Kópavogsbær á að veita ungu fólki húsnæðisstyrki Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 11. apríl 2022 10:30 Við þurfum öll þak yfir höfuðið, og hjá flestum kemur að því að við viljum stofna eigin heimili, flytja úr foreldrahúsum. Undanfarin misseri hefur húsnæðiskostnaður aukist, fasteignaverð hækkað og húsnæði á almennum leigumarkaði heldur áfram að vera mjög dýrt og stór hluti ráðstöfunartekna ungs fólks fer í að tryggja sér húsnæði. Ekki meira en þriðjungur ráðstöfunartekna í húsnæði VG í Kópavogi vilja að bærinn tryggi að aldrei fari meira en þriðjungur ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað. Þetta getur bærinn með ýmsu móti, og það er alls ekki óþekkt að bærinn (eða önnur sveitarfélög) greiði niður húsnæðiskostnað. Þar má nefna niðurfellingu og lækkun fasteignagjalda til eldra fólks, lágt leiguverð í félagslegu húsnæði og húsaleigubætur. Sérstakir húsnæðisstyrkir fyrir ungt fólk En við eigum að gera meira. Við viljum að bærinn taki upp sérstaka styrki eða ívilnanir til þeirra sem eru að stofna heimili í fyrsta sinn. Þetta gæti verið með ýmsu móti, t.d. að fella niður fasteignagjöld hjá fólki sem er að kaupa sér eign í fyrsta sinn, t.a.m. fyrstu eitt til tvö árin. Eða með niðurfellingu á lóðagjöldum til ungs fólks sem byggir eða kaupir nýtt húsnæði. Þá gæti bærinn verið með sérstaka styrki til þeirra sem fara út á leigumarkað í fyrsta sinn, stofna sitt fyrsta heimili. Með því að styðja sérstaklega við bakið á ungu fólki og gera því kleift að setjast að í Kópavogi búum við í haginn fyrir framtíðina. Við eigum að gera það sem við getum til að gera Kópavog að aðlaðandi kosti fyrir framtíðaríbúa bæjarins. Höfundur er oddviti VG í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Kópavogur Vinstri græn Skoðun: Kosningar 2022 Húsnæðismál Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson Skoðun Skoðun Skoðun Hjálpartæki – fyrir hverja? Júlíana Magnúsdóttir skrifar Skoðun Menntasjóður námsmanna og ECTS einingar Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Áform um að eyðileggja Ísland! Jóna Imsland skrifar Skoðun Í 1.129 daga hefur Alþingi hunsað jaðarsettasta hóp samfélagsins Grímur Atlason skrifar Skoðun Tekur ný ríkisstjórn af skarið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Strandveiðar í gíslingu – Alþingi sveltir sjávarbyggðir Árni Björn Kristbjörnsson skrifar Skoðun Rölt að botninum Smári McCarthy skrifar Skoðun Að fortíð skal hyggja þegar framtíð skal byggja Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Málþóf spillingar og græðgi á Alþingi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Lýðskrum Skattfylkingarinnar Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Krabbamein – reddast þetta? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Valdið yfir sjávarútvegsmálunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lummuleg áform heilbrigðisráðherra Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Sjá meira
Við þurfum öll þak yfir höfuðið, og hjá flestum kemur að því að við viljum stofna eigin heimili, flytja úr foreldrahúsum. Undanfarin misseri hefur húsnæðiskostnaður aukist, fasteignaverð hækkað og húsnæði á almennum leigumarkaði heldur áfram að vera mjög dýrt og stór hluti ráðstöfunartekna ungs fólks fer í að tryggja sér húsnæði. Ekki meira en þriðjungur ráðstöfunartekna í húsnæði VG í Kópavogi vilja að bærinn tryggi að aldrei fari meira en þriðjungur ráðstöfunartekna í húsnæðiskostnað. Þetta getur bærinn með ýmsu móti, og það er alls ekki óþekkt að bærinn (eða önnur sveitarfélög) greiði niður húsnæðiskostnað. Þar má nefna niðurfellingu og lækkun fasteignagjalda til eldra fólks, lágt leiguverð í félagslegu húsnæði og húsaleigubætur. Sérstakir húsnæðisstyrkir fyrir ungt fólk En við eigum að gera meira. Við viljum að bærinn taki upp sérstaka styrki eða ívilnanir til þeirra sem eru að stofna heimili í fyrsta sinn. Þetta gæti verið með ýmsu móti, t.d. að fella niður fasteignagjöld hjá fólki sem er að kaupa sér eign í fyrsta sinn, t.a.m. fyrstu eitt til tvö árin. Eða með niðurfellingu á lóðagjöldum til ungs fólks sem byggir eða kaupir nýtt húsnæði. Þá gæti bærinn verið með sérstaka styrki til þeirra sem fara út á leigumarkað í fyrsta sinn, stofna sitt fyrsta heimili. Með því að styðja sérstaklega við bakið á ungu fólki og gera því kleift að setjast að í Kópavogi búum við í haginn fyrir framtíðina. Við eigum að gera það sem við getum til að gera Kópavog að aðlaðandi kosti fyrir framtíðaríbúa bæjarins. Höfundur er oddviti VG í Kópavogi.
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar