Að vinna frítt Guðrún Lilja Sigurðardóttir skrifar 12. apríl 2022 16:01 Vinir fá flotta viðskiptahugmynd. Vinir framkvæma hana og hljóta lof fyrir. Fjár er aflað til að reka verkefnið áfram og verkefnið fer að skila tekjum. Einhvers staðar á leiðinni syrtir í álinn. Úps. Það er kominn ágreiningur. Hvað þá? Hver átti hugmyndina? Hver á réttinn? Hver ber ábyrgðina? Hvert eiga peningarnir að fara? Var einhver sem fékk ekki greitt? Var einhver að brjóta samkomulag? Samfélagið okkar er á margan hátt frábært. Við búum við tjáningarfrelsi, við höfum greiðan aðgang að tækni og þekkingu, við höfum opinberan vettvang til þess að tjá skoðanir okkar til allra sem vilja hlusta og miðla efni til samborgara okkar án ritskoðunar eða afskipta. Sem betur fer eru margir sem nýta sér þessi tækifæri og sjá okkur hinum fyrir afþreyingarefni á ýmsu formi, meðal annars formi hlaðvarpa um allt milli himins og jarðar. Það er ekki óalgengt að hlaðvörp séu framleidd í samstarfi tveggja eða fleiri einstaklinga, sem jafnvel eiga í vina- eða kunningjasambandi og deila áhuga á viðfangsefninu. Þetta á ekki bara við um hlaðvörp og getur átt við um hvers konar rekstur sem fólk tekur sér fyrir hendur. Atburðir síðustu daga og vikna vöktu undirritaða hins vegar til umhugsunar um stöðu vina og kunningja sem framleiða hlaðvörp í sameiningu, sem varð kveikjan að þessum stutta pistli. Það er gömul saga og ný að samstarf sem fór vel af stað í upphafi getur lent á vegg. Þá geta góð ráð verið dýr. Mjög dýr. Nafnið þitt getur legið að veði og orðstír. Jafnvel líka fjárhagslegir hagsmunir. Í gleðikastinu sem fylgir eftirvæntingunni og velgengninni gleymdist að setja niður formsatriðin. Það vildi enginn eyðileggja stemmninguna, rugga bátnum. Allir héldu að þeir væru sammála – það var bara ekkert búið að ræða það. Það er líka svo óþægilegt að ræða um peninga og svona. Á Íslandi eru munnlegir samningar jafngildir skriflegum, en sönnunarstaðan er erfið. Orð gegn orði. Kröfur tapast. Einhver endar kannski með því að þurfa að gefa vinnuna sína. Við upphaf viðskiptasambands er ráðlegt, eiginlega nauðsynlegt, að gera skriflegan samning um formsatriðin, sem hægt er að stóla á ef á reynir. Jafnvel þótt aldrei reyni á, þá geta aðilar sambandsins að minnsta kosti gengið að þeim viðskiptaskilmálum sem um samstarfið gilda vísum. Þau eru fjölmörg sem hlusta á hlaðvarp í göngutúr, í ræktinni, í búðinni, í bílnum, í vinnunni, við húsverkin og þannig mætti lengi telja. Þarna varð til nýr vettvangur fyrir auglýsingar, því allt kostar þetta jú peninga og einhver þarf að borga. Það er ekki síður mikilvægt fyrir auglýsendur, sem tengja nöfn fyrirtækis síns eða vörumerki við tiltekna hlaðvarpsþætti, að geta tryggt hagsmuni sína ef á reynir. Ekki vera feimin við að setja formsatriðin niður á blað. Ef þið gætið ekki ykkar hagsmuna, þá gerir það enginn annar. Það er engin skömm af því að gera þær kröfur til sjálfs sín og annarra sem með manni starfa að hafa þessa hluti uppi á borði. Það ætla allir að vera alltaf vinir, en eins og flestir vita ganga slík plön ekki alltaf eftir og þá er gott að hafa gætt að þessum hlutum strax frá upphafi. Dæmin sýna að þótt samningagerð í upphafi kunni að fylgja einhver kostnaður, þá getur það margborgað sig síðar, ef á reynir. Höfundur er lögmaður á LEX lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Fjölmiðlar Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Vinir fá flotta viðskiptahugmynd. Vinir framkvæma hana og hljóta lof fyrir. Fjár er aflað til að reka verkefnið áfram og verkefnið fer að skila tekjum. Einhvers staðar á leiðinni syrtir í álinn. Úps. Það er kominn ágreiningur. Hvað þá? Hver átti hugmyndina? Hver á réttinn? Hver ber ábyrgðina? Hvert eiga peningarnir að fara? Var einhver sem fékk ekki greitt? Var einhver að brjóta samkomulag? Samfélagið okkar er á margan hátt frábært. Við búum við tjáningarfrelsi, við höfum greiðan aðgang að tækni og þekkingu, við höfum opinberan vettvang til þess að tjá skoðanir okkar til allra sem vilja hlusta og miðla efni til samborgara okkar án ritskoðunar eða afskipta. Sem betur fer eru margir sem nýta sér þessi tækifæri og sjá okkur hinum fyrir afþreyingarefni á ýmsu formi, meðal annars formi hlaðvarpa um allt milli himins og jarðar. Það er ekki óalgengt að hlaðvörp séu framleidd í samstarfi tveggja eða fleiri einstaklinga, sem jafnvel eiga í vina- eða kunningjasambandi og deila áhuga á viðfangsefninu. Þetta á ekki bara við um hlaðvörp og getur átt við um hvers konar rekstur sem fólk tekur sér fyrir hendur. Atburðir síðustu daga og vikna vöktu undirritaða hins vegar til umhugsunar um stöðu vina og kunningja sem framleiða hlaðvörp í sameiningu, sem varð kveikjan að þessum stutta pistli. Það er gömul saga og ný að samstarf sem fór vel af stað í upphafi getur lent á vegg. Þá geta góð ráð verið dýr. Mjög dýr. Nafnið þitt getur legið að veði og orðstír. Jafnvel líka fjárhagslegir hagsmunir. Í gleðikastinu sem fylgir eftirvæntingunni og velgengninni gleymdist að setja niður formsatriðin. Það vildi enginn eyðileggja stemmninguna, rugga bátnum. Allir héldu að þeir væru sammála – það var bara ekkert búið að ræða það. Það er líka svo óþægilegt að ræða um peninga og svona. Á Íslandi eru munnlegir samningar jafngildir skriflegum, en sönnunarstaðan er erfið. Orð gegn orði. Kröfur tapast. Einhver endar kannski með því að þurfa að gefa vinnuna sína. Við upphaf viðskiptasambands er ráðlegt, eiginlega nauðsynlegt, að gera skriflegan samning um formsatriðin, sem hægt er að stóla á ef á reynir. Jafnvel þótt aldrei reyni á, þá geta aðilar sambandsins að minnsta kosti gengið að þeim viðskiptaskilmálum sem um samstarfið gilda vísum. Þau eru fjölmörg sem hlusta á hlaðvarp í göngutúr, í ræktinni, í búðinni, í bílnum, í vinnunni, við húsverkin og þannig mætti lengi telja. Þarna varð til nýr vettvangur fyrir auglýsingar, því allt kostar þetta jú peninga og einhver þarf að borga. Það er ekki síður mikilvægt fyrir auglýsendur, sem tengja nöfn fyrirtækis síns eða vörumerki við tiltekna hlaðvarpsþætti, að geta tryggt hagsmuni sína ef á reynir. Ekki vera feimin við að setja formsatriðin niður á blað. Ef þið gætið ekki ykkar hagsmuna, þá gerir það enginn annar. Það er engin skömm af því að gera þær kröfur til sjálfs sín og annarra sem með manni starfa að hafa þessa hluti uppi á borði. Það ætla allir að vera alltaf vinir, en eins og flestir vita ganga slík plön ekki alltaf eftir og þá er gott að hafa gætt að þessum hlutum strax frá upphafi. Dæmin sýna að þótt samningagerð í upphafi kunni að fylgja einhver kostnaður, þá getur það margborgað sig síðar, ef á reynir. Höfundur er lögmaður á LEX lögmannsstofu.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun