„Slátrarinn í Sýrlandi“ tekur við stjórn hersins í Úkraínu Samúel Karl Ólason skrifar 12. apríl 2022 10:50 Vladimír Pútín, forseti Rússlands, er hér lengst til vinstri. Lengst til hægri má sjá Aleksander Dvornikov, sem gjarnan er kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Þessi mynd var tekin árið 2020. EPA/ALEXEI DRUZHININ Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hefur skipað nýjan herforingja til að taka yfir stjórn innrásarinnar í Úkraínu. Sá heitir Aleksandr Dvornikov en er gjarnan kallaður „Slátrarinn í Sýrlandi“. Herforinginn tók við stjórn innrásarinnar um helgina en hingað til hefur enginn einn herforingi haldið utan um hernaðaraðgerðir Rússa. Dvornikov er sextugur og einn reynslumesti herforingi Rússlands. Þá á hann sér umfangsmikla sögu ódæða gegn almennum borgurum í Sýrlandi og víðar. Eins og viðurnefni hans gefur til kynna spilaði Dvornikov stóra rullu í Sýrlandi þar sem sveitir hans hafa verið sakaðar um ýmiskonar stríðsglæpi og mannréttindabrot. Eftir að hafa risið jafnt og þétt í gegnum raðir hersins tók Dvornikov við stjórn herafla Rússlands í Sýrlandi árið 2015. Undir hans stjórn voru Rússar þekktir fyrir að brjóta alla uppreisna á bak aftur og að hluta til með því að jafna borgir við jörðu og markvissum árásum á almenna borgara. Pútín heiðraði Dvornikov árið 2016 með einni æðstu orðu Rússlands. „Fauti“ sem noti tól hryðjuverka James Stavridis, fyrrverandi flotaforingi í Bandaríkjunum, sagði NBC News á sunnudaginn að aðkoma Dvornikov að stríðinu væri til marks um að Pútín teldi að átökin myndu halda áfram í einhverja mánuði eða jafnvel ár. Tilnefningu hans sé ætlað að hræða Úkraínumenn. „Hann er fauti sem Vladimír Pútin kallar til, til að jafna borgir eins og Aleppo í Sýrlandi við jörðu,“ sagði Stavridis. „Hann hefur notað tól hryðjuverka á þessu tímabili og þar á meðal unnið með stjórnarher Sýrlands, notast við pyntingamiðstöðvar, kerfisbundnar nauðganir og taugaeitur. Hann er einn sá allra versti.“ John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi á dögunum. Hann sagði Dvornikov og hermenn hans hafa alfarið hunsað reglur stríðsreksturs. Hann sagði hersveitir Rússa hafa sýnt mikla grimmd fyrir innrásina í Úkraínu og sú grimmd hafi verið sýnd þar á hverjum degi. Þá sé útlit fyrir að ástandið muni versna enn frekar í austurhluta Úkraínu. Watch: Pentagon spokesperson John Kirby says that #Russia's newly appointed general overseeing #Ukraine, Alexander Dvornikov, has a history of disregarding civilian harm.https://t.co/Nav8s6MpG2 pic.twitter.com/TNFopnKit6— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) April 12, 2022 Eftir að hafa mistekist að ná Kænugarði og öðrum markmiðum í norðurhluta Úkraínu, hörfuðu rússneskir hermenn af þeim svæðum. Nú ætla Rússar að einbeita sér að austurhluta Úkraínu og Donbas-héraði sérstaklega. Dvornikov hefur farið með stjórn mála þar og var hann hæst settur þeirra þriggja herforingja sem hafa stýrt þremur mismunandi herjum Rússa í Úkraínu. Dvornikov er nú yfir þeim öllum. Enn sem komið er hefur aukin áhersla Rússa á Donbas ekki skilað miklum árangri og hafa varnarlínur Úkraínumanna að mestu haldið. Endurskipulagning Rússa mun þó líklega taka nokkrar vikur. Að því loknu gætu Rússar beint öllum sínum mætti gegn Úkraínumönnum á takmörkuðum svæðum með því markmiði að brjóta sér leið í gegnum varnir þeirra og umkringja hersveitir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja ólíklegt að tilnefning Dvornikov muni hafa markviss áhrif á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. AP fréttaveitan hefur eftir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, að Dvornikov verði einungis einn margra sem fremja glæpi gegn úkraínskum borgurum. Jen Psaki, talskona Bidens, sagði tilnefninguna til marks um að Rússar ætluðu áfram að fremja ódæði gegn almennum borgurum í Úkraínu. Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sýrland Tengdar fréttir Vaktin: Pútín segir Rússa munu ná „göfugum“ markmiðum sínum í Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. 12. apríl 2022 06:54 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Sjá meira
Dvornikov er sextugur og einn reynslumesti herforingi Rússlands. Þá á hann sér umfangsmikla sögu ódæða gegn almennum borgurum í Sýrlandi og víðar. Eins og viðurnefni hans gefur til kynna spilaði Dvornikov stóra rullu í Sýrlandi þar sem sveitir hans hafa verið sakaðar um ýmiskonar stríðsglæpi og mannréttindabrot. Eftir að hafa risið jafnt og þétt í gegnum raðir hersins tók Dvornikov við stjórn herafla Rússlands í Sýrlandi árið 2015. Undir hans stjórn voru Rússar þekktir fyrir að brjóta alla uppreisna á bak aftur og að hluta til með því að jafna borgir við jörðu og markvissum árásum á almenna borgara. Pútín heiðraði Dvornikov árið 2016 með einni æðstu orðu Rússlands. „Fauti“ sem noti tól hryðjuverka James Stavridis, fyrrverandi flotaforingi í Bandaríkjunum, sagði NBC News á sunnudaginn að aðkoma Dvornikov að stríðinu væri til marks um að Pútín teldi að átökin myndu halda áfram í einhverja mánuði eða jafnvel ár. Tilnefningu hans sé ætlað að hræða Úkraínumenn. „Hann er fauti sem Vladimír Pútin kallar til, til að jafna borgir eins og Aleppo í Sýrlandi við jörðu,“ sagði Stavridis. „Hann hefur notað tól hryðjuverka á þessu tímabili og þar á meðal unnið með stjórnarher Sýrlands, notast við pyntingamiðstöðvar, kerfisbundnar nauðganir og taugaeitur. Hann er einn sá allra versti.“ John Kirby, talsmaður varnarmálaráðuneytis Bandaríkjanna, sló á svipaða strengi á dögunum. Hann sagði Dvornikov og hermenn hans hafa alfarið hunsað reglur stríðsreksturs. Hann sagði hersveitir Rússa hafa sýnt mikla grimmd fyrir innrásina í Úkraínu og sú grimmd hafi verið sýnd þar á hverjum degi. Þá sé útlit fyrir að ástandið muni versna enn frekar í austurhluta Úkraínu. Watch: Pentagon spokesperson John Kirby says that #Russia's newly appointed general overseeing #Ukraine, Alexander Dvornikov, has a history of disregarding civilian harm.https://t.co/Nav8s6MpG2 pic.twitter.com/TNFopnKit6— Al Arabiya English (@AlArabiya_Eng) April 12, 2022 Eftir að hafa mistekist að ná Kænugarði og öðrum markmiðum í norðurhluta Úkraínu, hörfuðu rússneskir hermenn af þeim svæðum. Nú ætla Rússar að einbeita sér að austurhluta Úkraínu og Donbas-héraði sérstaklega. Dvornikov hefur farið með stjórn mála þar og var hann hæst settur þeirra þriggja herforingja sem hafa stýrt þremur mismunandi herjum Rússa í Úkraínu. Dvornikov er nú yfir þeim öllum. Enn sem komið er hefur aukin áhersla Rússa á Donbas ekki skilað miklum árangri og hafa varnarlínur Úkraínumanna að mestu haldið. Endurskipulagning Rússa mun þó líklega taka nokkrar vikur. Að því loknu gætu Rússar beint öllum sínum mætti gegn Úkraínumönnum á takmörkuðum svæðum með því markmiði að brjóta sér leið í gegnum varnir þeirra og umkringja hersveitir Úkraínu. Ráðamenn í Bandaríkjunum segja ólíklegt að tilnefning Dvornikov muni hafa markviss áhrif á stríðsrekstur Rússa í Úkraínu. AP fréttaveitan hefur eftir Jake Sullivan, þjóðaröryggisráðgjafa Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, að Dvornikov verði einungis einn margra sem fremja glæpi gegn úkraínskum borgurum. Jen Psaki, talskona Bidens, sagði tilnefninguna til marks um að Rússar ætluðu áfram að fremja ódæði gegn almennum borgurum í Úkraínu.
Úkraína Innrás Rússa í Úkraínu Rússland Hernaður Sýrland Tengdar fréttir Vaktin: Pútín segir Rússa munu ná „göfugum“ markmiðum sínum í Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. 12. apríl 2022 06:54 Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55 Mest lesið Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Erlent Með bílinn fullan af fíkniefnum Innlent Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Innlent Lögreglan með málið til rannsóknar Innlent Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Innlent Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Erlent Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Innlent Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla Innlent Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Erlent Bíll valt eftir flótta undan lögreglu og þrír slösuðust Innlent Fleiri fréttir Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Musk, Thiel og Andrés nefndir í nýjum skjölum Epsteins Ætlar að peppa herforingjana á fundinum fordæmalausa Drónaútgerð?: Þingmaður hefur áhyggjur af rússneskum skipum við Færeyjar Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Sjá meira
Vaktin: Pútín segir Rússa munu ná „göfugum“ markmiðum sínum í Úkraínu Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, sagðist í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi óttast að Rússar myndu beita efnavopnum en fullyrti ekki að þau hefðu verið notuð. Fyrr í gær var því haldið fram að efnavopnasprengja hefði verið látin falla á Maríupól. 12. apríl 2022 06:54
Segja Rússa beita efnavopnum í Maríupol Úkraínsk stjórnvöld hafa sakað Rússaher um að notast við efnavopn við Maríupol, hafnarborg í suðausturhluta landsins. Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna fylgist með málinu en hefur ekki viljað staðfesta fregnir af árásinni. 11. apríl 2022 22:55