Fjármálaáætlun og skortur á sjúkraliðum Sandra B. Franks skrifar 12. apríl 2022 08:00 Í nýrri fjármálaáætlun, sem var mælt fyrir á Alþingi í síðustu viku, kemur framtíðarsýn stjórnvalda í ljós. Þar segir að Covid-samdrátturinn sé minni en sviðsmyndir gerðu ráð fyrir. Ríkishallinn minnkar hraðar en búist var við. Ríkisútgjöldin stefna í það sem þau voru fyrir Covid. Skuldahorfur séu jákvæðari en talið var í upphafi faraldursins. Ætla má að staða ríkissjóðs sé því betri en menn þorðu að vona. Sömuleiðis kemur fram í áætluninni að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé ein af stærstu áskorununum stjórnvalda, það þurfi að fjölga heilbrigðisstarfsfólki. Sérstaklega er tekið fram að það sé „skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum“. Þá sé það áætlun stjórnvalda að heilbrigðisstofnanir verði eftirsóttir vinnustaðir og að huga þurfi að samkeppnishæfni íslensks heilbrigðiskerfis um hæft starfsfólk. Þá er þess sérstaklega getið að mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks. Samstilla þarf hljóð og mynd Ef markmið stjórnvalda er að styrkja og efla heilbrigðiskerfið líkt og lofað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, af hverju er þá ekki gert ráð fyrir því í þessari glænýju fjármálaáætlun? Í áætluninni kemur fram að árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 verði á bilinu 1,3%-1,7%. Þessi aukning er næstum hlægileg því hún nær ekki einu sinni að halda í árlega mannfjölgun og aukna öldrun þjóðarinnar. Því til viðbótar má gera ráð fyrir að verðbólgan verði nokkuð há á næstu árum, en í ár er gert ráð fyrir um 6% verðbólgu. Þá kemur fram að á síðasta ári fjármálaáætlunarinnar eiga útgjöld til heilbrigðismála að lækka um 2%-stig á milli ára, og því til viðbótar eiga framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu að lækka næstu fimm árin. Ef standa á við loforðin sem sett eru fram í stjórnarsáttmála, og ef fjármálaáætlun stjórnvalda á að endurspegla raunverulega þróun útgjalda til heilbrigðismála, liggur það í augum uppi að stilla þarf saman hljóð og mynd. Það er engum til gagns að lofa einu og gera svo eitthvað allt annað. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Mest lesið Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Í minningu körfuboltahetja Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar Skoðun Hjartans mál í kennslu Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir skrifar Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Sjá meira
Í nýrri fjármálaáætlun, sem var mælt fyrir á Alþingi í síðustu viku, kemur framtíðarsýn stjórnvalda í ljós. Þar segir að Covid-samdrátturinn sé minni en sviðsmyndir gerðu ráð fyrir. Ríkishallinn minnkar hraðar en búist var við. Ríkisútgjöldin stefna í það sem þau voru fyrir Covid. Skuldahorfur séu jákvæðari en talið var í upphafi faraldursins. Ætla má að staða ríkissjóðs sé því betri en menn þorðu að vona. Sömuleiðis kemur fram í áætluninni að mönnun í heilbrigðisþjónustunni sé ein af stærstu áskorununum stjórnvalda, það þurfi að fjölga heilbrigðisstarfsfólki. Sérstaklega er tekið fram að það sé „skortur á sjúkraliðum og hjúkrunarfræðingum“. Þá sé það áætlun stjórnvalda að heilbrigðisstofnanir verði eftirsóttir vinnustaðir og að huga þurfi að samkeppnishæfni íslensks heilbrigðiskerfis um hæft starfsfólk. Þá er þess sérstaklega getið að mikil áhætta felst í því ef ekki tekst að snúa þessari þróun við því að heilbrigðisþjónusta verður ekki veitt án heilbrigðisstarfsfólks. Samstilla þarf hljóð og mynd Ef markmið stjórnvalda er að styrkja og efla heilbrigðiskerfið líkt og lofað er í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar, af hverju er þá ekki gert ráð fyrir því í þessari glænýju fjármálaáætlun? Í áætluninni kemur fram að árleg aukning til heilbrigðismála til ársins 2026 verði á bilinu 1,3%-1,7%. Þessi aukning er næstum hlægileg því hún nær ekki einu sinni að halda í árlega mannfjölgun og aukna öldrun þjóðarinnar. Því til viðbótar má gera ráð fyrir að verðbólgan verði nokkuð há á næstu árum, en í ár er gert ráð fyrir um 6% verðbólgu. Þá kemur fram að á síðasta ári fjármálaáætlunarinnar eiga útgjöld til heilbrigðismála að lækka um 2%-stig á milli ára, og því til viðbótar eiga framlög til hjúkrunar- og endurhæfingarþjónustu að lækka næstu fimm árin. Ef standa á við loforðin sem sett eru fram í stjórnarsáttmála, og ef fjármálaáætlun stjórnvalda á að endurspegla raunverulega þróun útgjalda til heilbrigðismála, liggur það í augum uppi að stilla þarf saman hljóð og mynd. Það er engum til gagns að lofa einu og gera svo eitthvað allt annað. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Er kominn tími til að láta endurmeta brunabótamatið á þínu húsnæði? Heiðrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir skrifar
Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson skrifar
Skoðun Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptaráðs Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Mikilvægi aðgengis og algildrar hönnunar að byggingum í dag og til framtíðar Þuríður Harpa Sigurðardóttir Skoðun