„Finnst við með betra lið og mjög gott lið“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 13. apríl 2022 19:04 Bjarki Már Elísson skoraði ellefu mörk úr þrettán skotum gegn Austurríki. stöð 2 sport Bjarki Már Elísson var markahæstur á vellinum þegar Ísland vann fjögurra marka sigur á Austurríki, 30-34, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti á HM 2023. Íslendingar náðu mest sjö marka forskoti en gáfu eftir og hleyptu Austurríkismönnum inn í leikinn. Fjögurra marka sigur var samt niðurstaðan. „Sigurinn hefði getað verið stærri. Við gerðum okkur seka um mistök bæði í vörn og sókn um miðbik seinni hálfleiks sem koma þeim inn í leikinn og þeir fengu blóð á tennurnar,“ sagði Bjarki í samtali við Vísi eftir leikinn í Bregenz í dag. „Svo náðum við aftur að spyrna okkur aðeins aftur frá þeim sem er jákvætt. Þetta var sigur, fjögur mörk, og ákveðin þroskamerki á liðinu. Við vorum ekkert frábærir en vorum samt alltaf skrefinu á undan. Við tökum eitthvað út úr þessu.“ Klippa: Viðtal við Bjarka Má Íslenska vörnin var ekki upp á sitt besta í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem Austurríki skoraði sautján mörk. En sóknin var mjög góð þrátt fyrir að góð færi hafi farið í súginn. „Við klikkuðum á dauðafærum og hefðum hæglega getað skorað fjörutíu mörk. Við þurfum að gera betur í vörninni. Mér fannst við ekki ná að stoppa þá nógu oft. Það kom oft síðasta sending þar sem við héldum að við værum komnir með fríkastið. En þetta eru bara hlutir til að laga fyrir laugardaginn,“ sagði Bjarki og vísaði til seinni leiks Íslands og Austurríkis á Ásvöllum. Bjarki segir að íslenska liðið sé sterkara en það austurríska og er brattur fyrir seinni leikinn á laugardaginn. „Mér finnst við með betra lið og mjög gott lið og mér líður þannig,“ sagði Bjarki að lokum. Viðtalið við Bjarka má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Sjá meira
„Sigurinn hefði getað verið stærri. Við gerðum okkur seka um mistök bæði í vörn og sókn um miðbik seinni hálfleiks sem koma þeim inn í leikinn og þeir fengu blóð á tennurnar,“ sagði Bjarki í samtali við Vísi eftir leikinn í Bregenz í dag. „Svo náðum við aftur að spyrna okkur aðeins aftur frá þeim sem er jákvætt. Þetta var sigur, fjögur mörk, og ákveðin þroskamerki á liðinu. Við vorum ekkert frábærir en vorum samt alltaf skrefinu á undan. Við tökum eitthvað út úr þessu.“ Klippa: Viðtal við Bjarka Má Íslenska vörnin var ekki upp á sitt besta í leiknum, sérstaklega í seinni hálfleik þar sem Austurríki skoraði sautján mörk. En sóknin var mjög góð þrátt fyrir að góð færi hafi farið í súginn. „Við klikkuðum á dauðafærum og hefðum hæglega getað skorað fjörutíu mörk. Við þurfum að gera betur í vörninni. Mér fannst við ekki ná að stoppa þá nógu oft. Það kom oft síðasta sending þar sem við héldum að við værum komnir með fríkastið. En þetta eru bara hlutir til að laga fyrir laugardaginn,“ sagði Bjarki og vísaði til seinni leiks Íslands og Austurríkis á Ásvöllum. Bjarki segir að íslenska liðið sé sterkara en það austurríska og er brattur fyrir seinni leikinn á laugardaginn. „Mér finnst við með betra lið og mjög gott lið og mér líður þannig,“ sagði Bjarki að lokum. Viðtalið við Bjarka má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
HM 2023 í handbolta Landslið karla í handbolta Mest lesið Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Handbolti „Ég er bara Króati á morgun“ Handbolti Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Komst ekki í liðið hjá Val en skaut niður City: „Frá Lödubíl yfir í Lamborghini“ Fótbolti Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Handbolti Dómari skoraði í handboltaleik og dæmdi markið síðan gilt Sport EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Handbolti „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Handbolti Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Handbolti Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Handbolti Fleiri fréttir „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Óðinn á eitt flottasta mark EM Myndasyrpa: Allir kátir á æfingu í Malmö Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Segir Svía hafa efni á að tapa fyrir Íslandi Gísli Þorgeir sá fjórði stoðsendingahæsti á EM „Ég er bara Króati á morgun“ Alfreð þurfti að breyta plönum hratt fyrir stund hefndar „Nú vitum við allavega að Danir eru mannlegir“ Donni þarf líka að fara í aðgerð „Höfum séð liðið brotna í sömu aðstæðum“ Dagur öskraði á einn Svíann í kvöld og blótaði honum Svona verður leikjadagskrá Íslands í milliriðlinum Haukakonur upp í þriðja sætið Strákarnir hans Dags fengu skell Elín Rósa var atkvæðamikil þegar Blomberg-Lippe fór á toppinn Liðið sem fylgdi Íslandi á HM náði ekki að vinna leik EM í dag: Liðsstyrkur og meiðsli í Malmö Elvar kemur inn fyrir Elvar Lærisveinar Dags spila bönnuðu lögin í klefanum Ungverjar stoltir eftir slag við „þá bestu í heimi“ Þarf að beisla Einar aðeins en líst vel á samstarfið Nefmæltur Einar „stórkostlegur“ eftir „ógeðslega“ daga í einangrun Þúsundir Færeyinga fögnuðu með liðinu í eftirpartýi Ræða Alfreðs gerði útslagið: Leikmenn stóðu upp og klöppuðu „Mér líður bara ömurlega“ Sjá meira