Vaktin: Úkraínskar hersveitir búa sig undir síðasta bardagann í Maríupól Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 11. apríl 2022 15:30 Innan úr gjörónýtri skólastofu í Mariupol. Áætlað er að minnst 184 börn hafi látist í Úkraínu frá því innrás Rússa hófst. Leon Klein/Anadolu Agency via Getty Breska varnamálaráðuneytið varar við því að Rússar muni mögulega nota fosfór-vopn í Maríupól, líkt og þeir hafa áður gert í Donetsk. Þeir segja notkun Rússa á ónákvæmum sprengjum stórauka hættuna á dauða almennra borgara. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og ötull stuðningsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, segir rússneskar hersveitir ekki munu láta staðar numið eftir að þeir hafa „frelsað“ Donetsk og Luhansk, heldur muni Kænugarður falla og allar aðrar borgir Úkraínu. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, mun hitta Pútín í dag, fyrstur Evrópuleiðtoga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Nehammer heimsótti Bucha á laugardag og AFP segir hann munu ræða stríðsglæpina sem þar voru framdir við Rússlandsforseta. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu segja Rússa mögulega munu grípa til „ögrandi“ aðgerða í Móldóvu, til að geta sakað Úkraínumenn um árásir gegn nágranna sínum. Þá gera þau ráð fyrir áframhaldandi árásum á innviði í Úkraínu til að stöðva innflutning til landsins. Lest á vegum Lækna án landamæra hefur sótt 48 særða og aldraða til austurhluta Úkraínu. Um er að ræða fjórðu ferð „sjúkrahúslestar“ sem samtökin hafa staðið fyrir í landinu frá því að átökin hófust. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með Narendra Modi, forseta Indlands, í dag og hvetja Indverja til að auka ekki innkaup sín á olíu frá Rússlandi. Indverjar hafa ekki gripið til refsiaðgerða gegn Rússum en eru þvert á móti sagðir hafa nýtt sér tækifærið og keypt olíu á afsláttarverði. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Ramzan Kadyrov, leiðtogi Téténíu og ötull stuðningsmaður Vladimir Pútín Rússlandsforseta, segir rússneskar hersveitir ekki munu láta staðar numið eftir að þeir hafa „frelsað“ Donetsk og Luhansk, heldur muni Kænugarður falla og allar aðrar borgir Úkraínu. Karl Nehammer, kanslari Austurríkis, mun hitta Pútín í dag, fyrstur Evrópuleiðtoga frá því að Rússar réðust inn í Úkraínu. Nehammer heimsótti Bucha á laugardag og AFP segir hann munu ræða stríðsglæpina sem þar voru framdir við Rússlandsforseta. Hernaðaryfirvöld í Úkraínu segja Rússa mögulega munu grípa til „ögrandi“ aðgerða í Móldóvu, til að geta sakað Úkraínumenn um árásir gegn nágranna sínum. Þá gera þau ráð fyrir áframhaldandi árásum á innviði í Úkraínu til að stöðva innflutning til landsins. Lest á vegum Lækna án landamæra hefur sótt 48 særða og aldraða til austurhluta Úkraínu. Um er að ræða fjórðu ferð „sjúkrahúslestar“ sem samtökin hafa staðið fyrir í landinu frá því að átökin hófust. Joe Biden Bandaríkjaforseti mun funda með Narendra Modi, forseta Indlands, í dag og hvetja Indverja til að auka ekki innkaup sín á olíu frá Rússlandi. Indverjar hafa ekki gripið til refsiaðgerða gegn Rússum en eru þvert á móti sagðir hafa nýtt sér tækifærið og keypt olíu á afsláttarverði. Hér má finna vakt gærdagsins. Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Grunaður um að nauðga og brjóta ítrekað á barnungri stúlku Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira