Lausnir fyrir bráðamóttökuna Guðbjörg Pálsdóttir skrifar 12. apríl 2022 14:30 Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. Anna G. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem hefur starfað á bráðamóttökunni í áratug, sagði í kvöldfréttum RÚV fyrir helgi að starfsfólk sér að þetta ástand er hreinlega ekki hægt. Forstjóri Landspítala tók undir þessar áhyggjur, það er gott að vita til þess að við séum öll á sömu blaðsíðu. Hjúkrunarfræðingar geta ekki tryggt öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þetta er ekkert nýtt, það er búið að vara við þessu lengi. Við erum með skýrslur mörg ár aftur í tímann sem hafa bent á vandann. Það eru lausnir í boði. Það sem hægt er að gera strax til að halda utan um þá sem eftir standa er að fá skriflega staðfestingu frá stjórnvöldum að ef það koma upp alvarleg atvik sem rekja megi til kerfisbundinna þátta þá liggi ábyrgðin hjá þeim en ekki hjá hjúkrunarfræðingum. Þetta getur hins vegar ekki verið varanleg lausn enda ekki víst að hún haldi ef látið er á hana reyna þar sem lagarammanum þarf að breyta svo þannig verði. Við erum núna að bíða eftir niðurstöðum starfshóps ráðherra sem er að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks þegar kemur að tilkynningum og rannsóknum á alvarlegum atvikum. Ég fagna því að ráðherra hafi tekið þetta mál upp að nýju. Starfshópurinn þarf að vinna fljótt og vel og ég bind miklar vonir við að það finnist varanleg lausn. Langtímaverkefnið, sem verður að leysa til að við komumst upp úr þessum hjólförum, er að laga kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Það sjá það allir að það er eitthvað að þegar það vantar að manna tuttugu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Við vitum öll ástæðuna, það er álagið og kjörin sem eru ekki í samræmi við það. Við erum að tala um háskólamenntað fólk með mikla þekkingu sem bjargar mannslífum og sinnir landsmönnum á þeirra oft erfiðustu stundum. Kjör þeirra verða að vera í samræmi við ábyrgð og álag. Landspítali er ekki eini staðurinn innan heilbrigðiskerfisins sem staðan fer sífellt versnandi. Það má heyra álíka stöðu frá hjúkrunarheimilum og öðrum heilbrigðisstofnunum þar sem ástandið er líka slæmt og er ekkert að skána. Eftir hverju er verið að bíða? Getum við staðið mikið lengur og horft á hvernig þróunin heldur áfram í kolranga átt og séð hvernig ástandið bara versnar? Það þarf að borga hjúkrunarfræðingum samkeppnishæf laun og eyða þessum kynbundna launamun sem ríkir hér á landi. Stéttin er að eldast á sama tíma og þjóðin er að eldast. Við viljum ekki þurfa að kveikja á kvöldfréttunum eftir nokkur ár og heyra að það vanti í fjörutíu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Ég skora á ráðherra að binda þannig um hnútana að það verði ásókn í að sinna þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Linkar: https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/astand-a-bradamottoku-thad-versta-i-aratug-segir-fagfolk https://www.ruv.is/frett/2022/04/07/ofremdarastand-vegna-ohoflegra-verkefna-spitalans Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbjörg Pálsdóttir Landspítalinn Heilbrigðismál Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það vantar hjúkrunarfræðinga í tuttugu stöðugildi á stærstu bráðamóttöku landsins. Við erum að horfa upp á það að bráðamóttakan getur ekki sinnt því hlutverki sem hún á að sinna í þjóðfélaginu vegna álags á hjúkrunarfræðinga. Anna G. Gunnarsdóttir, hjúkrunarfræðingur sem hefur starfað á bráðamóttökunni í áratug, sagði í kvöldfréttum RÚV fyrir helgi að starfsfólk sér að þetta ástand er hreinlega ekki hægt. Forstjóri Landspítala tók undir þessar áhyggjur, það er gott að vita til þess að við séum öll á sömu blaðsíðu. Hjúkrunarfræðingar geta ekki tryggt öryggi sjúklinga við þessar aðstæður. Þetta er ekkert nýtt, það er búið að vara við þessu lengi. Við erum með skýrslur mörg ár aftur í tímann sem hafa bent á vandann. Það eru lausnir í boði. Það sem hægt er að gera strax til að halda utan um þá sem eftir standa er að fá skriflega staðfestingu frá stjórnvöldum að ef það koma upp alvarleg atvik sem rekja megi til kerfisbundinna þátta þá liggi ábyrgðin hjá þeim en ekki hjá hjúkrunarfræðingum. Þetta getur hins vegar ekki verið varanleg lausn enda ekki víst að hún haldi ef látið er á hana reyna þar sem lagarammanum þarf að breyta svo þannig verði. Við erum núna að bíða eftir niðurstöðum starfshóps ráðherra sem er að skoða réttarstöðu heilbrigðisstarfsfólks þegar kemur að tilkynningum og rannsóknum á alvarlegum atvikum. Ég fagna því að ráðherra hafi tekið þetta mál upp að nýju. Starfshópurinn þarf að vinna fljótt og vel og ég bind miklar vonir við að það finnist varanleg lausn. Langtímaverkefnið, sem verður að leysa til að við komumst upp úr þessum hjólförum, er að laga kjör og starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga. Það sjá það allir að það er eitthvað að þegar það vantar að manna tuttugu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Við vitum öll ástæðuna, það er álagið og kjörin sem eru ekki í samræmi við það. Við erum að tala um háskólamenntað fólk með mikla þekkingu sem bjargar mannslífum og sinnir landsmönnum á þeirra oft erfiðustu stundum. Kjör þeirra verða að vera í samræmi við ábyrgð og álag. Landspítali er ekki eini staðurinn innan heilbrigðiskerfisins sem staðan fer sífellt versnandi. Það má heyra álíka stöðu frá hjúkrunarheimilum og öðrum heilbrigðisstofnunum þar sem ástandið er líka slæmt og er ekkert að skána. Eftir hverju er verið að bíða? Getum við staðið mikið lengur og horft á hvernig þróunin heldur áfram í kolranga átt og séð hvernig ástandið bara versnar? Það þarf að borga hjúkrunarfræðingum samkeppnishæf laun og eyða þessum kynbundna launamun sem ríkir hér á landi. Stéttin er að eldast á sama tíma og þjóðin er að eldast. Við viljum ekki þurfa að kveikja á kvöldfréttunum eftir nokkur ár og heyra að það vanti í fjörutíu stöðugildi hjúkrunarfræðinga á bráðamóttöku. Ég skora á ráðherra að binda þannig um hnútana að það verði ásókn í að sinna þeim sem mest þurfa á hjálpinni að halda. Höfundur er formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Linkar: https://www.ruv.is/frett/2022/04/06/astand-a-bradamottoku-thad-versta-i-aratug-segir-fagfolk https://www.ruv.is/frett/2022/04/07/ofremdarastand-vegna-ohoflegra-verkefna-spitalans
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar