Stríðsvél Pútín verði ekki stöðvuð nema með því að beita fullu afli Hólmfríður Gísladóttir skrifar 13. apríl 2022 10:47 Baldur fylgist vel með þróun mála í Úkraínu og hefur talað fyrir aukinni og opinni umræðu hérlendis um öryggis- og varnarmál. Vísir/Vilhelm „Við höfum lært þrennt það sem af er stríðsins. Í fyrsta lagi að samningaviðræður við Pútín skila engu; hvorki viðræður fyrir né eftir innrásina hafa skilað nokkru. Friðarviðræðurnar eru komnar í öngstræti.“ Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í smáríkjafræðum í færslu á Facebook. Hann segir einnig að í öðru lagi sé ljóst að núverandi refsiaðgerðir Vesturlanda muni ekki nægja til að stöðva „stríðsvél“ Pútíns næstu mánuðina. „Í þriðja lagi þá kemur æ betur í ljós að ráðamenn í Kreml skilja ekkert nema beitingu afls. Þeir hafa neyðst til að yfirgefa norðurhérðuð landsins við Kænugarð vegna frækilegrar framgöngu Úkraínuhers undir forystu Zelensky forseta,“ segir Baldur. „Hvað segir þetta okkur? Í fyrsta lagi að stríðsvél Pútíns í Úkraínu mun ekki stöðvast nema að fullu afli verði beitt gegn henni. Það felur í sér þrennskonar viðbrögð, það er að stutt verði enn dyggilegar við bakið á Úkrínuher, að Vesturlönd hætti að kaupa gas og olíu af Rússlandi og að þau reyni að fá kínversk og indversk stjórnvöld til að beita ráðamenn í Kreml diplómatískum og fjárhagslegum þrýstingi.“ Segir aðeins ókræsilega kosti á boðstólnum Baldur segir einsýnt að almenningur á Vesturlöndum þurfi að herða sultarólina og ráðamenn að heita Kínverjum og Indverjum stuðningi í málum „sem eru þeim kær“ gegn stuðningi þeirra gegn stríðsrekstri Rússa. Útlitið sé ekki gott og fyrrnefnd úrræði ekki heldur en fátt annað geti komið í veg fyrir frekari dráp á almennum borgurum og að átökin breiðist út. „Það er að vísu tvennt annað sem kemur til greina annars vegar að stjórn Úkraínu gefist upp og að stór hluti landsmanna ef ekki þeir allir missið frelsið og búi við ógnarstjórn ráðamanna í Kreml um ókomin ár og hins vegar að NATO blandi sér með beinum hætti inn í stríðsátökin og verji Úkraínu en það mun leiða til stríðs milli Rússlands og Vesturlanda. Þá eru fyrrnefndu aðgerðirnar mun fýsilegri valkostur til að reyna að stöðva blóðbaðið á sléttum og í borgum Úkraínu.“ Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Þetta segir Baldur Þórhallsson stjórnmálafræðingur og sérfræðingur í smáríkjafræðum í færslu á Facebook. Hann segir einnig að í öðru lagi sé ljóst að núverandi refsiaðgerðir Vesturlanda muni ekki nægja til að stöðva „stríðsvél“ Pútíns næstu mánuðina. „Í þriðja lagi þá kemur æ betur í ljós að ráðamenn í Kreml skilja ekkert nema beitingu afls. Þeir hafa neyðst til að yfirgefa norðurhérðuð landsins við Kænugarð vegna frækilegrar framgöngu Úkraínuhers undir forystu Zelensky forseta,“ segir Baldur. „Hvað segir þetta okkur? Í fyrsta lagi að stríðsvél Pútíns í Úkraínu mun ekki stöðvast nema að fullu afli verði beitt gegn henni. Það felur í sér þrennskonar viðbrögð, það er að stutt verði enn dyggilegar við bakið á Úkrínuher, að Vesturlönd hætti að kaupa gas og olíu af Rússlandi og að þau reyni að fá kínversk og indversk stjórnvöld til að beita ráðamenn í Kreml diplómatískum og fjárhagslegum þrýstingi.“ Segir aðeins ókræsilega kosti á boðstólnum Baldur segir einsýnt að almenningur á Vesturlöndum þurfi að herða sultarólina og ráðamenn að heita Kínverjum og Indverjum stuðningi í málum „sem eru þeim kær“ gegn stuðningi þeirra gegn stríðsrekstri Rússa. Útlitið sé ekki gott og fyrrnefnd úrræði ekki heldur en fátt annað geti komið í veg fyrir frekari dráp á almennum borgurum og að átökin breiðist út. „Það er að vísu tvennt annað sem kemur til greina annars vegar að stjórn Úkraínu gefist upp og að stór hluti landsmanna ef ekki þeir allir missið frelsið og búi við ógnarstjórn ráðamanna í Kreml um ókomin ár og hins vegar að NATO blandi sér með beinum hætti inn í stríðsátökin og verji Úkraínu en það mun leiða til stríðs milli Rússlands og Vesturlanda. Þá eru fyrrnefndu aðgerðirnar mun fýsilegri valkostur til að reyna að stöðva blóðbaðið á sléttum og í borgum Úkraínu.“
Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Rússland Hernaður Vladimír Pútín Mest lesið Lögmaður í haldi grunaður um skipulagða brotastarfsemi Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Deilur barna leiddu til tilraunar til manndráps Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Þriðji framkvæmdastjórinn frá valdatöku Guðrúnar ráðinn Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent Helsti styrkleiki Íslands sé orðinn að veikleika og landið „freistandi skotmark“ Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Fleiri fréttir Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Fundað um frið í Abú Dabí Fyrrverandi forsætisráðherra með krabbamein Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Sendu nýtt far til strandaðra geimfara Drottning dýragarðsins í San Diego er dauð Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Semaglutide reyndist ekki hægja á framgangi Alzheimer Gerðu loftárásir á báða bóga Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 „Lægsti samnefnari“ sagður niðurstaðan á COP30 Leiðtogi í hreyfingu Charlie Kirk játar kosningasvik Skrifa ný drög að friðaráætlun Felldu háttsettan Hezbollah-liða í sprengjuárás á Beirút „Útvötnuð“ loftslagsályktun samþykkt eftir harðar deilur Hefur látið sérsveitarmenn FBI vernda kærustu sína Hafna kröfu Rússa um undanhald frá Dónetsk Þingmenn segja eitt en Rubio annað: Margsaga um uppruna og tilgang friðartillagnanna Andstaða eykst í Noregi gegn aðild Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Útskýrði næstu skref fyrir Kristrúnu og kollegum Forsetinn fyrrverandi í gæsluvarðhald af ótta við flótta Ósætti um frysta sjóði Rússa: „Witkoff þarf á geðlækni að halda“ Hættir á þingi vegna deilna við Trump Sjá meira
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent
Orð borgarstjórans dapurleg: „Skýrt dæmi þess hvernig vont skipulag getur skert lífsgæði“ Innlent