„Ég ætla að fara á HM áður en ég hætti“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 12. apríl 2022 18:27 Glódís Perla Viggósdóttir ætlar sér á HM. Stöð 2 Sport „Þessi leikur fór kannski bara eins og við bjuggumst við,“ sagði landsliðsmiðvörðurinn Glódís Perla Viggósdóttir eftir mikilvægan sigur íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta í dag. „Við bjuggumst við að þetta yrði mikil barátta og að líklega yrðu ekkert mjög mörg mörk skoruð. Við náum að skora þetta mark tiltölulega snemma og eftir það finnst mér við bara spila þennan leik eins og lið. Við tökum öll hlaup og baráttur fyrir hverja aðra. Stelpurnar sem eru að koma inn á koma með mikinn kraft.“ „Við sýndum að við erum liðsheild frá fyrsta og upp í 23. mann í dag og ég er ótrúleg stolt af liðinu mínu.“ Íslenska liðið fékk á sig mark í uppbótartíma, en sem betur fer var það dæmt af. Glódís viðurkennir að hjartað hafi líklegast tekið eitt aukaslag þegar boltinn fór í netið. „Jú það gerði það aðeins. En maður fór strax í að sækja boltann og við urðum þá bara að skora aftur. En sem betur fer þá var þetta brot. Ég vona að þetta hafi verið brot,“ sagði Glódís og hló. „En það skiptir kannski engu máli og ég er bara ótrúlega ánægð með þetta í dag. Nú erum við í þeirri stöðu sem við vildum vera í fyrir haustið og nú förum við að einbeita okkur að EM.“ Nú er það alfarið í höndum íslenska liðsins að tryggja sér sæti á HM í fyrsta skipti og Glódís segir það vera algjöra draumastöðu. „Já, það er það. Við vorum búnar að tala um það fyrir þessa tvo leiki að ef við klárum þá þá erum við í draumastöðu og okkur auðvitað langar að fara á HM. Við höfum aldrei farið á HM áður og ég ætla að fara á HM áður en ég hætti. Það væri geggjað ef það myndi gerast núna,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís Perla eftir leik HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 0-1 | Handarmark Gunnhildar kom Íslandi skrefi nær HM Ísland steig stórt skref í átt að því markmiði sínu að komast á HM á næsta ári með 0-1 sigri á Tékklandi í Teplice í dag. 12. apríl 2022 19:25 „Ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eins og gefur að skilja gríðarlega ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Tékkum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 12. apríl 2022 18:14 „Elskum við ekki svona?“ Sif Atladóttir segir að sigurinn á Tékklandi í undankeppni HM í dag hafi verið einn sá sætasti sem hún hefur upplifað með landsliðinu. 12. apríl 2022 18:14 „Boltinn fór í lærið og eitthvað“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag. 12. apríl 2022 18:02 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
„Við bjuggumst við að þetta yrði mikil barátta og að líklega yrðu ekkert mjög mörg mörk skoruð. Við náum að skora þetta mark tiltölulega snemma og eftir það finnst mér við bara spila þennan leik eins og lið. Við tökum öll hlaup og baráttur fyrir hverja aðra. Stelpurnar sem eru að koma inn á koma með mikinn kraft.“ „Við sýndum að við erum liðsheild frá fyrsta og upp í 23. mann í dag og ég er ótrúleg stolt af liðinu mínu.“ Íslenska liðið fékk á sig mark í uppbótartíma, en sem betur fer var það dæmt af. Glódís viðurkennir að hjartað hafi líklegast tekið eitt aukaslag þegar boltinn fór í netið. „Jú það gerði það aðeins. En maður fór strax í að sækja boltann og við urðum þá bara að skora aftur. En sem betur fer þá var þetta brot. Ég vona að þetta hafi verið brot,“ sagði Glódís og hló. „En það skiptir kannski engu máli og ég er bara ótrúlega ánægð með þetta í dag. Nú erum við í þeirri stöðu sem við vildum vera í fyrir haustið og nú förum við að einbeita okkur að EM.“ Nú er það alfarið í höndum íslenska liðsins að tryggja sér sæti á HM í fyrsta skipti og Glódís segir það vera algjöra draumastöðu. „Já, það er það. Við vorum búnar að tala um það fyrir þessa tvo leiki að ef við klárum þá þá erum við í draumastöðu og okkur auðvitað langar að fara á HM. Við höfum aldrei farið á HM áður og ég ætla að fara á HM áður en ég hætti. Það væri geggjað ef það myndi gerast núna,“ sagði Glódís að lokum. Klippa: Glódís Perla eftir leik
HM 2023 í Ástralíu og Nýja-Sjálandi Landslið kvenna í fótbolta Tengdar fréttir Umfjöllun: Tékkland - Ísland 0-1 | Handarmark Gunnhildar kom Íslandi skrefi nær HM Ísland steig stórt skref í átt að því markmiði sínu að komast á HM á næsta ári með 0-1 sigri á Tékklandi í Teplice í dag. 12. apríl 2022 19:25 „Ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eins og gefur að skilja gríðarlega ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Tékkum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 12. apríl 2022 18:14 „Elskum við ekki svona?“ Sif Atladóttir segir að sigurinn á Tékklandi í undankeppni HM í dag hafi verið einn sá sætasti sem hún hefur upplifað með landsliðinu. 12. apríl 2022 18:14 „Boltinn fór í lærið og eitthvað“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag. 12. apríl 2022 18:02 Mest lesið Leikmaður Dana fór á sjúkrahús eftir leikinn í kvöld Handbolti Skýrsla Henrys: Strákarnir okkar eru orðnir stórir Handbolti EM í dag: Pirruðu danska blaðamenn og truflun í boði skattgreiðenda Handbolti „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti Pytlick: „Ísland átti meira skilið í kvöld“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti „Allt til staðar svo að þetta lið geti barist við Dani um gull“ Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti „Ætla ekkert að fara að fela mig á bak við það“ Handbolti Tölurnar á móti Dönum: Danir náðu fjörutíu stoppum og fjögur vítaklúður Handbolti Fleiri fréttir Mourinho mætir Real Madrid aftur eftir ævintýralegan sigur Benfica Brann slapp inn í umspilið eftir hjálp frá öðrum velli Mourinho bað Arbeloa afsökunar á fagnaðarlátunum Hvaða lið gætu mæst í umspili og sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar? Sjáðu markaflóðið í Meistaradeildinni Fékk þjálfarann til að dansa við sig í miðjum leik Markvörður Mourinho tryggði liðið áfram og Bodö/Glimt vann í Madrid Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Svona var lokaumferðin í Meistaradeildinni Mættu með snjóinn með sér til Madrid Allt undir á lokakvöldi: Sex ensk lið gætu farið beint í 16-liða úrslit Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Víkingur og Valur mætast í úrslitum Reykjavíkurmótsins Hlín á láni til Fiorentina FH selur Sigurð Bjart til Spánar Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Börsungar ósáttir eftir að PSG náði táningi frá þeim Barry bjargaði stigi fyrir Everton Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Kristall snýr aftur „þroskaðri og fullorðnari“ Sagðir borga 200 milljónir fyrir Kristal Mána Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Hákon í leikbanni og Lille steinlá á heimavelli Orri sneri aftur eftir meiðsli Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Sjáðu Yamal skora „besta mark tímabilsins“ Sjá meira
Umfjöllun: Tékkland - Ísland 0-1 | Handarmark Gunnhildar kom Íslandi skrefi nær HM Ísland steig stórt skref í átt að því markmiði sínu að komast á HM á næsta ári með 0-1 sigri á Tékklandi í Teplice í dag. 12. apríl 2022 19:25
„Ef þú verst vel og færð ekki á þig mark þá geturðu alltaf unnið“ Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var eins og gefur að skilja gríðarlega ánægður með 1-0 sigur liðsins gegn Tékkum í undankeppni HM sem fram fer í Ástralíu og Nýja-Sjálandi á næsta ári. 12. apríl 2022 18:14
„Elskum við ekki svona?“ Sif Atladóttir segir að sigurinn á Tékklandi í undankeppni HM í dag hafi verið einn sá sætasti sem hún hefur upplifað með landsliðinu. 12. apríl 2022 18:14
„Boltinn fór í lærið og eitthvað“ „Við vissum að þetta yrði erfiður leikur. Þær eru með drullugott lið. Við skoruðum eitt mark þótt það hafi ekki verið það fallegasta. Við gáfum allt í þetta og ég er svo stolt af liðinu,“ sagði Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir, fyrirliði íslenska fótboltalandsliðsins, eftir sigurinn á Tékklandi í dag. 12. apríl 2022 18:02