Fótbolti

Vlahovic tryggði Juventus þrjú stig

Atli Arason skrifar
Dusan Vlahovic, leikmaður Juventus.
Dusan Vlahovic, leikmaður Juventus. Getty Images

Juventus styrkti stöðu sína í fjórða sæti ítölsku seríu A deildinni með 1-2 útisigri á Cagliari í kvöld.

Leikurinn byrjaði ekki vel fyrir Juventus sem lenti 1-0 undir eftir tíu mínútna leik þegar Joao Pedro skoraði fyrir Cagliari. Matthijs de Ligt jafnaði metin rétt fyrir hálfleik og á 75. mínútu tryggði Dusan Vlahovic Juventus stigin þrjú með marki eftir undirbúning Paulo Dybala.

AC Milan er á toppi deildarinnar með 67 stig en Juventus er nú með 62 stig í 4. sæti, 8 stigum á undan Roma sem er í fimmta sæti. Efstu fjögur sæti deildarinnar veita þátttökuréttt í Meistaradeild Evrópu á næsta tímabili. Juventus hefur leikið 32 leiki en öll önnur lið í efstu sex sætunum hafa spilað einum leik minna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×