Vaktin: Úkraínskar hersveitir búa sig undir síðasta bardagann í Maríupól Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. apríl 2022 15:30 Innan úr gjörónýtri skólastofu í Mariupol. Áætlað er að minnst 184 börn hafi látist í Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Leon Klein/Anadolu Agency via Getty Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og ötull stuðningsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, segir rússneskar hersveitir ekki munu láta staðar numið eftir að þeir hafa „frelsað“ Donetsk og Luhansk, heldur muni Kænugarður falla og allar aðrar borgir Úkraínu. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, mun hitta Pútín í dag, fyrstur Evrópuleiðtoga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Nehammer heimsótti Bucha á laugardag og AFP segir hann munu ræða stríðsglæpina sem þar voru framdir við Rússlandsforseta. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu segja Rússa mögulega munu grípa til „ögrandi“ aðgerða í Móldóvu, til að geta sakað Úkraínumenn um árásir gegn nágranna sínum. Þá gera þau ráð fyrir áframhaldandi árásum á innviði í Úkraínu til að stöðva innflutning til landsins. Lest á vegum Lækna án landamæra hefur sótt 48 særða og aldraða til austurhluta Úkraínu. Um er að ræða fjórðu ferð „sjúkrahúslestar“ sem samtökin hafa staðið fyrir í landinu frá því að átökin hófust. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með Narendra Modi, forseta Indlands, í dag og hvetja Indverja til að auka ekki innkaup sín á olíu frá Rússlandi. Indverjar hafa ekki gripið til refsiaðgerða gegn Rússum en eru þvert á móti sagðir hafa nýtt sér tækifærið og keypt olíu á afsláttarverði. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og ötull stuðningsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, segir rússneskar hersveitir ekki munu láta staðar numið eftir að þeir hafa „frelsað“ Donetsk og Luhansk, heldur muni Kænugarður falla og allar aðrar borgir Úkraínu. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, mun hitta Pútín í dag, fyrstur Evrópuleiðtoga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Nehammer heimsótti Bucha á laugardag og AFP segir hann munu ræða stríðsglæpina sem þar voru framdir við Rússlandsforseta. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu segja Rússa mögulega munu grípa til „ögrandi“ aðgerða í Móldóvu, til að geta sakað Úkraínumenn um árásir gegn nágranna sínum. Þá gera þau ráð fyrir áframhaldandi árásum á innviði í Úkraínu til að stöðva innflutning til landsins. Lest á vegum Lækna án landamæra hefur sótt 48 særða og aldraða til austurhluta Úkraínu. Um er að ræða fjórðu ferð „sjúkrahúslestar“ sem samtökin hafa staðið fyrir í landinu frá því að átökin hófust. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með Narendra Modi, forseta Indlands, í dag og hvetja Indverja til að auka ekki innkaup sín á olíu frá Rússlandi. Indverjar hafa ekki gripið til refsiaðgerða gegn Rússum en eru þvert á móti sagðir hafa nýtt sér tækifærið og keypt olíu á afsláttarverði. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira