Byr í seglin Tinna Traustadóttir skrifar 15. apríl 2022 10:00 Velgengni Landsvirkjunar og viðskiptavina hennar haldast í hendur. Grunnur fyrirtækisins var lagður með fyrstu viðskiptavinunum. Þau sem á undan okkur eru gengin lögðu líka sitt af mörkum með byggingu virkjana og fóru yfir illfæra vegi með rafmagnsstaura, kefli og víra til þess að byggja upp flutningskerfið svo flytja mætti raforkuna. Nú eru stórnotendur raforku orðnir tíu talsins og flóran aldrei verið fjölbreyttari. Stefna Landsvirkjunar kveður á um framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini. Það þýðir þó alls ekki að ekki sé tekist hart á við samningaborðið, enda miklir hagsmunir undir. Að vinna þétt með viðskiptavinum á heldur ekki bara við þegar vel gengur heldur einnig þegar á móti blæs. Mikilvægi þessarar stefnumörkunar sannaði sig á síðasta ári. Aðstæður í upphafi árs 2021 voru krefjandi, lituðust af hruni í eftirspurn og lágu afurðaverði. Mikið reyndi á samvinnu og stuðning við viðskiptavini. Við komumst í gegnum það með lausnum sem hentuðu hverjum og einum. En eins og í öllum góðum samböndum þarf samvinnan að þróast áfram. Við vinnum sífellt að þeirri jafnvægislist. Nýir raforkusamningar við Rio Tinto og Norðurál eru góður vitnisburður um þetta. Þar fundum við nýtt jafnvægi og nýjar leiðir til þess að starfa saman á komandi árum. Samningarnir renna styrkari stoðum undir rekstur viðskiptavinanna og styðja við áform um aukinn virðisauka af starfseminni hér á landi. Við hjá Landsvirkjun erum stoltir stuðningsmenn slíkrar framþróunar. Samvinnan reynist öllum vel Eftir krefjandi tíma tók heldur betur að rofa til. Það birtir nefnilega alltaf til um síðir. Mikill viðsnúningur varð á mörkuðum og verð hækkaði um tugi ef ekki hundruð prósenta. Við slíkar aðstæður þurfum við líka að vera tilbúin að leggja við hlustir og skilja þarfir viðskiptavinanna. Hér gagnast sömu meðul og áður, samvinna og stuðningur. Afrakstur samvinnunnar kemur öllum vel. Eftirspurn eftir raforku vex og hagur viðskiptavina vænkast, þvert á iðngreinar. Nýir raforkusamningar, nýr steypuskáli á Grundartanga og gagnaversiðnaður sem er að slíta barnsskónum. Gagnaverin eru ný kynslóð viðskiptavina en viðskiptamódelið er hið sama og áður, langtíma raforkusamningar og langtíma viðskiptasamband. Vinnsla rafmyntar hefur vissulega hjálpað þessari nýju grein að komast á legg en ekki hefur verið virkjað fyrir slíka starfsemi sem er ekki hluti af sýn gagnaveranna til lengri tíma litið. Raforkuverð til stórnotenda hefur aldrei verið hærra og valdið straumhvörfum í fjárhag Landvirkjunar. Á sama tíma hefur samkeppnishæfni viðskiptavinanna aukist. Fast verðtryggt verð hefur reynst samkeppnishæfast til lengri tíma og sérstaklega núna, þegar orkuverð erlendis hefur margfaldast og sveiflur eru tíðar. Fjölbreyttari heildsölumarkaður Um 20% af raforkunni ratar inn á heildsölumarkað. Lengi vel var viðskiptaumhverfið staðnað en nú hafa þrír nýir aðilar haslað sér þar völl á undanförum árum. Sama staða er því uppi þar og á stórnotendamarkaði, viðskiptavinaflóran hefur aldrei verið fjölbreyttari sem er mikið fagnaðarefni. Töluvert hefur reynt á að þróa fyrirkomulag raforkuviðskipta í takt við breytta tíma. Þróa vöruframboð, auka sveigjanleika í viðskiptum og leggja áherslu á rafrænan þátt viðskiptanna. Þannig leggjum við okkar af mörkum til þess að heilbrigð samkeppni fái þrifist. Með innkomu nýrra aðila á markað hefur samkeppni aukist og raforkuverð til heimila og fyrirtækja lækkað. Aukin samkeppni hefur haft í för með sér að fleiri heimili skipta nú um raforkusala. Það er athyglisvert að lægsta verð til heimila bjóða ný fyrirtæki sem kaupa einungis raforkuna í gegnum heildsölumarkað og eru ekki með eigin vinnslu. En vegferðinni er ekki lokið og við höldum áfram að þróa reksturinn í takt við nýja tíma. Útlitið er bjart en slakt vatnsár hefur sett tímabundið strik í reikninginn. Það er óyndisúrræði að takmarka afhendingu á raforku til viðskiptavina, en þó eðlilegur hluti af rekstri í lokuðu kerfi endurnýjanlegra orkugjafa. Viðskiptavinir okkar fá bæði þakkir og hrós fyrir gott samstarf í þessu tímabundna en erfiða verkefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Landsvirkjun Orkumál Tinna Traustadóttir Mest lesið Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Sjá meira
Velgengni Landsvirkjunar og viðskiptavina hennar haldast í hendur. Grunnur fyrirtækisins var lagður með fyrstu viðskiptavinunum. Þau sem á undan okkur eru gengin lögðu líka sitt af mörkum með byggingu virkjana og fóru yfir illfæra vegi með rafmagnsstaura, kefli og víra til þess að byggja upp flutningskerfið svo flytja mætti raforkuna. Nú eru stórnotendur raforku orðnir tíu talsins og flóran aldrei verið fjölbreyttari. Stefna Landsvirkjunar kveður á um framúrskarandi þjónustu við viðskiptavini. Það þýðir þó alls ekki að ekki sé tekist hart á við samningaborðið, enda miklir hagsmunir undir. Að vinna þétt með viðskiptavinum á heldur ekki bara við þegar vel gengur heldur einnig þegar á móti blæs. Mikilvægi þessarar stefnumörkunar sannaði sig á síðasta ári. Aðstæður í upphafi árs 2021 voru krefjandi, lituðust af hruni í eftirspurn og lágu afurðaverði. Mikið reyndi á samvinnu og stuðning við viðskiptavini. Við komumst í gegnum það með lausnum sem hentuðu hverjum og einum. En eins og í öllum góðum samböndum þarf samvinnan að þróast áfram. Við vinnum sífellt að þeirri jafnvægislist. Nýir raforkusamningar við Rio Tinto og Norðurál eru góður vitnisburður um þetta. Þar fundum við nýtt jafnvægi og nýjar leiðir til þess að starfa saman á komandi árum. Samningarnir renna styrkari stoðum undir rekstur viðskiptavinanna og styðja við áform um aukinn virðisauka af starfseminni hér á landi. Við hjá Landsvirkjun erum stoltir stuðningsmenn slíkrar framþróunar. Samvinnan reynist öllum vel Eftir krefjandi tíma tók heldur betur að rofa til. Það birtir nefnilega alltaf til um síðir. Mikill viðsnúningur varð á mörkuðum og verð hækkaði um tugi ef ekki hundruð prósenta. Við slíkar aðstæður þurfum við líka að vera tilbúin að leggja við hlustir og skilja þarfir viðskiptavinanna. Hér gagnast sömu meðul og áður, samvinna og stuðningur. Afrakstur samvinnunnar kemur öllum vel. Eftirspurn eftir raforku vex og hagur viðskiptavina vænkast, þvert á iðngreinar. Nýir raforkusamningar, nýr steypuskáli á Grundartanga og gagnaversiðnaður sem er að slíta barnsskónum. Gagnaverin eru ný kynslóð viðskiptavina en viðskiptamódelið er hið sama og áður, langtíma raforkusamningar og langtíma viðskiptasamband. Vinnsla rafmyntar hefur vissulega hjálpað þessari nýju grein að komast á legg en ekki hefur verið virkjað fyrir slíka starfsemi sem er ekki hluti af sýn gagnaveranna til lengri tíma litið. Raforkuverð til stórnotenda hefur aldrei verið hærra og valdið straumhvörfum í fjárhag Landvirkjunar. Á sama tíma hefur samkeppnishæfni viðskiptavinanna aukist. Fast verðtryggt verð hefur reynst samkeppnishæfast til lengri tíma og sérstaklega núna, þegar orkuverð erlendis hefur margfaldast og sveiflur eru tíðar. Fjölbreyttari heildsölumarkaður Um 20% af raforkunni ratar inn á heildsölumarkað. Lengi vel var viðskiptaumhverfið staðnað en nú hafa þrír nýir aðilar haslað sér þar völl á undanförum árum. Sama staða er því uppi þar og á stórnotendamarkaði, viðskiptavinaflóran hefur aldrei verið fjölbreyttari sem er mikið fagnaðarefni. Töluvert hefur reynt á að þróa fyrirkomulag raforkuviðskipta í takt við breytta tíma. Þróa vöruframboð, auka sveigjanleika í viðskiptum og leggja áherslu á rafrænan þátt viðskiptanna. Þannig leggjum við okkar af mörkum til þess að heilbrigð samkeppni fái þrifist. Með innkomu nýrra aðila á markað hefur samkeppni aukist og raforkuverð til heimila og fyrirtækja lækkað. Aukin samkeppni hefur haft í för með sér að fleiri heimili skipta nú um raforkusala. Það er athyglisvert að lægsta verð til heimila bjóða ný fyrirtæki sem kaupa einungis raforkuna í gegnum heildsölumarkað og eru ekki með eigin vinnslu. En vegferðinni er ekki lokið og við höldum áfram að þróa reksturinn í takt við nýja tíma. Útlitið er bjart en slakt vatnsár hefur sett tímabundið strik í reikninginn. Það er óyndisúrræði að takmarka afhendingu á raforku til viðskiptavina, en þó eðlilegur hluti af rekstri í lokuðu kerfi endurnýjanlegra orkugjafa. Viðskiptavinir okkar fá bæði þakkir og hrós fyrir gott samstarf í þessu tímabundna en erfiða verkefni. Höfundur er framkvæmdastjóri Sölu og þjónustu hjá Landsvirkjun.
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar