Fyrir okkur og komandi kynslóðir Jóna Bjarnadóttir skrifar 17. apríl 2022 10:00 Græna orkan okkar er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag og hún mun gera okkur Íslendingum kleift að ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda og verða orkusjálfstæð. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið. En munum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skila fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Á sama tíma erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins. Við hjá Landsvirkjun tökum umhverfis- og loftslagsmálin alvarlega og þau eru samþætt allri okkar starfsemi. Endurnýjanlega orkan okkar losar mjög lítið í samanburði við aðra orkukosti. Græn orka telst sú sem losar ekki meira en 100g af gróðurhúsalofttegundum á kílówattstund, en okkar starfsemi losaði í fyrra aðeins 3,6g og hafði þá lækkað um 65% á 15 árum. Ný grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum leggur áherslu á mikilvægi þess að aðgerðir í loftslagsmálum miði að raunverulegum samdrætti innanlands en ekki að flytja losunina úr landi. Við erum stolt af því að árleg losun vegna raforkuvinnslu á heimsvísu er um þrem milljónum tonna lægri en ella af því að viðskiptavinir velja að kaupa hana af okkur frekar en á meginlandi Evrópu. Þrátt fyrir litla losun ætlum við gera enn betur og vinnum markvisst að því að draga enn úr henni. Stærsta verkefnið er 60% samdráttur í losun frá jarðvarmanum sem við munum ná eftir 3 ár. Ábyrg nýting og náttúruvernd Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána á heimsvísu og fyrir orkuskipti í samgöngum á Íslandi. En ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða virkjun og nýtingu auðlinda. Landsvirkjun hefur alltaf lagt ríka áherslu á að rannsaka fjölmarga þætti til að geta spáð fyrir um möguleg áhrif, áður en ákvarðanir eru teknar um nýjar virkjanir. Má þar nefna rennsli og lífríki í ám, góður og dýralíf á landi, farleiðir fugla þar sem góð skilyrði eru fyrir vindorku og svo mætti lengi telja. Niðurstöður hafa hjálpað við að draga úr áhrifum á náttúru landsins á sama tíma og við höfum byggt upp sterka orkuinnviði sem nýtast okkur öllum í dag. Rannsóknir hefjast mörgum árum áður en sjálfar virkjanaframkvæmdirnar verða að veruleika. Og þeim lýkur ekki þegar virkjun er fullbyggð, þá tekur við ítarleg vöktun til framtíðar. Ferðamenn jákvæðir Við höfum að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar allt frá undirbúningi verkefna til reksturs virkjana. Og leggjum mikið upp úr góðu samstarfi við heimamenn eins og góðum granna sæmir. Það er okkar reynsla og reynsla víða í öðrum löndum að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fari vel saman, hvort sem er landgræðsla, rekstur þjóðgarða eða ferðaþjónusta. Viðhorf erlendra ferðamenna til orkuvinnslu á Íslandi er almennt jákvætt. Niðurstöður kannana í Leifsstöð sýna að 97% ferðafólks eru jákvæð gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þrír af hverjum fjórum segja að græna orkan hafi haft jákvæð áhrif á upplifun þeirra af náttúru landsins og eingöngu 1% að hún hafi neikvæð áhrif. Ferðamenn sem sækja starfsvæði okkar heim segjast upplifa náttúrufegurð, víðáttumikið landslag, kyrrð og ró, hvað sem virkjanamannvirkjum og orkuvinnslu líður. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar Við stöndum á tímamótum, við ætlum að hætta að nota bensín og olíu og því er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar. Við hjá Landsvirkjun ætlum áfram að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru samhliða ávinningi til samfélagsins. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Hún er lykilþáttur í að við Íslendingar og heimurinn allur nái að vinna gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Bjarnadóttir Landsvirkjun Orkumál Mest lesið Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Skoðun Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Græna orkan okkar er grundvöllur þeirra lífsgæða sem við búum við í dag og hún mun gera okkur Íslendingum kleift að ná loftslagsmarkmiðum stjórnvalda og verða orkusjálfstæð. Til mikils er að vinna fyrir loftslagið, náttúruna og samfélagið. En munum að flýta okkur hægt og vanda til verka. Við höfum áralanga reynslu af farsælli uppbyggingu og rekstri virkjana sem skila fjölbreyttum ávinningi til samfélagsins. Á sama tíma erum við meðvituð um að virkjun náttúruauðlinda hefur áhrif á náttúru landsins. Við hjá Landsvirkjun tökum umhverfis- og loftslagsmálin alvarlega og þau eru samþætt allri okkar starfsemi. Endurnýjanlega orkan okkar losar mjög lítið í samanburði við aðra orkukosti. Græn orka telst sú sem losar ekki meira en 100g af gróðurhúsalofttegundum á kílówattstund, en okkar starfsemi losaði í fyrra aðeins 3,6g og hafði þá lækkað um 65% á 15 árum. Ný grænbók um stöðu og áskoranir Íslands í orkumálum leggur áherslu á mikilvægi þess að aðgerðir í loftslagsmálum miði að raunverulegum samdrætti innanlands en ekki að flytja losunina úr landi. Við erum stolt af því að árleg losun vegna raforkuvinnslu á heimsvísu er um þrem milljónum tonna lægri en ella af því að viðskiptavinir velja að kaupa hana af okkur frekar en á meginlandi Evrópu. Þrátt fyrir litla losun ætlum við gera enn betur og vinnum markvisst að því að draga enn úr henni. Stærsta verkefnið er 60% samdráttur í losun frá jarðvarmanum sem við munum ná eftir 3 ár. Ábyrg nýting og náttúruvernd Aukin vinnsla endurnýjanlegrar orku er lykilþáttur í baráttunni við loftslagsvána á heimsvísu og fyrir orkuskipti í samgöngum á Íslandi. En ekki má gleyma því að hún hefur áhrif á náttúrufar. Því er mikilvægt að huga að náttúruvernd samhliða virkjun og nýtingu auðlinda. Landsvirkjun hefur alltaf lagt ríka áherslu á að rannsaka fjölmarga þætti til að geta spáð fyrir um möguleg áhrif, áður en ákvarðanir eru teknar um nýjar virkjanir. Má þar nefna rennsli og lífríki í ám, góður og dýralíf á landi, farleiðir fugla þar sem góð skilyrði eru fyrir vindorku og svo mætti lengi telja. Niðurstöður hafa hjálpað við að draga úr áhrifum á náttúru landsins á sama tíma og við höfum byggt upp sterka orkuinnviði sem nýtast okkur öllum í dag. Rannsóknir hefjast mörgum árum áður en sjálfar virkjanaframkvæmdirnar verða að veruleika. Og þeim lýkur ekki þegar virkjun er fullbyggð, þá tekur við ítarleg vöktun til framtíðar. Ferðamenn jákvæðir Við höfum að leiðarljósi að nærsamfélag njóti ávinnings af starfsemi okkar allt frá undirbúningi verkefna til reksturs virkjana. Og leggjum mikið upp úr góðu samstarfi við heimamenn eins og góðum granna sæmir. Það er okkar reynsla og reynsla víða í öðrum löndum að orkuvinnsla og fjölbreytt önnur landnýting fari vel saman, hvort sem er landgræðsla, rekstur þjóðgarða eða ferðaþjónusta. Viðhorf erlendra ferðamenna til orkuvinnslu á Íslandi er almennt jákvætt. Niðurstöður kannana í Leifsstöð sýna að 97% ferðafólks eru jákvæð gagnvart endurnýjanlegum orkugjöfum á Íslandi. Þrír af hverjum fjórum segja að græna orkan hafi haft jákvæð áhrif á upplifun þeirra af náttúru landsins og eingöngu 1% að hún hafi neikvæð áhrif. Ferðamenn sem sækja starfsvæði okkar heim segjast upplifa náttúrufegurð, víðáttumikið landslag, kyrrð og ró, hvað sem virkjanamannvirkjum og orkuvinnslu líður. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar Við stöndum á tímamótum, við ætlum að hætta að nota bensín og olíu og því er óumflýjanlegt að reisa nýjar virkjanir. Græna orkan skapar tækifæri til framtíðar. Við hjá Landsvirkjun ætlum áfram að vanda vel til verka og huga að áhrifum á náttúru samhliða ávinningi til samfélagsins. Græna orkan okkar er grundvöllur fyrir þeim lífsgæðum sem við búum við í dag og verður það áfram fyrir komandi kynslóðir. Hún er lykilþáttur í að við Íslendingar og heimurinn allur nái að vinna gegn loftslagsbreytingum. Höfundur er framkvæmdastjóri Samfélags og umhverfis hjá Landsvirkjun.
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson Skoðun