Fótbolti

Búast við þrjú þúsund manns á leiknum mikilvæga

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Heimavöllur FK Teplice þar sem leikur Íslands og Tékklands fer fram.
Heimavöllur FK Teplice þar sem leikur Íslands og Tékklands fer fram. vísir/bjarni

Búist er við að þrjú þúsund áhorfendur verði á leik Íslands og Tékklands í undankeppni HM í dag.

Leikurinn fer fram á heimavelli FK Teplice í samnefndri borg. Hann tekur rúmlega átján þúsund manns í sæti.

Ekki þarf að fjölyrða um mikilvægi leiksins. Með sigri í honum komast Íslendingar á topp C-riðils undankeppninnar og verða þar fyrir síðustu tvo leikina í undankeppninni. Ísland þarf þá aðeins fjögur stig í síðustu tveimur leikjunum í undankeppninni til að komast á HM sem verður haldið í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári.

Tékkland verður að vinna til að eiga möguleika á að ná 2. sæti riðilsins og komast þannig í umspil um sæti á HM.

Leikur Íslands og Tékklands hefst klukkan 15:30 og verður í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×