Aðstoðarráðherra segir af sér vegna veisluhalda Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2022 09:50 David Wolfson hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhaldanna. AP/Twitter Aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneyti Bretlands hefur ákveðið að segja af sér vegna veisluhalda í Downingstræti. Veisluhöldin voru haldin á meðan Covid faraldrinum stóð. Stjórnarandstæðingar hafa gagnrýnt veisluhöldin harðlega og krafist afsagnar forsætisráðherra og fjármálaráðherra. David Wolfson aðstoðarráðherra segir að hegðun Boris Johnson forsætisráðherra, auk annarra sem viðstaddir voru veisluhöldin, hafi verið óásættanleg. Wolfson er fyrsti ráðherrann sem segir af sér vegna málsins en hann kveðst ekki hafa annarra kosta völ. „Það er rangt að leiða hegðun forsætisráðherra hjá sér. Veisluhöldin voru óréttlætanleg og þá sérstaklega í því ljósi að flestir almennir borgarar hafi farið að sóttvarnareglum. Sumir voru sektaðir og aðrir sóttir til saka fyrir það sem virðast hafa verið léttvægari og minni brot en veisluhöldin,“ segir Wolfson. My letter to the Prime Minister today. pic.twitter.com/lADCvKDKbB— David Wolfson (@DXWQC) April 13, 2022 Afsögn Wolfson gæti haft áhrif á stjórnarsetu forsætisráðherra. Nigel Mills, þingmaður íhaldsflokksins í Bretlandi, sagði í gær að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu á hendur Johnson vegna veisluhaldanna. Wolfson sagði í bréfi til forsætisráðherra í vikunni að allir ættu að vera jafnir í réttarríki: „Það er grundvallarregla í stjórnskipun réttarríkis að allir séu jafnir fyrir lögum. Ekki bara almennir borgarar heldur einnig ríkið sjálft.“ Þá gagnrýnir Wolfson einnig viðbragðsleysi ríkisstjórnarinnar eftir veisluhöldin. Forsætisráðherra þakkaði Wolfson fyrir vel unnin störf og kvaðst harma málalokin, segir í frétt Guardian um málið. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Wolfson væri dómsmálaráðherra. Það er ekki rétt. Dominic Raab er dómsmálaráðherra. Wolfson gegndi embætti aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneytinu. Fyrirsögn og texta í fréttinni hefur verið breytt til samræmis við þetta. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
David Wolfson aðstoðarráðherra segir að hegðun Boris Johnson forsætisráðherra, auk annarra sem viðstaddir voru veisluhöldin, hafi verið óásættanleg. Wolfson er fyrsti ráðherrann sem segir af sér vegna málsins en hann kveðst ekki hafa annarra kosta völ. „Það er rangt að leiða hegðun forsætisráðherra hjá sér. Veisluhöldin voru óréttlætanleg og þá sérstaklega í því ljósi að flestir almennir borgarar hafi farið að sóttvarnareglum. Sumir voru sektaðir og aðrir sóttir til saka fyrir það sem virðast hafa verið léttvægari og minni brot en veisluhöldin,“ segir Wolfson. My letter to the Prime Minister today. pic.twitter.com/lADCvKDKbB— David Wolfson (@DXWQC) April 13, 2022 Afsögn Wolfson gæti haft áhrif á stjórnarsetu forsætisráðherra. Nigel Mills, þingmaður íhaldsflokksins í Bretlandi, sagði í gær að hann hygðist leggja fram vantrauststillögu á hendur Johnson vegna veisluhaldanna. Wolfson sagði í bréfi til forsætisráðherra í vikunni að allir ættu að vera jafnir í réttarríki: „Það er grundvallarregla í stjórnskipun réttarríkis að allir séu jafnir fyrir lögum. Ekki bara almennir borgarar heldur einnig ríkið sjálft.“ Þá gagnrýnir Wolfson einnig viðbragðsleysi ríkisstjórnarinnar eftir veisluhöldin. Forsætisráðherra þakkaði Wolfson fyrir vel unnin störf og kvaðst harma málalokin, segir í frétt Guardian um málið. Í fyrstu útgáfu fréttarinnar stóð að Wolfson væri dómsmálaráðherra. Það er ekki rétt. Dominic Raab er dómsmálaráðherra. Wolfson gegndi embætti aðstoðarráðherra í dómsmálaráðuneytinu. Fyrirsögn og texta í fréttinni hefur verið breytt til samræmis við þetta.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Tengdar fréttir Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18 Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54 Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54 Mest lesið Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Erlent Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Erlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Fleiri fréttir Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Svíar hyggjast lækka sakhæfisaldur „Móðir allra samninga“ Sjá meira
Johnson og Sunak verða sektaðir vegna veisluhaldanna Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, og Rishi Sunak, fjármálaráðherra Bretlands, verða sektaðir vegna veisluhalda í Downingstræti á meðan Covid faraldrinum stóð en þetta staðfestir talsmaður ríkisstjórnarinnar við breska fjölmiðla. Stjórnarandstæðingar krefjast afsagnar þeirra. 12. apríl 2022 13:18
Lögreglan á Bretlandseyjum sektar 20 vegna partýstands í Downing-stræti Lögregluyfirvöld á Bretlandseyjum munu sekta að minnsta kosti 20 einstaklinga vegna sóttvarnabrota þegar samkomur voru haldnar í Downing-stræti í miðjum kórónuveirufaraldrinum. 29. mars 2022 08:54
Fimm nánir aðstoðarmenn Borisar segja upp Fjórir háttsettir starfsmenn forsætisráðuneytis Bretlands hafa sagt upp störfum í kjölfar þess að bráðabirgðaniðurstöður skýrslu um partíhald að Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana voru birtar. Þar á meðal eru starfsmannastjóri ráðuneytisins og einkaritari Borisar Johnson, forsætisráðherra. 4. febrúar 2022 08:54