Bayern sleppur við refsingu þrátt fyrir að hafa verið með of marga leikmenn Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 9. apríl 2022 08:01 Leikmenn og starfsfólk leiksins vissu ekki alveg hvernig þau áttu að haga sér þegar kom í ljós að of margir leikmenn voru á vellinum. Harry Langer/vi/DeFodi Images via Getty Images Þýsku meistararnir í Bayern München sleppa við refsingu þrátt fyrir að hafa verið með 12 leikmenn inni á vellinum um stund í 4-1 sigri liðsins gegn Freiburg síðastliðinn laugardag. Þýska knattspyrnusambandið DFB segir að mistök fjórða dómara leiksins hafi ollið því að Bayern lék með of marga leikmenn í nokkrar sekúndur og því verði liðinu ekki refsað fyrir klúðrið. Undir lok leiksins gerðu þýsku meistararnir tvöfalda breytingu þegar Marcel Sabitzer og Niklas Süle komu inn af varamannabekknum fyrir þá Kingsley Coman og Corentin Tolisso. Fjórði dómarinn gerði hins vegar mistök þegar skiptingin átti sér stað og sýndi vitlausa tölu á spjaldi sínu. Það varð til þess að Kingsley Coman vissi ekki að hann átti að fara af velli. Samkvæmt reglum deildarinnar þurftu forsvarsmenn Freiburg að senda inn formlega kvörtun til þýska knattspyrnusambandsins til að hægt væri að refsa Bayern fyrir atvikið. Ef DFB hefði komist að þeirri niðurstöðu að þýsku meistararnir væru sekir í þessu máli hefði mögulega verið hægt að dæma Freiburg sigur í leiknum. DFB hefur hins vegar vísað málinu frá og 4-1 sigur Bayern stendur því enn. Bayern er með sex stiga forskot á toppi þýsku deildarinnar þegar liðið hefur leikið 28 leiki. Nú þegar sjö leikir eru eftir þarf Bayern aðeins tíu stig til að tryggja sér þýska meistaratitilinn tíunda árið í röð. Þýski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira
Þýska knattspyrnusambandið DFB segir að mistök fjórða dómara leiksins hafi ollið því að Bayern lék með of marga leikmenn í nokkrar sekúndur og því verði liðinu ekki refsað fyrir klúðrið. Undir lok leiksins gerðu þýsku meistararnir tvöfalda breytingu þegar Marcel Sabitzer og Niklas Süle komu inn af varamannabekknum fyrir þá Kingsley Coman og Corentin Tolisso. Fjórði dómarinn gerði hins vegar mistök þegar skiptingin átti sér stað og sýndi vitlausa tölu á spjaldi sínu. Það varð til þess að Kingsley Coman vissi ekki að hann átti að fara af velli. Samkvæmt reglum deildarinnar þurftu forsvarsmenn Freiburg að senda inn formlega kvörtun til þýska knattspyrnusambandsins til að hægt væri að refsa Bayern fyrir atvikið. Ef DFB hefði komist að þeirri niðurstöðu að þýsku meistararnir væru sekir í þessu máli hefði mögulega verið hægt að dæma Freiburg sigur í leiknum. DFB hefur hins vegar vísað málinu frá og 4-1 sigur Bayern stendur því enn. Bayern er með sex stiga forskot á toppi þýsku deildarinnar þegar liðið hefur leikið 28 leiki. Nú þegar sjö leikir eru eftir þarf Bayern aðeins tíu stig til að tryggja sér þýska meistaratitilinn tíunda árið í röð.
Þýski boltinn Mest lesið Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Tómas Bent gulltryggði sigurinn Fótbolti Dagskráin í dag: Big Ben fylgir á eftir stórleikjum í Bónus deildinni Sport Fleiri fréttir Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Tómas Bent gulltryggði sigurinn Blysin slógu Bæjara ekki út af laginu Hörður skoraði og Sverrir hélt hreinu Mané skaut Senegal í úrslit en Salah sást varla Viktor Bjarki með tvennu í undirbúningi fyrir Meistaradeildina Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Ásdís Karen fagnaði sigri gegn stórliðinu Blikar farnir að fylla í skörðin María í eitt besta lið Svíþjóðar en tekur íslenska landsliðið fram yfir það sænska Ajax fær son Zlatans að láni frá AC Milan Guardiola segir að Haaland sé úrvinda Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Segir ósanngjarnt að kalla Arsenal „Set Piece FC“ Klopp: Brottför Xabi Alonso frá Real Madrid kemur mér ekkert við Kallar stjörnur Real Madrid „dekraða krakka“ Leita að þeim sem truflaði Mo Salah með græna ljósinu Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Meiðslamartröð Orra um að kenna en ekki leiðinlegum þjálfara Breiðablik leitar að leikmönnum en reglur UEFA flækja málin Skotinn til bana í jarðarför móður sinnar Benoný kom inn á og breytti leiknum Skipti Orra inn og út á nokkrum mínútum: „Óásættanlegt“ City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Carrick tekinn við Manchester United Segir Gumma Tóta á leið heim úr atvinnumennsku Sjá meira