Skjótfenginn gróði í boði íslensks almennings Kristrún Frostadóttir skrifar 12. apríl 2022 16:30 Í viðtali að morgni Íslandsbankaútboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Nú hafa birst gögn sem benda til þess að af þeim rúmlega 200 fjárfestum sem keyptu í útboðinu hafi um 130 aðilar einmitt komið inn aðeins fyrir skjótfenginn gróða. Þessir 130 aðilar fengu úthlutað 35% af hlutunum sem til sölu voru á afslætti. Biðu í örfáa sólarhringa og seldu sig svo út úr bankanum. Hagnaður þessara fjárfesta var líklega um 1,5 milljarður króna miðað við verð bréfanna frá útboðinu. Líkur eru á því að flestir þeirra hafi ekki þurft að leggja fram sjálfir nema brot upphæðarinnar sem tryggingu og ávöxtun þeirra því ævintýraleg. Grunur vaknaði að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera þegar upplýsingar um viðskipti innherja bárust stuttu eftir útboðið. Þar voru einstaklingar að kaupa fyrir lágar upphæðir, þrátt fyrir að rökin fyrir slíkum afslætti væru að laða að aðila sem tækju á sig markaðsáhættu með því að kaupa stóran hlut í bankanum. Spurningar voru spurðar um hversu margir slíkir aðilar hefðu fengið að fljóta með í útboðinu. Listinn var loks birtur í síðustu viku. Nú hefur birst uppfærður listi þar sem fram kemur að yfirgnæfandi hluti þeirra fjárfesta sem keyptu fyrir lágar upphæðir hafa selt. Sömu sögu er að segja af erlendum sjóðum sem tóku jafnframt snúning á ríkiseigninni í fyrsta útboðinu – og var boðin þátttaka á ný. Allt kvittað upp á af Bankasýslunni og fjármálaráðherra sem samþykkir söluna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur varið fjármálaráðherra frá fyrsta degi þrátt fyrir að ýmsir misbrestir hafi nú þegar verið staðfestir. Spákaupmenn selja lífeyrissjóðunum (íslenskum almenningi) bréfin til baka á hærra verði Það sem vekur athygli er hverjir hafa keypt þessi bréf sem seld voru á dögunum eftir útboðið með skjótfengnum gróða. Það eru stofnanafjárfestarnir sem stór hluti þjóðarinnar taldi að ættu að vera aðalfjárfestarnir í þessu útboði. Lífeyrissjóðir, tryggingafélög og verðbréfasjóðir sem fjárfesta til langs tíma. Þessir fjárfestar virðast hafa keypt ígildi 45% af þeim hlutum sem skammtíma fjárfestarnir seldu. Samkvæmt þessum gögnum virðist atburðarásin eftirfarandi: Fjármálaráðherra og Bankasýslan gefa nokkrum fjármálafyrirtækjum frítt spil til að bjóða viðskiptavinum á sínum hringilista tækifæri til að taka snúning á eign almennings með skjótfengnum gróða. Fjármálafyrirtækin fá greitt fyrir þann snúning með almannafé. Háar þóknanir úr samræmi við það sem gengur og gerist á íslenskum fjármálamarkaði. Til að gera þessum fjárfestum kleift að taka snúning voru langtímafjárfestar skornir niður í útboðinu, fengu ekki það magn af hlutum sem þeir sóttust eftir. Fjármálafyrirtækin selja svo lífeyrisjóðunum, í eigu almennings, hlutina eftir útboðið á enn hærra verði. Og þiggja aftur fyrir það þóknanir. Ekkert sem fjármálaráðherra eða Bankasýslan hafa sagt á undanförnum dögum stenst nú. Þessi gögn staðfesta að lífeyrissjóðir og aðrir langtímastofnanafjárfestar voru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir hlutina í Íslandsbanka en meðalverðið var í útboðinu. Enda keyptu þessir aðilar umrædda hluti síðar meir á enn hærra gengi af spákaupmönnum. Rök um dreift eignarhald sem réttlættu að skera niður tilboð lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta halda heldur ekki vatni. Enda entist dreifða eignarhaldið í örfáa daga. Virðingarleysið við íslenskan almenning er fullkomið í þessu ferli. Fjármálaráðherra stendur ekki vörð um almannahagsmuni og hefur kvittað upp á gjafagjörning til fjármálafyrirtækja og auðugra einstaklinga með aðgang að rétta miðlaranum. Bankasýslan hefur sýnt fram á gagnsleysi sitt í ferli sem átti að vera gagnsætt og traust. Fjármálaeftirlitið þarf að rannsaka fjárfestingar starfsmanna og eigenda fjármálafyrirtækja í þessu útboði á eign almennings. Rannsóknarnefnd þarf að skipa strax til að skoða söluna. Fyrri hluti sölunnar á Íslandsbanka skoðast nú líka í öðru ljósi fyrst svona fór í þetta skiptið – hvað hefur verið í gangi? Þetta söluferli er áfall fyrir íslenskan fjármálamarkað, íslenskt samfélag og risastór áfellisdómur yfir fjármálaráðherra – sem forsætisráðherra hefur stutt við bakið á í öllu þessu ferli þrátt fyrir augljósa misbresti. Það stendur nú á ríkisstjórninni að skýra málið. Ef það sem gögnin gefa til kynna er staðfest er ljóst að fjármálaráðherrann verður að víkja. Hér var enginn að huga að hagsmunum almennings. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristrún Frostadóttir Salan á Íslandsbanka Íslenskir bankar Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Í viðtali að morgni Íslandsbankaútboðsins sagði fjármálaráðherra „að horft hafi verið til þess að nýir eigendur vilji byggja bankann upp til lengri tíma í stað þess að leita að skjótfengnum gróða.“ Nú hafa birst gögn sem benda til þess að af þeim rúmlega 200 fjárfestum sem keyptu í útboðinu hafi um 130 aðilar einmitt komið inn aðeins fyrir skjótfenginn gróða. Þessir 130 aðilar fengu úthlutað 35% af hlutunum sem til sölu voru á afslætti. Biðu í örfáa sólarhringa og seldu sig svo út úr bankanum. Hagnaður þessara fjárfesta var líklega um 1,5 milljarður króna miðað við verð bréfanna frá útboðinu. Líkur eru á því að flestir þeirra hafi ekki þurft að leggja fram sjálfir nema brot upphæðarinnar sem tryggingu og ávöxtun þeirra því ævintýraleg. Grunur vaknaði að eitthvað væri ekki eins og það ætti að vera þegar upplýsingar um viðskipti innherja bárust stuttu eftir útboðið. Þar voru einstaklingar að kaupa fyrir lágar upphæðir, þrátt fyrir að rökin fyrir slíkum afslætti væru að laða að aðila sem tækju á sig markaðsáhættu með því að kaupa stóran hlut í bankanum. Spurningar voru spurðar um hversu margir slíkir aðilar hefðu fengið að fljóta með í útboðinu. Listinn var loks birtur í síðustu viku. Nú hefur birst uppfærður listi þar sem fram kemur að yfirgnæfandi hluti þeirra fjárfesta sem keyptu fyrir lágar upphæðir hafa selt. Sömu sögu er að segja af erlendum sjóðum sem tóku jafnframt snúning á ríkiseigninni í fyrsta útboðinu – og var boðin þátttaka á ný. Allt kvittað upp á af Bankasýslunni og fjármálaráðherra sem samþykkir söluna. Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur hefur varið fjármálaráðherra frá fyrsta degi þrátt fyrir að ýmsir misbrestir hafi nú þegar verið staðfestir. Spákaupmenn selja lífeyrissjóðunum (íslenskum almenningi) bréfin til baka á hærra verði Það sem vekur athygli er hverjir hafa keypt þessi bréf sem seld voru á dögunum eftir útboðið með skjótfengnum gróða. Það eru stofnanafjárfestarnir sem stór hluti þjóðarinnar taldi að ættu að vera aðalfjárfestarnir í þessu útboði. Lífeyrissjóðir, tryggingafélög og verðbréfasjóðir sem fjárfesta til langs tíma. Þessir fjárfestar virðast hafa keypt ígildi 45% af þeim hlutum sem skammtíma fjárfestarnir seldu. Samkvæmt þessum gögnum virðist atburðarásin eftirfarandi: Fjármálaráðherra og Bankasýslan gefa nokkrum fjármálafyrirtækjum frítt spil til að bjóða viðskiptavinum á sínum hringilista tækifæri til að taka snúning á eign almennings með skjótfengnum gróða. Fjármálafyrirtækin fá greitt fyrir þann snúning með almannafé. Háar þóknanir úr samræmi við það sem gengur og gerist á íslenskum fjármálamarkaði. Til að gera þessum fjárfestum kleift að taka snúning voru langtímafjárfestar skornir niður í útboðinu, fengu ekki það magn af hlutum sem þeir sóttust eftir. Fjármálafyrirtækin selja svo lífeyrisjóðunum, í eigu almennings, hlutina eftir útboðið á enn hærra verði. Og þiggja aftur fyrir það þóknanir. Ekkert sem fjármálaráðherra eða Bankasýslan hafa sagt á undanförnum dögum stenst nú. Þessi gögn staðfesta að lífeyrissjóðir og aðrir langtímastofnanafjárfestar voru tilbúnir að greiða hærra verð fyrir hlutina í Íslandsbanka en meðalverðið var í útboðinu. Enda keyptu þessir aðilar umrædda hluti síðar meir á enn hærra gengi af spákaupmönnum. Rök um dreift eignarhald sem réttlættu að skera niður tilboð lífeyrissjóða og annarra stofnanafjárfesta halda heldur ekki vatni. Enda entist dreifða eignarhaldið í örfáa daga. Virðingarleysið við íslenskan almenning er fullkomið í þessu ferli. Fjármálaráðherra stendur ekki vörð um almannahagsmuni og hefur kvittað upp á gjafagjörning til fjármálafyrirtækja og auðugra einstaklinga með aðgang að rétta miðlaranum. Bankasýslan hefur sýnt fram á gagnsleysi sitt í ferli sem átti að vera gagnsætt og traust. Fjármálaeftirlitið þarf að rannsaka fjárfestingar starfsmanna og eigenda fjármálafyrirtækja í þessu útboði á eign almennings. Rannsóknarnefnd þarf að skipa strax til að skoða söluna. Fyrri hluti sölunnar á Íslandsbanka skoðast nú líka í öðru ljósi fyrst svona fór í þetta skiptið – hvað hefur verið í gangi? Þetta söluferli er áfall fyrir íslenskan fjármálamarkað, íslenskt samfélag og risastór áfellisdómur yfir fjármálaráðherra – sem forsætisráðherra hefur stutt við bakið á í öllu þessu ferli þrátt fyrir augljósa misbresti. Það stendur nú á ríkisstjórninni að skýra málið. Ef það sem gögnin gefa til kynna er staðfest er ljóst að fjármálaráðherrann verður að víkja. Hér var enginn að huga að hagsmunum almennings. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun