„Fjölnir spilar ekki flóknasta sóknarleik í heimi“ Andri Már Eggertsson skrifar 13. apríl 2022 22:30 Rúnar Ingi var afar sáttur með farseðil í úrslitin Vísir/Vilhelm Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var í skýjunum eftir að Njarðvík tryggði sér farseðilinn í úrslit Subway-deildar kvenna gegn Haukum. „Góð kona sagði við mig eftir leik að maður verður að muna að njóta sem við munum gera í kvöld. Þetta var hörkuleikur þar sem allt var undir og við stóðumst prófið,“ sagði Rúnar Ingi ánægður eftir leik. Tímabilið var undir fyrir Fjölni og var Rúnar sannfærður um að deildarmeistararnir myndu reyna að keyra upp hraðann í leiknum. „Fjölnir vildi keyra upp hraðann og koma með flugeldasýningu sem gekk til að byrja með þar sem við fórum að hlaupa með þeim og vorum að flýta okkur of mikið.“ „Við fórum svo að gera það sem við höfum gert vel allt einvígið sem er að láta þeirra frábæru sóknarmenn taka skot yfir hendurnar á okkar leikmönnum.“ Rúnar var afar ánægður með þriðja leikhluta þar sem Fjölni tókst aðeins að gera sjö stig. „Mér fannst einn á einn vörnin okkar ganga vel. Fjölnir spilar ekki flóknasta sóknarleik í heimi þetta er rosa mikið bara ein hindrun svo einn á einn og þá tókst okkur að halda Fjölni fyrir framan okkur. „Mér fannst Aliyah Collier alltaf vera að taka frákast. Fjölnir klikkaði á fullt af skotum og þá tók Aliyah frákast sem var ómetanlegt í svona leik,“ sagði Rúnar Ingi en Aliyah tók 24 fráköst. Njarðvík mætir Haukum í úrslitum og var Rúnar afar spenntur fyrir því einvígi. „Ég er spenntur fyrir næsta einvígi. Þetta er liðið sem átti ekki að tapa leik fyrir tímabilið og í þeirra liði er Helena Sverrisdóttir sem er alltaf á Íslandsmeistara vegferð en núna eru bara þrír leikir eftir og við höfum tvisvar unnið Hauka í Ólafssal svo við vitum að það er hægt,“ sagði Rúnar Ingi að lokum sem ætlaði að taka því rólega um páskana. UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Fjölnir Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Sjá meira
„Góð kona sagði við mig eftir leik að maður verður að muna að njóta sem við munum gera í kvöld. Þetta var hörkuleikur þar sem allt var undir og við stóðumst prófið,“ sagði Rúnar Ingi ánægður eftir leik. Tímabilið var undir fyrir Fjölni og var Rúnar sannfærður um að deildarmeistararnir myndu reyna að keyra upp hraðann í leiknum. „Fjölnir vildi keyra upp hraðann og koma með flugeldasýningu sem gekk til að byrja með þar sem við fórum að hlaupa með þeim og vorum að flýta okkur of mikið.“ „Við fórum svo að gera það sem við höfum gert vel allt einvígið sem er að láta þeirra frábæru sóknarmenn taka skot yfir hendurnar á okkar leikmönnum.“ Rúnar var afar ánægður með þriðja leikhluta þar sem Fjölni tókst aðeins að gera sjö stig. „Mér fannst einn á einn vörnin okkar ganga vel. Fjölnir spilar ekki flóknasta sóknarleik í heimi þetta er rosa mikið bara ein hindrun svo einn á einn og þá tókst okkur að halda Fjölni fyrir framan okkur. „Mér fannst Aliyah Collier alltaf vera að taka frákast. Fjölnir klikkaði á fullt af skotum og þá tók Aliyah frákast sem var ómetanlegt í svona leik,“ sagði Rúnar Ingi en Aliyah tók 24 fráköst. Njarðvík mætir Haukum í úrslitum og var Rúnar afar spenntur fyrir því einvígi. „Ég er spenntur fyrir næsta einvígi. Þetta er liðið sem átti ekki að tapa leik fyrir tímabilið og í þeirra liði er Helena Sverrisdóttir sem er alltaf á Íslandsmeistara vegferð en núna eru bara þrír leikir eftir og við höfum tvisvar unnið Hauka í Ólafssal svo við vitum að það er hægt,“ sagði Rúnar Ingi að lokum sem ætlaði að taka því rólega um páskana.
UMF Njarðvík Subway-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Fjölnir Mest lesið Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Íslenski boltinn Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Handbolti „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Enski boltinn Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Fótbolti Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fótbolti Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Enski boltinn Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Enski boltinn Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Handbolti Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands Handbolti Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Fótbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Valur - Keflavík | Toppslagur á Hlíðarenda Trump mætir á HM-dráttinn þar sem fyrstu friðarverðlaunin verða afhent Rúnar sækir gamlan félaga sinn inn í þjálfarateymið Fyrrverandi enskur landsliðsmaður handtekinn grunaður um nauðgun Versta spark NFL-sögunnar: „Ég hef aldrei séð svona“ Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Kláruðu leikinn tveimur sólarhringum eftir að hann hófst Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins FC Mávar færa Ólafi Jóhanni montrétt á FM Framlagið skerðist ekki vegna Launasjóðs Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Snæfríður sló sextán ára met Ragnheiðar og annað met um leið Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Ásakanir um blekkingaleik og þjálfarinn rekinn Heiða frá meisturunum til nýliða í Svíþjóð Segir viðbrögð Salah eðlileg: „Ekki sá eini sem var óánægður“ „Mæta bara strax og lemja á móti“ Handtekinn á flugvelli grunaður um nauðgun Sandra markahæst í íslenska liðinu í riðlakeppninni Breyttur veruleiki íslensks íþróttafólks „Ein leiðin að gera hann nógu fúlan til að heimta að fá að fara“ Vilja ekki feta í fótspor Söru: „Aðrir hlutir skipta meira máli en peningar“ Hetja Heimis Hallgríms var skúrkur um helgina Fór frá því að mæta á landsliðsæfingu í það að vera fárveikur í öndunarvél Talar um Chapecoense-flugslysið í fyrsta sinn: „Skyndilega varð allt hljótt“ Dagskráin: VARsjáin, Lokasóknin, enski í beinni og kvennakarfan Segir að Wirtz hafi verið plataður til Liverpool Þurftu að teipa bikarinn eftir fagnaðarlætin Sjá meira