Lilja afruglar VG og bendir á Bjarna Ben Sigmar Guðmundsson skrifar 11. apríl 2022 14:30 Salan á eign þjóðarinnar í Íslandsbanka tekur á sig undarlegri mynd með hverjum deginum. Nú stígur Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, fram og segist hafa verið andvíg því fyrirkomulagi sem viðhaft var við söluna. Og að hún hafi komið því skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Auðvitað er það gott að Lilja greini nú frá andstöðu sinni við fyrirkomulagið, en talsvert betra hefði verið hjá ráðherra að tala skýrar um þetta opinberlega áður en salan hófst. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins virðist viðskiptaráðherra hafa búið yfir talsvert nákvæmari upplýsingum um fyrirkomulagið en allir aðrir. Hún tekur það nefnilega skýrt fram að "því miður er fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð". Þetta finnst mér merkilegt því útkoman kom öllum öðrum á óvart, vegna þess að hún var ekki í neinu samhengi við það fyrirkomulag sem kynnt var. Það gat ekki hvarflað að neinum að seldir yrðu litlir óverulegir hlutir í bankanum til fjölmargra fjárfesta með afslætti sem ætlaður var stórkaupendum. Enn síður gat nokkur maður vitað að sumir þeirra sem sáu um söluna myndu sjálfir kaupa í bankanum. Þeir fengu sem sagt myndarlega þóknun fyrir að selja sjálfum sér þjóðareign með afslætti. Og hvergi kom fram að einstaka aðilar gætu notað þetta sem tækifæri til að "taka snúning" og leysa út afsláttarhagnaðinn á einni nóttu. Okkur var nefnilega sagt að selja ætti stórum fjárfestum sem gætu staðið með bankanum til lengri tíma, líka þegar illa árar. "Gæði eigenda" skipti miklu máli. Útkoman kom viðskiptaráðherra hins vegar ekki á óvart. Því er það miður að hún hafi ekki talað skýrar um þetta fyrr opinberlega, því þannig hefði mögulega mátt afstýra þessu stórslysi. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin hafi ráðist í sölu á fjármálafyrirtæki með fyrirkomulagi sem sjálfur viðskiptaráðherrann var andvígur. Að sama skapi er það jákvætt að viðskiptaráðherra skuli afrugla illa dulkóðaða smjörklípu VG og benda á það augljósa: Ábyrgðin er fyrst og síðast pólitísk og það dugir ekki bara að kasta sprekum á bálköstinn sem nú brennur undir bankasýslunni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmar Guðmundsson Salan á Íslandsbanka Viðreisn Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Íslenskir bankar Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Skoðun Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Skoðun Í skugga misvægis atkvæðanna Örn Sigurðsson skrifar Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Skýr sýn og metnaður Hákon Stefánsson skrifar Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir skrifar Skoðun Allir geta drukknað en enginn þarf að drukkna Hildur Vattnes Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar Skoðun Fjórar leiðir til að verða besta útgáfan af þér Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Ferðalag sálna Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Að vera með BRCA-stökkbreytingu Brynja Rún Sævarsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til foreldra í Stakkaborg Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Rammaáætlun og Hvammsvirkjun: Heimilt en ekki skylt Mörður Árnason skrifar Skoðun Hvernig þjóð viljum við vera? Sigrún Lilja Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Salan á eign þjóðarinnar í Íslandsbanka tekur á sig undarlegri mynd með hverjum deginum. Nú stígur Lilja Alfreðsdóttir, viðskiptaráðherra, fram og segist hafa verið andvíg því fyrirkomulagi sem viðhaft var við söluna. Og að hún hafi komið því skýrt á framfæri í aðdraganda útboðsins. Auðvitað er það gott að Lilja greini nú frá andstöðu sinni við fyrirkomulagið, en talsvert betra hefði verið hjá ráðherra að tala skýrar um þetta opinberlega áður en salan hófst. Samkvæmt frétt Morgunblaðsins virðist viðskiptaráðherra hafa búið yfir talsvert nákvæmari upplýsingum um fyrirkomulagið en allir aðrir. Hún tekur það nefnilega skýrt fram að "því miður er fátt sem kemur á óvart í þessu máli og hver útkoman varð". Þetta finnst mér merkilegt því útkoman kom öllum öðrum á óvart, vegna þess að hún var ekki í neinu samhengi við það fyrirkomulag sem kynnt var. Það gat ekki hvarflað að neinum að seldir yrðu litlir óverulegir hlutir í bankanum til fjölmargra fjárfesta með afslætti sem ætlaður var stórkaupendum. Enn síður gat nokkur maður vitað að sumir þeirra sem sáu um söluna myndu sjálfir kaupa í bankanum. Þeir fengu sem sagt myndarlega þóknun fyrir að selja sjálfum sér þjóðareign með afslætti. Og hvergi kom fram að einstaka aðilar gætu notað þetta sem tækifæri til að "taka snúning" og leysa út afsláttarhagnaðinn á einni nóttu. Okkur var nefnilega sagt að selja ætti stórum fjárfestum sem gætu staðið með bankanum til lengri tíma, líka þegar illa árar. "Gæði eigenda" skipti miklu máli. Útkoman kom viðskiptaráðherra hins vegar ekki á óvart. Því er það miður að hún hafi ekki talað skýrar um þetta fyrr opinberlega, því þannig hefði mögulega mátt afstýra þessu stórslysi. Það er með ólíkindum að ríkisstjórnin hafi ráðist í sölu á fjármálafyrirtæki með fyrirkomulagi sem sjálfur viðskiptaráðherrann var andvígur. Að sama skapi er það jákvætt að viðskiptaráðherra skuli afrugla illa dulkóðaða smjörklípu VG og benda á það augljósa: Ábyrgðin er fyrst og síðast pólitísk og það dugir ekki bara að kasta sprekum á bálköstinn sem nú brennur undir bankasýslunni. Höfundur er þingmaður Viðreisnar.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar
Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna skrifar
Skoðun Viðreisn, Sjálfstæðisflokkurinn og fátæka fólkið Yngvi Ómar Sighvatsson ,Jón Ferdínand Estherarson skrifar
Skoðun Meiri rökræður, minni áróður: Borgaraþing fyrir þjóðaratkvæðagreiðslu um ESB-aðild Valgerður Björk Pálsdóttir skrifar
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun