„Þetta eru gríðarleg vonbrigði“ Jakob Bjarnar skrifar 8. apríl 2022 17:28 Helga Vala steig í ræðupúlt þingsins nú rétt í þessu og greindi frá því að stjórnarliðar hafi ekki fallist á tillögu um skipan sérstakrar rannsóknanefndar til að fara í saumana á útboði á hlutum ríkisins í Íslandsbanka fyrir hálfum mánuði. Þessi var niðurstaða fundar með forseta Alþingis. Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Helga Vala Helgadóttir þingflokksformaður Samfylkingar kvaddi sér hljóðs í Um fundarstjórn forseta og tilkynnti að stjórnarliðar hafi ekki fallist á tillögu stjórnarandstöðunnar um að skipa sérstaka rannsóknarnefnd um útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka. „Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Helga Vala og ljóst mátti vera að henni var afar heitt í hamsi. Hún sló í púlt þingsins orðum sínum til áherslu. Helga Vala greindi frá niðurstöðu fundar með forseta Alþingis. Hún sagði að enn væri komin upp pattstaða á þinginu. „Stjórnarliðar fallast ekki á einlæga ósk okkar um að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis.“ Helga Vala fór yfir í máli sínu að slík rannsóknarnefnd hefði samkvæmt lögum miklu víðtækari heimildir til rannsóknar en ríkisendurskoðun sem fallist hefur á beiðni Bjarna Benediktssonar að taka málið til athugunar. „Stjórnarliðar vilja heldur fara þá leið sem fjármálaráðherra lagði til í gær og hæstvirtur forsætisráðherra hefur tekið undir.“ Að ríkisendurskoðun hafi fallist á beiðni sem sjálfur fjármálaráðherra fór fram á að taka til athugunar verk hans sem snúa að þessari umdeildu sölu. Umræða um þetta stendur nú yfir á Alþingi og allt bendir til þess að upp hefjist nú málþóf í sölum þingsins. Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21 Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
„Þetta eru gríðarleg vonbrigði,“ sagði Helga Vala og ljóst mátti vera að henni var afar heitt í hamsi. Hún sló í púlt þingsins orðum sínum til áherslu. Helga Vala greindi frá niðurstöðu fundar með forseta Alþingis. Hún sagði að enn væri komin upp pattstaða á þinginu. „Stjórnarliðar fallast ekki á einlæga ósk okkar um að sett verði á fót rannsóknarnefnd Alþingis.“ Helga Vala fór yfir í máli sínu að slík rannsóknarnefnd hefði samkvæmt lögum miklu víðtækari heimildir til rannsóknar en ríkisendurskoðun sem fallist hefur á beiðni Bjarna Benediktssonar að taka málið til athugunar. „Stjórnarliðar vilja heldur fara þá leið sem fjármálaráðherra lagði til í gær og hæstvirtur forsætisráðherra hefur tekið undir.“ Að ríkisendurskoðun hafi fallist á beiðni sem sjálfur fjármálaráðherra fór fram á að taka til athugunar verk hans sem snúa að þessari umdeildu sölu. Umræða um þetta stendur nú yfir á Alþingi og allt bendir til þess að upp hefjist nú málþóf í sölum þingsins.
Alþingi Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Tengdar fréttir Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21 Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14 Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58 Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent „Hann stal henni“ Erlent Lögreglan leitar þessara manna Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Innlent Fleiri fréttir Leggja stöðvunarkröfu á framkæmdir við Hvammsvirkjun Lögreglan leitar upplýsinga um þennan mann Lögreglan leitar þessara manna Eldur kviknaði í hjúkrunarheimili á Höfn Stöðfirðingar þreyttir á ferðamönnum sem geri þarfir sínar um allan bæ Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Sjá meira
Hlé gert á þingfundi til að ræða kröfu um rannsóknarnefnd Forseti Alþingis hefur gert hlé á störfum þingsins og hefur boðað þingflokksformenn til fundar. 8. apríl 2022 16:21
Ítreka kröfu um sérstaka rannsóknarnefnd af mikilli hörku Heit umræða fór fram um útboð á stórum hlut í Íslandbanka á þinginu nú í morgun þar sem salan var harðlega gagnrýnd. Stjórnarandstaðan sækir fast að skipuð verði sérstök rannsóknarnefnd Alþingis til að fara yfir ferlið. 8. apríl 2022 12:14
Sigríður telur að lög hafi verið brotin við útboð á hlut ríkisins í Íslandsbanka Sigríður Benediktsdóttir, sem er hagfræðingur við Yale háskóla og fyrrverandi framkvæmdastjóri fjármálastöðugleikasviðs Seðlabanka Íslands, telur lög um sölumeðferð eignarhluta ríkisins í fjármálafyrirtækjum hafi verið brotin við umdeilda sölu á hlut ríkisins í Íslandsbanka. 8. apríl 2022 13:58