Að vinna frítt Guðrún Lilja Sigurðardóttir skrifar 12. apríl 2022 16:01 Vinir fá flotta viðskiptahugmynd. Vinir framkvæma hana og hljóta lof fyrir. Fjár er aflað til að reka verkefnið áfram og verkefnið fer að skila tekjum. Einhvers staðar á leiðinni syrtir í álinn. Úps. Það er kominn ágreiningur. Hvað þá? Hver átti hugmyndina? Hver á réttinn? Hver ber ábyrgðina? Hvert eiga peningarnir að fara? Var einhver sem fékk ekki greitt? Var einhver að brjóta samkomulag? Samfélagið okkar er á margan hátt frábært. Við búum við tjáningarfrelsi, við höfum greiðan aðgang að tækni og þekkingu, við höfum opinberan vettvang til þess að tjá skoðanir okkar til allra sem vilja hlusta og miðla efni til samborgara okkar án ritskoðunar eða afskipta. Sem betur fer eru margir sem nýta sér þessi tækifæri og sjá okkur hinum fyrir afþreyingarefni á ýmsu formi, meðal annars formi hlaðvarpa um allt milli himins og jarðar. Það er ekki óalgengt að hlaðvörp séu framleidd í samstarfi tveggja eða fleiri einstaklinga, sem jafnvel eiga í vina- eða kunningjasambandi og deila áhuga á viðfangsefninu. Þetta á ekki bara við um hlaðvörp og getur átt við um hvers konar rekstur sem fólk tekur sér fyrir hendur. Atburðir síðustu daga og vikna vöktu undirritaða hins vegar til umhugsunar um stöðu vina og kunningja sem framleiða hlaðvörp í sameiningu, sem varð kveikjan að þessum stutta pistli. Það er gömul saga og ný að samstarf sem fór vel af stað í upphafi getur lent á vegg. Þá geta góð ráð verið dýr. Mjög dýr. Nafnið þitt getur legið að veði og orðstír. Jafnvel líka fjárhagslegir hagsmunir. Í gleðikastinu sem fylgir eftirvæntingunni og velgengninni gleymdist að setja niður formsatriðin. Það vildi enginn eyðileggja stemmninguna, rugga bátnum. Allir héldu að þeir væru sammála – það var bara ekkert búið að ræða það. Það er líka svo óþægilegt að ræða um peninga og svona. Á Íslandi eru munnlegir samningar jafngildir skriflegum, en sönnunarstaðan er erfið. Orð gegn orði. Kröfur tapast. Einhver endar kannski með því að þurfa að gefa vinnuna sína. Við upphaf viðskiptasambands er ráðlegt, eiginlega nauðsynlegt, að gera skriflegan samning um formsatriðin, sem hægt er að stóla á ef á reynir. Jafnvel þótt aldrei reyni á, þá geta aðilar sambandsins að minnsta kosti gengið að þeim viðskiptaskilmálum sem um samstarfið gilda vísum. Þau eru fjölmörg sem hlusta á hlaðvarp í göngutúr, í ræktinni, í búðinni, í bílnum, í vinnunni, við húsverkin og þannig mætti lengi telja. Þarna varð til nýr vettvangur fyrir auglýsingar, því allt kostar þetta jú peninga og einhver þarf að borga. Það er ekki síður mikilvægt fyrir auglýsendur, sem tengja nöfn fyrirtækis síns eða vörumerki við tiltekna hlaðvarpsþætti, að geta tryggt hagsmuni sína ef á reynir. Ekki vera feimin við að setja formsatriðin niður á blað. Ef þið gætið ekki ykkar hagsmuna, þá gerir það enginn annar. Það er engin skömm af því að gera þær kröfur til sjálfs sín og annarra sem með manni starfa að hafa þessa hluti uppi á borði. Það ætla allir að vera alltaf vinir, en eins og flestir vita ganga slík plön ekki alltaf eftir og þá er gott að hafa gætt að þessum hlutum strax frá upphafi. Dæmin sýna að þótt samningagerð í upphafi kunni að fylgja einhver kostnaður, þá getur það margborgað sig síðar, ef á reynir. Höfundur er lögmaður á LEX lögmannsstofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Fjölmiðlar Mest lesið Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir Skoðun Fokk jú Austurland Kristján Ingimarsson Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Halldór 06.12.25 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Jöfn tækifæri fyrir börn í borginni Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Stöndum vörð um mannréttindi Margrét María Sigurðardóttir skrifar Skoðun Reynsla úr heimi endurhæfingar nýtist víðar Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar Skoðun „Enginn öruggur staður á netinu“ Unnur Ágústsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar Skoðun Er þín fasteign útsett fyrir loftslagsbreytingum og náttúruvá? Kristján Andrésson skrifar Skoðun Kosningin í stjórn RÚV á morgun mun aldrei gleymast Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Um lifandi tónlist í leikhúsi Þórdís Gerður Jónsdóttir skrifar Skoðun Mikilvæg innspýting fyrir þekkingarsamfélagið Logi Einarsson skrifar Skoðun Hafa þjófar meiri rétt? Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hafnarfjarðarbær: þjónustustofnun eða valdakerfi? Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Breytt forgangsröðun jarðganga Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Gerendur fá frípassa í ofbeldismálum Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ferðasjóður íþróttafélaga hækkaður um 100 milljónir Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Alvöru árangur áfram og ekkert stopp Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Göfug orkuskipti í orði - öfug orkuskipti í verki Þrándur Sigurjón Ólafsson skrifar Skoðun Hver á að kenna börnunum í Kópavogi í framtíðinni? Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Konur sem þögðu, kynslóð sem aldrei fékk sviðið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Skinka og sígarettur Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Skamm! (-sýni) Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Fatlað fólk er miklu meira en tölur í excel skjali Ágústa Arna Sigurdórsdóttir skrifar Skoðun Hvað er að marka ríkisstjórn sem segir eitt en gerir annað? Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Þegar fjárlögin vinna gegn markmiðinu Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur öryrkja sem eru búsettir erlendis Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ísland hafnar mótorhjólum Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Skýrslufargan: mikið skrifað, lítið lesið og lítið gert Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Álafosskvos – verndarsvæði í byggð Regína Ásvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Vinir fá flotta viðskiptahugmynd. Vinir framkvæma hana og hljóta lof fyrir. Fjár er aflað til að reka verkefnið áfram og verkefnið fer að skila tekjum. Einhvers staðar á leiðinni syrtir í álinn. Úps. Það er kominn ágreiningur. Hvað þá? Hver átti hugmyndina? Hver á réttinn? Hver ber ábyrgðina? Hvert eiga peningarnir að fara? Var einhver sem fékk ekki greitt? Var einhver að brjóta samkomulag? Samfélagið okkar er á margan hátt frábært. Við búum við tjáningarfrelsi, við höfum greiðan aðgang að tækni og þekkingu, við höfum opinberan vettvang til þess að tjá skoðanir okkar til allra sem vilja hlusta og miðla efni til samborgara okkar án ritskoðunar eða afskipta. Sem betur fer eru margir sem nýta sér þessi tækifæri og sjá okkur hinum fyrir afþreyingarefni á ýmsu formi, meðal annars formi hlaðvarpa um allt milli himins og jarðar. Það er ekki óalgengt að hlaðvörp séu framleidd í samstarfi tveggja eða fleiri einstaklinga, sem jafnvel eiga í vina- eða kunningjasambandi og deila áhuga á viðfangsefninu. Þetta á ekki bara við um hlaðvörp og getur átt við um hvers konar rekstur sem fólk tekur sér fyrir hendur. Atburðir síðustu daga og vikna vöktu undirritaða hins vegar til umhugsunar um stöðu vina og kunningja sem framleiða hlaðvörp í sameiningu, sem varð kveikjan að þessum stutta pistli. Það er gömul saga og ný að samstarf sem fór vel af stað í upphafi getur lent á vegg. Þá geta góð ráð verið dýr. Mjög dýr. Nafnið þitt getur legið að veði og orðstír. Jafnvel líka fjárhagslegir hagsmunir. Í gleðikastinu sem fylgir eftirvæntingunni og velgengninni gleymdist að setja niður formsatriðin. Það vildi enginn eyðileggja stemmninguna, rugga bátnum. Allir héldu að þeir væru sammála – það var bara ekkert búið að ræða það. Það er líka svo óþægilegt að ræða um peninga og svona. Á Íslandi eru munnlegir samningar jafngildir skriflegum, en sönnunarstaðan er erfið. Orð gegn orði. Kröfur tapast. Einhver endar kannski með því að þurfa að gefa vinnuna sína. Við upphaf viðskiptasambands er ráðlegt, eiginlega nauðsynlegt, að gera skriflegan samning um formsatriðin, sem hægt er að stóla á ef á reynir. Jafnvel þótt aldrei reyni á, þá geta aðilar sambandsins að minnsta kosti gengið að þeim viðskiptaskilmálum sem um samstarfið gilda vísum. Þau eru fjölmörg sem hlusta á hlaðvarp í göngutúr, í ræktinni, í búðinni, í bílnum, í vinnunni, við húsverkin og þannig mætti lengi telja. Þarna varð til nýr vettvangur fyrir auglýsingar, því allt kostar þetta jú peninga og einhver þarf að borga. Það er ekki síður mikilvægt fyrir auglýsendur, sem tengja nöfn fyrirtækis síns eða vörumerki við tiltekna hlaðvarpsþætti, að geta tryggt hagsmuni sína ef á reynir. Ekki vera feimin við að setja formsatriðin niður á blað. Ef þið gætið ekki ykkar hagsmuna, þá gerir það enginn annar. Það er engin skömm af því að gera þær kröfur til sjálfs sín og annarra sem með manni starfa að hafa þessa hluti uppi á borði. Það ætla allir að vera alltaf vinir, en eins og flestir vita ganga slík plön ekki alltaf eftir og þá er gott að hafa gætt að þessum hlutum strax frá upphafi. Dæmin sýna að þótt samningagerð í upphafi kunni að fylgja einhver kostnaður, þá getur það margborgað sig síðar, ef á reynir. Höfundur er lögmaður á LEX lögmannsstofu.
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Getur heilbrigðisþjónusta verið á heimsmælikvarða án nýrra krabbameinslyfja? Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Brýn þörf á heildstæðum lausnum fyrir heilbrigðisþjónustu á Norðurlandi Sunna Hlín Jóhannesdóttir skrifar
Tómstundafræðingar gegn varðhaldsbúðum Andrea Rói Sigurbjörns,Ása Kristín Einarsdóttir,Elí Hörpu- og Önundarbur,Maríanna Wathne Kristjánsdóttir,Valgeir Þór Jakobsson,Þórhildur Elínardóttir Magnúsdóttir Skoðun