staðan er núna. Það er bara ekki neitt að frétta þarna. Þetta er lélegasta liðið í deildinni eins og staðan er núna. Þetta er hörmung viku eftir viku.“ Nú er lokaumferð deildarinnar eftir á sunnudaginn og ef Afturelding tapar þar gegn Fram missa Mosfellingar af úrslitakeppninni. En eiga þeir skilið að fara í úrslitakeppnina? „Nei. Og þeir gera það ekki. Hvernig eiga þeir að vinna Fram?“ sagði Theódór en umræðuna má sjá hér að ofan. Lokaumferðinni í Olís-deild karla verða gerð ítarleg skil á íþróttarásum Stöðvar 2 á sunnudaginn þar sem fylgst verður með gangi mála á öllum helstu vígstöðvum. Strákarnir í Seinni bylgjunni hefja leik klukkan 17.40 á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Sjá meira
Afturelding tapaði 27-21 fyrir FH sem þó hvíldi Ásbjörn Friðriksson í leiknum á miðvikudaginn. Sama dag var tilkynnt um nýjan samning til þriggja ára við þjálfara Aftureldingar, Gunnar Magnússon, sem Ásgeir segir að beri sína ábyrgð á andleysi liðsins: „En þeir eru ekki að spila eitthvað rangar taktíkir eða slíkt. Ég hef unnið með Gunna sjálfur og veit alveg að hann er með það upp á tíu. En hann verður að ná til leikmannanna. Hann verður að kveikja þennan eld hjá leikmönnunum til þess að þeir fari að sýna það sem í þá er spunnið. Þeir þurfa að rífa sig í gang,“ sagði Ásgeir en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Aftureldingu Theódór Ingi Pálmason tók dýpra í árinni: „Ef ég væri að þjálfa lið í þessari deild þá væri ég eiginlega mest til í, af öllum liðum í deildinni og þar með Víkingi og HK meðtöldum, að spila við Aftureldingu eins og staðan er núna. Það er bara ekki neitt að frétta þarna. Þetta er lélegasta liðið í deildinni eins og staðan er núna. Þetta er hörmung viku eftir viku.“ Nú er lokaumferð deildarinnar eftir á sunnudaginn og ef Afturelding tapar þar gegn Fram missa Mosfellingar af úrslitakeppninni. En eiga þeir skilið að fara í úrslitakeppnina? „Nei. Og þeir gera það ekki. Hvernig eiga þeir að vinna Fram?“ sagði Theódór en umræðuna má sjá hér að ofan. Lokaumferðinni í Olís-deild karla verða gerð ítarleg skil á íþróttarásum Stöðvar 2 á sunnudaginn þar sem fylgst verður með gangi mála á öllum helstu vígstöðvum. Strákarnir í Seinni bylgjunni hefja leik klukkan 17.40 á Stöð 2 Sport 4. Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olísdeildirnar í handbolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Olís-deild karla Seinni bylgjan Afturelding Mest lesið Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Þjálfari Eriku Nóttar meyr eftir að hann sendi hana af stað í ævintýraferð Sport Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Hákon fiskaði víti og rautt í slökum leik Fótbolti Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Enski boltinn „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn Þarf að vera klár á hverjum degi: „Stíg inn í mjög hart umhverfi“ Fótbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Handbolti Fleiri fréttir „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Tómarúm eftir brotthvarf Landins og Hansens úr landsliðinu Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Eyjaför hjá bikarmeisturunum Fengið spark í rassgatið frá Guðjóni Val „Vonandi eitthvað til að byggja á í Evrópuleiknum“ Haukakonur byrja nýtt ár á tveimur sigurleikjum Díana Dögg kom að fjórum mörkum í stórsigri á gömlu félögunum Uppgjörið: Valur - Fram 31-28 | Valskonur láta ekkert undan Dana Björg ekki tapað síðan hún kom til baka af EM Tapaði fyrir Þóri í úrslitaleik EM og er líka hættur Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Mikið áfall fyrir Eyjakonur Gamli landsliðsmarkvörðurinn í íslenska teymið „Á örugglega eftir að sjá eftir því á einhverjum tímapunkti“ Meiðslin sett strik í undirbúning Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Frábærar fréttir fyrir Frakka Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Júlíus Þórir sannaði sig í starfinu „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ ÍR byrjar nýja árið með besta hætti Sjá meira