Ef ekki nú, -hvenær þá? Bjartey Ásmundsdóttir skrifar 9. apríl 2022 14:01 Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er tækifærið oft nýtt til að vekja athygli á því sem betur má fara í nærumhverfi okkar.Í Efra-Breiðholti erum við með öflugt íþróttafélag, Íþróttafélagið Leikni, félag sem hefur nú sótt formlega um að verða skilgreint sem hverfisfélag. Kröfur sem gerðar eru til hverfisfélaga eru meðal annars þær að félögin bjóði upp á fleiri en eina íþróttagrein. Leiknir er einna helst þekkt fyrir knattspyrnudeild sína en hefur nú stofnað blakdeild og samið um samstarf við körfuknattleiksfélagið Aþenu. Áhugi er fyrir því að auka enn við framboð íþróttagreina til að bjóða upp á í hverfinu. Það sem hefur hamlað uppbygginu á íþróttastarfi Leiknis undanfarin ár er aðstöðuleysi og skortur á húsnæði til æfinga og þá sérstaklega innanhúss. Íþróttaiðkun barna og unglinga er ein besta forvörn sem hægt er að finna. Hreyfing er nauðsynleg og því mikilvægt að byrja strax að aðstoða og hvetja börnin til að finna þá hreyfingu sem hentar þeim best. Þátttaka ungmenna í íþróttum í Efra-Breiðholti er lítil samanborið við önnur hverfi en einungis 40% barna stunda íþróttir í 111 samanborið við 60% í öðrum hverfum borgarinnar. Aðeins sextíu prósent barna í Efra-Breiðholti nýta frístundakortið, en hlutfallið er allt að níutíu prósent í öðrum hverfum. Ein af ástæðunum er áðurnefnt aðstöðuleysi. Börnin eiga að geta stundað íþróttir í nærumhverfinu, hverfið var upphaflega skipulagt þannig að íbúar gætu sótt helstu þjónustu innan hverfis. Aðstaða skiptir verulega miklu máli hvað þátttöku og mætingu barna varðar sérstaklega yfir vetrartímann. Nú hefur hópur af foreldrum barna í Leikni sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er farið á leit við Reykjavíkurborg, íþrótta- og tómstundaráð og Íþróttabandalag Reykjavíkur að veita Leikni íþróttahúsið í Austurbergi til umráða til reynslu í a.m.k. 5 ár. Íþróttahúsið í Austurbergi er í miðju Efra-Breiðholts, þétt upp við æfingasvæði Leiknis. Börnin mörg hver ganga fram hjá íþróttahúsinu þegar þau mæta til æfinga hjá Leikni. Hins vegar hefur Leiknir ekki haft afnot af húsinu síðustu ár þrátt fyrir mikla nálægð við það. Ef börnin í hverfi 111 hefðu aðgang að því eina íþróttahúsi sem er hér í hverfinu, væri það ekki aðeins lyftistöng fyrir íþróttafélag hverfisins, heldur fyrir hverfið allt. Leiknir var stofnað fyrir tæpum 50 árum af foreldrum sem vildu að börn sín gætu sótt æfingar í nærumhverfinu. Foreldrar í Efra-Breiðholti hafa lengi horft til þess að geta sent börn sín sem æfa hjá Leikni á inniæfingar í Austurbergi en hafa haldið sig til hlés með að biðja um aðstöðuna vegna þess að ÍR hefur haft afnot af húsinu fram til þessa. Nú þegar ÍR hefur fengið frábæra aðstöðu á sínu æfingasvæði í Suður-Mjódd má ætla að notkun ÍR á íþróttahúsinu í Austurbergi minnki og því óska foreldrar eftir því að Leikni verði veitt afnot af húsinu fyrir sína iðkendur. En nú stendur á svörum frá borgaryfirvöldum. Ef skilja má rétt þau fáu svör sem borist hafa, má Leiknir kannski eiga von á því að fá einhverja afgangs tíma í húsinu í framhaldinu en ÍR mun áfram hafa umráð yfir því. Hvers vegna? Er ekki rétt að jafna leikinn og veita því félagi sem þarf nauðsynlega á aðstöðunni að halda til að geta opnað dyr sínar fyrir fleiri iðkendum úr hverfinu sem mörg hver bíða nú þegar eftir t.d. körfuboltaæfingum? Eiga börn í Efra-Breiðholti að bíða ennþá lengur eftir því að fá aðstöðu við hæfi? Ef núna er ekki rétti tíminn fyrir vistaskipti í húsinu, -hvenær þá? Höfundur er foreldri í hverfinu og í meðlimur í unglingaráði Leiknis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2022 Reykjavík Íþróttir barna Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Sjá meira
Í aðdraganda sveitarstjórnarkosninga er tækifærið oft nýtt til að vekja athygli á því sem betur má fara í nærumhverfi okkar.Í Efra-Breiðholti erum við með öflugt íþróttafélag, Íþróttafélagið Leikni, félag sem hefur nú sótt formlega um að verða skilgreint sem hverfisfélag. Kröfur sem gerðar eru til hverfisfélaga eru meðal annars þær að félögin bjóði upp á fleiri en eina íþróttagrein. Leiknir er einna helst þekkt fyrir knattspyrnudeild sína en hefur nú stofnað blakdeild og samið um samstarf við körfuknattleiksfélagið Aþenu. Áhugi er fyrir því að auka enn við framboð íþróttagreina til að bjóða upp á í hverfinu. Það sem hefur hamlað uppbygginu á íþróttastarfi Leiknis undanfarin ár er aðstöðuleysi og skortur á húsnæði til æfinga og þá sérstaklega innanhúss. Íþróttaiðkun barna og unglinga er ein besta forvörn sem hægt er að finna. Hreyfing er nauðsynleg og því mikilvægt að byrja strax að aðstoða og hvetja börnin til að finna þá hreyfingu sem hentar þeim best. Þátttaka ungmenna í íþróttum í Efra-Breiðholti er lítil samanborið við önnur hverfi en einungis 40% barna stunda íþróttir í 111 samanborið við 60% í öðrum hverfum borgarinnar. Aðeins sextíu prósent barna í Efra-Breiðholti nýta frístundakortið, en hlutfallið er allt að níutíu prósent í öðrum hverfum. Ein af ástæðunum er áðurnefnt aðstöðuleysi. Börnin eiga að geta stundað íþróttir í nærumhverfinu, hverfið var upphaflega skipulagt þannig að íbúar gætu sótt helstu þjónustu innan hverfis. Aðstaða skiptir verulega miklu máli hvað þátttöku og mætingu barna varðar sérstaklega yfir vetrartímann. Nú hefur hópur af foreldrum barna í Leikni sett af stað undirskriftasöfnun þar sem þess er farið á leit við Reykjavíkurborg, íþrótta- og tómstundaráð og Íþróttabandalag Reykjavíkur að veita Leikni íþróttahúsið í Austurbergi til umráða til reynslu í a.m.k. 5 ár. Íþróttahúsið í Austurbergi er í miðju Efra-Breiðholts, þétt upp við æfingasvæði Leiknis. Börnin mörg hver ganga fram hjá íþróttahúsinu þegar þau mæta til æfinga hjá Leikni. Hins vegar hefur Leiknir ekki haft afnot af húsinu síðustu ár þrátt fyrir mikla nálægð við það. Ef börnin í hverfi 111 hefðu aðgang að því eina íþróttahúsi sem er hér í hverfinu, væri það ekki aðeins lyftistöng fyrir íþróttafélag hverfisins, heldur fyrir hverfið allt. Leiknir var stofnað fyrir tæpum 50 árum af foreldrum sem vildu að börn sín gætu sótt æfingar í nærumhverfinu. Foreldrar í Efra-Breiðholti hafa lengi horft til þess að geta sent börn sín sem æfa hjá Leikni á inniæfingar í Austurbergi en hafa haldið sig til hlés með að biðja um aðstöðuna vegna þess að ÍR hefur haft afnot af húsinu fram til þessa. Nú þegar ÍR hefur fengið frábæra aðstöðu á sínu æfingasvæði í Suður-Mjódd má ætla að notkun ÍR á íþróttahúsinu í Austurbergi minnki og því óska foreldrar eftir því að Leikni verði veitt afnot af húsinu fyrir sína iðkendur. En nú stendur á svörum frá borgaryfirvöldum. Ef skilja má rétt þau fáu svör sem borist hafa, má Leiknir kannski eiga von á því að fá einhverja afgangs tíma í húsinu í framhaldinu en ÍR mun áfram hafa umráð yfir því. Hvers vegna? Er ekki rétt að jafna leikinn og veita því félagi sem þarf nauðsynlega á aðstöðunni að halda til að geta opnað dyr sínar fyrir fleiri iðkendum úr hverfinu sem mörg hver bíða nú þegar eftir t.d. körfuboltaæfingum? Eiga börn í Efra-Breiðholti að bíða ennþá lengur eftir því að fá aðstöðu við hæfi? Ef núna er ekki rétti tíminn fyrir vistaskipti í húsinu, -hvenær þá? Höfundur er foreldri í hverfinu og í meðlimur í unglingaráði Leiknis.
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson Skoðun
Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir Skoðun