Fótbolti

Allt klárt í Teplice fyrir stórleikinn

Sindri Sverrisson skrifar
Stelpurnar okkar eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik í dag.
Stelpurnar okkar eiga fyrir höndum afar mikilvægan leik í dag. vísir/hulda margrét

Íslenska landsliðið er mætt á leikvanginn í Teplice þar sem framundan er stórleikurinn við Tékkland í undankeppni HM.

Ingvi Þór Sæmundsson, blaðamaður Vísis og Stöðvar 2, er á staðnum og mun fjalla um leikinn mikilvæga á báðum miðlum í dag.

Klippa: Íslenska liðið mætt á völlinn

Ísland kemst á topp C-riðils með sigri í leiknum og getur sömuleiðis með sigri skilið Tékkland eftir í baráttunni um HM-sæti. Með sigri gæti Íslandi dugað að ná jafntefli gegn Hollandi í september til að vinna riðilinn og komast beint á HM, en liðið í 2. sæti fer í umspil.

Það er allt klárt í Teplice og hægt er að fylgjast með beinni textalýsingu hér á Vísi:




Fleiri fréttir

Sjá meira


×