Aukinn arður í þágu þjóðar Rafnar Lárusson skrifar 14. apríl 2022 10:00 Við fjallgöngu virðist brekkan oft æði löng, með tilheyrandi áskorunum. En útsýnið yfir farinn veg er þeim mun ljúfara þegar á áningarstað er komið. Landsvirkjun er einmitt á þeim tímapunkti nú að vörðu er náð. Við erum komin á áningarstað á grænni vegferð þar sem félagið hefur stutt dyggilega við þróun íslensks efnahagslífs. Þaðan sem óhætt er að veita fyrirheit um að léttara verði undir fæti á komandi árum. Aldrei fyrr í rúmlega 55 ára sögu Landsvirkjunar hafa tekjur verið hærri en þær voru á síðasta ári. Fram til 1982 voru tekjur fyrirtækisins undir 1 milljarði kr. árlega, en þá fóru þær að vaxa, hægt og bítandi. Undanfarinn hálfan annan áratug hafa þær svo aukist verulega og í fyrra námu þær yfir 70 milljörðum króna. Eftirspurn eftir raforku tók mikinn kipp eftir heimsfaraldurslægð og ytri skilyrði voru hagstæð að öðru leyti, til dæmis var afurðaverð stærstu viðskiptavina okkar í hæstu hæðum og í sumum tilvikum hefur slíkt bein áhrif á tekjur okkar. Ekki má gleyma því að á árunum 2014-2018 tókum við þrjár nýjar virkjanir í notkun, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareyki og við höfum samið upp á nýtt við marga viðskiptavini okkar ásamt því að fagna nýjum. Straumhvörf í fjármálum Hagnaður af grunnrekstri hefur haldist í hendur við tekjuaukinguna og stigið jafnt og þétt. Á síðasta ári var hann hátt í 30 milljarðar króna. Markviss niðurgreiðsla á lánum og föst tök á rekstrinum hafa styrkt fyrirtækið mjög. Skuldir sem hlutfall af rekstri hafa aldrei verið lægri í sögu fyrirtækisins en í fyrra. Fyrir áratug var Landsvirkjun með lakasta lánshæfismat stóru orkufyrirtækjanna á Norðurlöndum, sem eru reyndar umtalsvert stærri en samt þau sem við viljum helst bera okkur saman við. Núna líta lánardrottnar fyrirtækið allt öðrum augum. Við erum ekki lengur í spákaupmennskuflokki, heldur erum við komin ofar en Fortum í Finnlandi og sitjum nú við hlið Vattenfall í Svíþjóð og Ørsted í Danmörku. Aðeins norska orkufyrirtækið Statkraft er betur sett. Það er líka rétt að taka fram, að Landsvirkjun hefur ekki tekið lán með ríkisábyrgð í rúman áratug. Arður og uppbygging Landspítala Hærri tekjur, meiri hagnaður og lægri skuldir þýða aukinn arð. Áratugum saman greiddi Landsvirkjun engan arð til ríkissjóðs. Allt fé fyrirtækisins var notað í uppbyggingu til lengri tíma. Fyrir nokkrum árum sáum við hins vegar í hvað stefndi og sögðum að það styttist í að Landsvirkjun færi að greiða 10-20 milljarða árlega í arð. Þetta þótti mörgum bjartsýni, enda vorum við á þeim árum á greiða mest um 2 milljarða kr. á ári. En við náðum þessu markmiði og arðurinn fyrir árið 2021 verður 15 milljarðar króna. Við vitum að Landsvirkjun stendur undir slíkum arðgreiðslum í framtíðinni, ef þokkalegt jafnvægi helst í rekstrarumhverfi fyrirtækja, þrátt fyrir að við ætlum að sinna þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er vegna komandi orkuskipta. Þetta er há tala, 15 milljarðar. Til að setja hana í samhengi, þá er vert að benda á að ef nýr Landsspítali kostar um 100 milljarða kr. og tekur um 7-10 ár í byggingu, þá geta arðgreiðslurnar frá Landsvirkjun staðið einar undir byggingu hans. Við hjá Landsvirkjun erum afar sátt við liðið ár, en við horfum ekki lengi um öxl því það eru grænir dalir fram undan. Okkar bíða einstök tækifæri. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér mjög metnaðarfull takmörk í orku- og loftslagsmálum. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná þeim markmiðum, um leið og við höldum áfram að leggja okkar af mörkum til að styðja við íslenskt efnahagslíf. Höldum áfram göngu á grænni vegferð. Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Halldór 27.03.2024 Halldór Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Sjá meira
Við fjallgöngu virðist brekkan oft æði löng, með tilheyrandi áskorunum. En útsýnið yfir farinn veg er þeim mun ljúfara þegar á áningarstað er komið. Landsvirkjun er einmitt á þeim tímapunkti nú að vörðu er náð. Við erum komin á áningarstað á grænni vegferð þar sem félagið hefur stutt dyggilega við þróun íslensks efnahagslífs. Þaðan sem óhætt er að veita fyrirheit um að léttara verði undir fæti á komandi árum. Aldrei fyrr í rúmlega 55 ára sögu Landsvirkjunar hafa tekjur verið hærri en þær voru á síðasta ári. Fram til 1982 voru tekjur fyrirtækisins undir 1 milljarði kr. árlega, en þá fóru þær að vaxa, hægt og bítandi. Undanfarinn hálfan annan áratug hafa þær svo aukist verulega og í fyrra námu þær yfir 70 milljörðum króna. Eftirspurn eftir raforku tók mikinn kipp eftir heimsfaraldurslægð og ytri skilyrði voru hagstæð að öðru leyti, til dæmis var afurðaverð stærstu viðskiptavina okkar í hæstu hæðum og í sumum tilvikum hefur slíkt bein áhrif á tekjur okkar. Ekki má gleyma því að á árunum 2014-2018 tókum við þrjár nýjar virkjanir í notkun, Búðarháls, Búrfell II og Þeistareyki og við höfum samið upp á nýtt við marga viðskiptavini okkar ásamt því að fagna nýjum. Straumhvörf í fjármálum Hagnaður af grunnrekstri hefur haldist í hendur við tekjuaukinguna og stigið jafnt og þétt. Á síðasta ári var hann hátt í 30 milljarðar króna. Markviss niðurgreiðsla á lánum og föst tök á rekstrinum hafa styrkt fyrirtækið mjög. Skuldir sem hlutfall af rekstri hafa aldrei verið lægri í sögu fyrirtækisins en í fyrra. Fyrir áratug var Landsvirkjun með lakasta lánshæfismat stóru orkufyrirtækjanna á Norðurlöndum, sem eru reyndar umtalsvert stærri en samt þau sem við viljum helst bera okkur saman við. Núna líta lánardrottnar fyrirtækið allt öðrum augum. Við erum ekki lengur í spákaupmennskuflokki, heldur erum við komin ofar en Fortum í Finnlandi og sitjum nú við hlið Vattenfall í Svíþjóð og Ørsted í Danmörku. Aðeins norska orkufyrirtækið Statkraft er betur sett. Það er líka rétt að taka fram, að Landsvirkjun hefur ekki tekið lán með ríkisábyrgð í rúman áratug. Arður og uppbygging Landspítala Hærri tekjur, meiri hagnaður og lægri skuldir þýða aukinn arð. Áratugum saman greiddi Landsvirkjun engan arð til ríkissjóðs. Allt fé fyrirtækisins var notað í uppbyggingu til lengri tíma. Fyrir nokkrum árum sáum við hins vegar í hvað stefndi og sögðum að það styttist í að Landsvirkjun færi að greiða 10-20 milljarða árlega í arð. Þetta þótti mörgum bjartsýni, enda vorum við á þeim árum á greiða mest um 2 milljarða kr. á ári. En við náðum þessu markmiði og arðurinn fyrir árið 2021 verður 15 milljarðar króna. Við vitum að Landsvirkjun stendur undir slíkum arðgreiðslum í framtíðinni, ef þokkalegt jafnvægi helst í rekstrarumhverfi fyrirtækja, þrátt fyrir að við ætlum að sinna þeirri uppbyggingu sem nauðsynleg er vegna komandi orkuskipta. Þetta er há tala, 15 milljarðar. Til að setja hana í samhengi, þá er vert að benda á að ef nýr Landsspítali kostar um 100 milljarða kr. og tekur um 7-10 ár í byggingu, þá geta arðgreiðslurnar frá Landsvirkjun staðið einar undir byggingu hans. Við hjá Landsvirkjun erum afar sátt við liðið ár, en við horfum ekki lengi um öxl því það eru grænir dalir fram undan. Okkar bíða einstök tækifæri. Íslensk stjórnvöld hafa sett sér mjög metnaðarfull takmörk í orku- og loftslagsmálum. Við ætlum að gera allt sem í okkar valdi stendur til að ná þeim markmiðum, um leið og við höldum áfram að leggja okkar af mörkum til að styðja við íslenskt efnahagslíf. Höldum áfram göngu á grænni vegferð. Höfundur er framkvæmdastjóri fjármála og upplýsingatækni hjá Landsvirkjun.
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun