Vaktin: Taldir hafa grandað einu helsta flaggskipi rússneska sjóhersins Eiður Þór Árnason, Hólmfríður Gísladóttir og Samúel Karl Ólason skrifa 13. apríl 2022 16:35 Rússnesk yfirvöld hafa staðfest að eldflaugaherskipið Moskva hafi orðið fyrir miklum skemmdum vegna elds. CC BY 4.0/Mil.ru Iryna Vereshchuk, varaforsætisráðherra Úkraínu, segir ekki mögulegt að opna nein mannúðarhlið í dag. Hún sakar Rússa um að brjóta gegn fyrirfram ákveðnum vopnahléum og að hindra för þeirra sem freista þess að komast burtu frá átakasvæðum. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segja hersveitir Rússa sýna merki lítils baráttuanda. Rússneskir hermenn hafi litla trú á innrásinni sjálfri og þeir séu illa upplýstir um markmið hennar og hvernig gangi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir sigur á Rússum einu leiðina til að binda enda á stríðið í Úkraínu. Fjárútlát rússneska ríkisins til ríkismiðla hafa þrefaldast milli ára. Frá janúar til mars á þessu ári var 17,4 milljörðum rúblum varið til miðlanna en á sama tímabili í fyrra var upphæðin 5,4 milljarðar. Viðskipti Kína við Rússland jukust um 12 prósent í mars samanborið við mars árið 2021 og um 30 prósent á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við sama tímabil í fyrra. Vert er að benda á að viðskipti milli ríkjanna höfðu verið að aukast áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum munu funda með átta stærstu hergagnaframleiðendum landsins í dag til að ræða getu þeirra til að koma til móts við vopnaþörf Úkraínumanna ef átökin í landinu dragast í einhver ár. Stjórnvöld vestanhafs munu tilkynna um nýja vopnasendingu í dag, sem metin er á allt að 750 milljónir Bandaríkjadala. Forsetar Póllands, Eistlands, Léttlands og Litháen eru á leið til Kænugarðs, þar sem þeir munu funda með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Gervihnattamyndir benda til þess að liðsöfnun fari nú fram á að minnsta kosti þremur stöðum við landamærin í austurhluta Úkraínu. Þá virðist hersveitir einnig undirbúa sókn frá Kherson. Fleiri en 400 lík hafa fundist í Bucha og leit er ekki lokið. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar undirbúa nú stórsókn í austurhluta Úkraínu.Vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Embættismenn í varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna segja hersveitir Rússa sýna merki lítils baráttuanda. Rússneskir hermenn hafi litla trú á innrásinni sjálfri og þeir séu illa upplýstir um markmið hennar og hvernig gangi. Vólódímír Selenskí, forseti Úkraínu, segir sigur á Rússum einu leiðina til að binda enda á stríðið í Úkraínu. Fjárútlát rússneska ríkisins til ríkismiðla hafa þrefaldast milli ára. Frá janúar til mars á þessu ári var 17,4 milljörðum rúblum varið til miðlanna en á sama tímabili í fyrra var upphæðin 5,4 milljarðar. Viðskipti Kína við Rússland jukust um 12 prósent í mars samanborið við mars árið 2021 og um 30 prósent á fyrsta ársfjórðungi, samanborið við sama tímabil í fyrra. Vert er að benda á að viðskipti milli ríkjanna höfðu verið að aukast áður en Rússar réðust inn í Úkraínu. Hermálayfirvöld í Bandaríkjunum munu funda með átta stærstu hergagnaframleiðendum landsins í dag til að ræða getu þeirra til að koma til móts við vopnaþörf Úkraínumanna ef átökin í landinu dragast í einhver ár. Stjórnvöld vestanhafs munu tilkynna um nýja vopnasendingu í dag, sem metin er á allt að 750 milljónir Bandaríkjadala. Forsetar Póllands, Eistlands, Léttlands og Litháen eru á leið til Kænugarðs, þar sem þeir munu funda með Vólódímír Selenskí Úkraínuforseta. Gervihnattamyndir benda til þess að liðsöfnun fari nú fram á að minnsta kosti þremur stöðum við landamærin í austurhluta Úkraínu. Þá virðist hersveitir einnig undirbúa sókn frá Kherson. Fleiri en 400 lík hafa fundist í Bucha og leit er ekki lokið. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar undirbúa nú stórsókn í austurhluta Úkraínu.Vísir
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Fleiri fréttir Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Sjá meira