Rannsókn á bankasölu Oddný G. Harðardóttir skrifar 8. apríl 2022 15:01 Hugtakið einkavinavæðing var á allra vörum síðast þegar Sjálfstæðismenn og Framsókn seldu bankana með alþekktum afleiðingum. Nú kemur það hugtak aftur upp í hugann þegar listi yfir þá sem fengu að kaupa hluti í Íslandsbanka með afslætti er orðinn opinber. Það var í september 2012 þegar ég sat í stóli fjármálaráðherra að ég mælti fyrir frumvarpi þar sem kveðið var á um það eftir hvaða ferlum skyldi fara ef tekin yrði ákvörðun um að selja hlut ríkisins í bönkunum. Mér fannst ekki nóg að fjármálaráðherra hefði heimild í fjárlögum til að selja hluti heldur þyrfti að tryggja aðkomu Alþingis og umsögn Seðlabankans og síðan þyrfti fjármálaráðherrann að gefa út skýrslu um söluna. Tryggja þyrfti gagnsæi, réttar upplýsingar til almennings og traust. Lögin eru enn í fullu gildi og í 3. grein þeirra er fjallað um meginreglur við sölumeðferð. Þar segir: „Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Nú þegar fleiri og fleiri upplýsingar verða opinberar um lokað útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka vakna efasemdir um að lögunum hafi verið fylgt. Það er ekki bara það að þeir sem fengu að kaupa hafi verið fyrrum eigendur banka sem ráku þá í strand og íslenskt samfélag um leið sem gerir söluna umdeilda. Ekki bara það að faðir ráðherrans sem ber ábyrgð á sölunni hafi fengið hlut á afslætti. Eða að fjárfestar sem keyptu og seldu strax í fyrra útboði með miklum hagnaði hafi fengið að leika aftur sama leikinn. Heldur einnig það að söluferlið virðist ekki vera í samræmi við lögin sem setja reglur og skýra umgjörð um sölu banka. Í kjölfar birtingar lista yfir þá sem fengu að kaupa hluti ríkisins í Íslandsbanka á afslætti í lokuðu útboði hefur vantrausti verið lýst á söluferlinu úr öllum áttum. Ef lög hafa verið brotin verður fjármála- og efnahagsráðherra að axla ábyrgð. Ríkir almannahagsmunir eru undir. Það er afar brýnt að Alþingi skipi rannsóknarnefnd með ríkar heimildir sem tekur til starfa sem allra fyrst. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gert um þetta kröfu. Það er von mín að stjórnarþingmenn taki undir þá kröfu og almannahagur verði settur framar sérhagsmunum í þessum efnum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Alþingi Mest lesið Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Á krossgötum Alexandra Briem skrifar Skoðun Þögnin í áramótaávarpi forsætisráðherra Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Borg á heimsmælikvarða! Skúli Helgason skrifar Skoðun Veiðiráðgjöf byggð á ágiskunum Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Loftgæði mæld í Breiðholti - í fyrsta sinn í 12 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hvað tengir typpi og gullregn? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Er áramótaheitið árið 2026 betri skjávenjur? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvar eiga krakkarnir að vera á nýju ári? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Leiðtogi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Sögulegt ár í borginni Skúli Helgason skrifar Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Öryggið á nefinu um áramótin Eyrún Jónsdóttir,Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Þegar höggbylgjan skellur á Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Hefur þú rétt fyrir þér? Svarið er já Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Markmiðin sem skipta máli Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Sjá meira
Hugtakið einkavinavæðing var á allra vörum síðast þegar Sjálfstæðismenn og Framsókn seldu bankana með alþekktum afleiðingum. Nú kemur það hugtak aftur upp í hugann þegar listi yfir þá sem fengu að kaupa hluti í Íslandsbanka með afslætti er orðinn opinber. Það var í september 2012 þegar ég sat í stóli fjármálaráðherra að ég mælti fyrir frumvarpi þar sem kveðið var á um það eftir hvaða ferlum skyldi fara ef tekin yrði ákvörðun um að selja hlut ríkisins í bönkunum. Mér fannst ekki nóg að fjármálaráðherra hefði heimild í fjárlögum til að selja hluti heldur þyrfti að tryggja aðkomu Alþingis og umsögn Seðlabankans og síðan þyrfti fjármálaráðherrann að gefa út skýrslu um söluna. Tryggja þyrfti gagnsæi, réttar upplýsingar til almennings og traust. Lögin eru enn í fullu gildi og í 3. grein þeirra er fjallað um meginreglur við sölumeðferð. Þar segir: „Þegar ákvörðun er tekin um undirbúning og framkvæmd sölumeðferðar eignarhluta skal áhersla lögð á opið söluferli, gagnsæi, hlutlægni og hagkvæmni. Með hagkvæmni er átt við að leitað sé hæsta verðs eða markaðsverðs fyrir eignarhluti. Þess skal gætt að skilyrði þau sem tilboðsgjöfum eru sett séu sanngjörn og að þeir njóti jafnræðis. Þá skal við sölu kappkosta að efla virka og eðlilega samkeppni á fjármálamarkaði.“ Nú þegar fleiri og fleiri upplýsingar verða opinberar um lokað útboð á hlutum ríkisins í Íslandsbanka vakna efasemdir um að lögunum hafi verið fylgt. Það er ekki bara það að þeir sem fengu að kaupa hafi verið fyrrum eigendur banka sem ráku þá í strand og íslenskt samfélag um leið sem gerir söluna umdeilda. Ekki bara það að faðir ráðherrans sem ber ábyrgð á sölunni hafi fengið hlut á afslætti. Eða að fjárfestar sem keyptu og seldu strax í fyrra útboði með miklum hagnaði hafi fengið að leika aftur sama leikinn. Heldur einnig það að söluferlið virðist ekki vera í samræmi við lögin sem setja reglur og skýra umgjörð um sölu banka. Í kjölfar birtingar lista yfir þá sem fengu að kaupa hluti ríkisins í Íslandsbanka á afslætti í lokuðu útboði hefur vantrausti verið lýst á söluferlinu úr öllum áttum. Ef lög hafa verið brotin verður fjármála- og efnahagsráðherra að axla ábyrgð. Ríkir almannahagsmunir eru undir. Það er afar brýnt að Alþingi skipi rannsóknarnefnd með ríkar heimildir sem tekur til starfa sem allra fyrst. Þingmenn stjórnarandstöðunnar hafa gert um þetta kröfu. Það er von mín að stjórnarþingmenn taki undir þá kröfu og almannahagur verði settur framar sérhagsmunum í þessum efnum. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir skrifar
Skoðun Fimmtán algengar rangfærslur um loftslagsbreytingar – og hvað er rétt Eyþór Eðvarðsson skrifar
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Þú þarft líklega ekki að taka símann og hleðslutækið úr svefnherberginu Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun