Handbolti

Fjölskyldan mætt til að styðja Ými í Bregenz: „Þeir gera það sem þeir þurfa“

Sindri Sverrisson skrifar
Gísli Hafsteinn Gunnlaugsson og Tristan Ýmisson ætla að styðja vel við íslenska landsliðið í dag.
Gísli Hafsteinn Gunnlaugsson og Tristan Ýmisson ætla að styðja vel við íslenska landsliðið í dag. vísir/Ingvi

„Við vinnum þetta og þeir gera það sem þeir þurfa, strákarnir,“ segir Gísli Hafsteinn Gunnlaugsson, pabbi varnarmeistarans Ýmis Arnar Gíslasonar, í Bregenz í dag fyrir leikinn mikilvæga á milli Íslands og Austurríkis.

Íslenska karlalandsliðið í handbolta leikur við Austurríki klukkan 16 í fyrri umspilsleiknum um sæti á HM.

Gísli er vanur að fylgja syni sínum eftir: „Ég hef nú gert það með alla mína þrjá, við hjónin. Þetta er allt jafngaman,“ segir Gísli sem var með Tristan, son Ýmis, með sér í viðtalinu sem sjá má hér að neðan en öll fjölskyldan er mætt til að styðja við Ými.

Tristan hafði reyndar lítinn áhuga á að tjá sig en pabbi hans mun eflaust láta til sín taka í leiknum sem brátt er að hefjast.

Klippa: Pabbi og sonur Ýmis í Bregenz

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×