Fótbolti

Þýskir aðdáendur Íslands ferðuðust á leikinn í Teplice

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Aðdáendur Íslands sem ferðuðust alla leið frá Klingenthal í Þýskalandi.
Aðdáendur Íslands sem ferðuðust alla leið frá Klingenthal í Þýskalandi. vísir/bjarni

Þeir eru ekki margir stuðningsmenn Íslands í stúkunni á Teplice leikvanginum þar sem Íslendingar og Tékkar eigast við í undankeppni HM.

Íslenska liðið fær hins vegar stuðning úr óvæntri átt, frá þýskum aðdáendum þess sem gerðu sér ferð á leikinn frá borginni Klingenthal sem er á landamærum Þýskalands og Tékklands og um 150 kílómetra frá Teplice.

Um þrjú þúsund manns eru á leiknum sem er gríðarlega mikilvægur í baráttunni um að komast á HM.

Leikurinn hófst klukkan 15:30 og er í beinni textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×