Fótbolti

„Rosaleg samkeppni í hópnum og alls ekki gefið að fá að spila“

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Guðrún Arnardóttir í fyrri leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM.
Guðrún Arnardóttir í fyrri leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM. vísir/Hulda Margrét

Guðrún Arnardóttir hefur átt góðu gengi að fagna með fótboltalandsliðinu í undankeppni HM eftir að hafa verið inn og út úr landsliðshópnum í nokkur ár.

„Ég fékk tækifæri fyrir nokkrum árum síðar en datt svo út úr hópnum sem var alveg verðskuldað. Ég átti ekki góða tíma þá. En svo fannst mér ég eiga skilið að koma aftur inn,“ sagði Guðrún í samtali við Vísi í gær. 

„Það er rosaleg samkeppni í hópnum og alls ekki gefið að fá að spila. Ég reyni að nýta þau tækifæri sem ég fæ.“

Klippa: Viðtal við Guðrúnu Arnardóttur

Samkeppnin í landsliðinu er einmitt hvað hörðust í miðvarðastöðunni en Ísland er ríkt af leikmönnum sem spila í hjarta varnarinnar.

„Það er mikil samkeppni í liðinu öllu og þá kannski sérstaklega í hafsentastöðunni. Maður getur ekki tekið neinu sem gefnu í þessu. Maður reynir bara að njóta þess að spila þegar maður fær tækifæri,“ sagði Guðrún að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×