Vaktin: Segir sönnunargögn um þjóðarmorð Pútíns hrannast upp Hólmfríður Gísladóttir, Samúel Karl Ólason og Árni Sæberg skrifa 12. apríl 2022 16:50 Biden dró ekkert úr ummælum sínum um einræðisherrann Pútín sem fremji þjóðarmorð, þegar hann var beðinn að skýra þau nánar. Drew Angerer/Getty Images Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Hroki Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og einangrun hans leiddu til til þess að forsetinn rússneski vanmat aðstæður í Úkraínu og ofmat getu rússneskra hersveita til að hernema landið. Vladimír Pútín sagði á blaðamannafundi í dag að það væri Úkraínumönnum að kenna að friðarviðræður vegna innrásar Rússa í Úkraínu hefðu ekki borið árangur hingað til. Nærri tveir þriðjuhlutar allra barna í Úkraínu hafa flúið heimili sín á þeim sex vikum sem liðnar eru frá því að Rússar réðust inn í landið. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest dauða 142 barna í átökunum en segja raunverulegan fjölda líklega mun meiri. Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa fleiri en 6.000 stríðsglæpi til rannsóknar. Fleiri sögur eru að berast af grófu kynferðisofbeldi sem Rússar eru sagðir hafa beitt konur og börn. Íbúar í Kharkív og norðurhluta Úkraínu hafa verið varaðir við því sem Selenskí hefur kallað „hundrað þúsund hættulega hluti“ sem innrásarherinn hefur skilið eftir sig; jarðsprengjur og ósprungnar og virkar sprengjur. Rússar eru taldir munu taka Maríupól áður en þeir hefja stórsókn sína í Donetsk, þar sem þeir munu freista þess á næstu vikum að ná yfirráðum og tengja Donbas við hinn þegar innlimaða Krímskaga. Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, eru sagðir munu hittast í dag, meðal annars til að ræða ástandið í Úkraínu og refsiaðgerðir Vesturlanda. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu en undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í allan dag. Helstu vendingar: Hroki Vladimírs Pútín, forseta Rússlands, og einangrun hans leiddu til til þess að forsetinn rússneski vanmat aðstæður í Úkraínu og ofmat getu rússneskra hersveita til að hernema landið. Vladimír Pútín sagði á blaðamannafundi í dag að það væri Úkraínumönnum að kenna að friðarviðræður vegna innrásar Rússa í Úkraínu hefðu ekki borið árangur hingað til. Nærri tveir þriðjuhlutar allra barna í Úkraínu hafa flúið heimili sín á þeim sex vikum sem liðnar eru frá því að Rússar réðust inn í landið. Sameinuðu þjóðirnar hafa staðfest dauða 142 barna í átökunum en segja raunverulegan fjölda líklega mun meiri. Yfirvöld í Úkraínu segjast hafa fleiri en 6.000 stríðsglæpi til rannsóknar. Fleiri sögur eru að berast af grófu kynferðisofbeldi sem Rússar eru sagðir hafa beitt konur og börn. Íbúar í Kharkív og norðurhluta Úkraínu hafa verið varaðir við því sem Selenskí hefur kallað „hundrað þúsund hættulega hluti“ sem innrásarherinn hefur skilið eftir sig; jarðsprengjur og ósprungnar og virkar sprengjur. Rússar eru taldir munu taka Maríupól áður en þeir hefja stórsókn sína í Donetsk, þar sem þeir munu freista þess á næstu vikum að ná yfirráðum og tengja Donbas við hinn þegar innlimaða Krímskaga. Vladimir Pútín Rússlandsforseti og Alexander Lúkasjenkó, forseti Hvíta-Rússlands, eru sagðir munu hittast í dag, meðal annars til að ræða ástandið í Úkraínu og refsiaðgerðir Vesturlanda. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu en undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Gert að greiða leigu fyrir afnot af „Hafnarfjarðarhreysinu“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn á flugi í nýrri Maskínukönnun Innlent Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Erlent Vinnan sé seld langt undir kostnaðarverði Innlent Skrifstofustjórinn fær ekki milljónirnar 24 Innlent Óþarfi að skera úr um hvort læknir hafi gerst sekur um gáleysi Innlent Inga muni varpa efnahagslegum gjöreyðingarvopnum Innlent Norðmaður vann 3,7 milljarða, landi hans 1,6 og Íslendingur milljón Innlent Ekki vanhæfur til að rannsaka banaslysið Innlent Fleiri fréttir Vill taka vantraustið fyrir strax Engin furða að verkafólk hafi snúið baki við Demókrataflokknum Ríkissjórn Scholz er sprungin Óskaði Trump til hamingju og ítrekaði friðsamleg valdaskipti Ríkisstjórn Scholz á barmi þess að springa Harris búin að hringja í Trump og undirbýr ávarp Óttast verulegt bakslag á mörgum vígstöðvum Baráttan um Bandaríkin: Donald Trump verður forseti, og hvað svo? Þjóðarleiðtogar kasta kveðju á Trump Trump lýsir yfir sigri: Guð hafi bjargað honum svo hann gæti bjargað Ameríku Andstæðingar þungunarrofs unnu í Flórída Donald Trump forseti á nýjan leik Mikill fögnuður hjá Trump-liðum Repúblikanar ná meirihluta í öldungadeildinni Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Netanjahú rekur varnarmálaráðherrann Spurning hvort hræðsluáróður eða jákvæðni nái betur til kjósenda Baráttan um Bandaríkin: Hvað gerist eiginlega í nótt? Mikill viðbúnaður vegna ásakana um svindl í lykilsýslu Arizona Dæmdur í fangelsi fyrir kóranbrennur Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkjamenn ganga að kjörborðinu Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Sjá meira