Hvernig gefa á ríku fólki meiri peninga Drífa Snædal skrifar 8. apríl 2022 15:30 Einu sinni var sagt að það væri erfitt að eiga peninga á Íslandi. Tilefni ummælanna var að upp komst að þáverandi forsætisráðherra átti sér eitt aflandsfélag til að geyma auð sinn, einhvers staðar verða aurarnir jú að vera. Fleiri eru í þessum vandræðum með peningana sína, koma þeim fyrir í skíðakofum sem kosta milljarða, nýta þá til að arðræna fátækar þjóðir, geyma þá í pósthólfum með fyrirtækjanöfnum á eyjum í karabíska hafinu eða kaupa sér banka. Þrátt fyrir þessa erfiðleika sem fylgja því að eiga peninga (nokkuð sem flest vinnnadi fólk á erfitt með að skilja að fullu) þá skal aldrei vanmeta hugmyndaauðgina við að gefa þeim sem eiga pening meiri peninga. Lykillinn að því er að komast til pólitískra valda, eiga pólitíska fulltrúa sem geta tekið ákvarðanir fyrir ríki og sveitarfélög og gera sem flesta í stjórnmálum samseka með gjörningum. Þegar komist er til valda þá er mikilvægt að vinna grunnvinnuna. Ef ætlunin er til dæmis að gefa ríku fólki meiri peninga í gegnum einkavæðingu á velferðarkerfinu er mikilvægt að fjársvelta það kerfi í nokkur ár fyrst þannig að fólk sem reiðir sig á kerfið kalli sjálft eftir breytingum sem gætu hugsanlega orðið til að bæta kerfið og auka þar með lífsgæði. Breytingar fela síðan í sér að velviljaður kapítalisti býðst til að reka sjoppuna fyrir miklu minni pening en bara á miklu betri hátt, með skilvirknina í fyrirrúmi. Fórnarkostnaðinn ber starfsfólk í gegnum kjararýrnum, skattgreiðendur þar sem kostnaðurinn við milliliðina fer alltaf á endanum upp úr öllu valdi og að lokum notendur þjónustunnar sem þurfa að sætta sig við lakari þjónustu og meiri gjaldtöku. Ef ætlunin er að gefa ríku fólki meiri peninga í gegnum sölu á bönkum eða öðrum arðbærum einingum þarf að byrja á því að koma þeirri hugmynd í kollinn á sem flestum að það sé óheppilegt að almenningur eigi fjármálastofnanir. Næsta skref er svo að bjóða öllum sem geta að kaupa eitthvert smotterí í bankanum og tryggja að þau kaup skili sér í gróða strax næsta dag. Þessi millileikur að gefa almenningi kost á að kaupa hlutabréf er auðvitað sýndarmennska því þessi hlutabréf rata fyrr eða síðar í „réttar hendur“. Þetta þekkjum við mjög vel á undanförnum áratugum. Það þarf því engan að reka í rogastans við að sjá listann yfir kaupendur í Íslandsbanka. Þetta er fólkið sem á að eiga banka á Íslandi, hér eftir alveg eins og áður. Þetta er hluti af því að gera ríkt fólk ríkara. Því þótt það sé „erfitt að eiga peninga á Íslandi“ er hópur fólks sem er alltaf til í að leggja það á sig. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson Skoðun Okkar lágkúrulega illska Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Byggjum fyrir eldra fólk, ekki ungt Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Hlustum í eitt skipti á foreldra Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hugleiðingar um ástandið fyrir botni Miðjarðarhafs Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Sjá meira
Einu sinni var sagt að það væri erfitt að eiga peninga á Íslandi. Tilefni ummælanna var að upp komst að þáverandi forsætisráðherra átti sér eitt aflandsfélag til að geyma auð sinn, einhvers staðar verða aurarnir jú að vera. Fleiri eru í þessum vandræðum með peningana sína, koma þeim fyrir í skíðakofum sem kosta milljarða, nýta þá til að arðræna fátækar þjóðir, geyma þá í pósthólfum með fyrirtækjanöfnum á eyjum í karabíska hafinu eða kaupa sér banka. Þrátt fyrir þessa erfiðleika sem fylgja því að eiga peninga (nokkuð sem flest vinnnadi fólk á erfitt með að skilja að fullu) þá skal aldrei vanmeta hugmyndaauðgina við að gefa þeim sem eiga pening meiri peninga. Lykillinn að því er að komast til pólitískra valda, eiga pólitíska fulltrúa sem geta tekið ákvarðanir fyrir ríki og sveitarfélög og gera sem flesta í stjórnmálum samseka með gjörningum. Þegar komist er til valda þá er mikilvægt að vinna grunnvinnuna. Ef ætlunin er til dæmis að gefa ríku fólki meiri peninga í gegnum einkavæðingu á velferðarkerfinu er mikilvægt að fjársvelta það kerfi í nokkur ár fyrst þannig að fólk sem reiðir sig á kerfið kalli sjálft eftir breytingum sem gætu hugsanlega orðið til að bæta kerfið og auka þar með lífsgæði. Breytingar fela síðan í sér að velviljaður kapítalisti býðst til að reka sjoppuna fyrir miklu minni pening en bara á miklu betri hátt, með skilvirknina í fyrirrúmi. Fórnarkostnaðinn ber starfsfólk í gegnum kjararýrnum, skattgreiðendur þar sem kostnaðurinn við milliliðina fer alltaf á endanum upp úr öllu valdi og að lokum notendur þjónustunnar sem þurfa að sætta sig við lakari þjónustu og meiri gjaldtöku. Ef ætlunin er að gefa ríku fólki meiri peninga í gegnum sölu á bönkum eða öðrum arðbærum einingum þarf að byrja á því að koma þeirri hugmynd í kollinn á sem flestum að það sé óheppilegt að almenningur eigi fjármálastofnanir. Næsta skref er svo að bjóða öllum sem geta að kaupa eitthvert smotterí í bankanum og tryggja að þau kaup skili sér í gróða strax næsta dag. Þessi millileikur að gefa almenningi kost á að kaupa hlutabréf er auðvitað sýndarmennska því þessi hlutabréf rata fyrr eða síðar í „réttar hendur“. Þetta þekkjum við mjög vel á undanförnum áratugum. Það þarf því engan að reka í rogastans við að sjá listann yfir kaupendur í Íslandsbanka. Þetta er fólkið sem á að eiga banka á Íslandi, hér eftir alveg eins og áður. Þetta er hluti af því að gera ríkt fólk ríkara. Því þótt það sé „erfitt að eiga peninga á Íslandi“ er hópur fólks sem er alltaf til í að leggja það á sig. Góða helgi, Drífa Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar