Spánverjar ganga af trúnni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 16. apríl 2022 17:02 Rúmlega 17 milljónir Spánverja skilgreina sig sem trúleysingja. Um aldamótin taldi þessi hópur aðeins um 6 milljónir manna. Vísir/Getty Tæp 40% Spánverja eru trúlaus og þeim fer hratt fjölgandi. Á meðan á Covid-farsóttinni stóð fjölgaði trúleysingjum um rúmar fjórar milljónir manna. Mikill minnihluti hjónavígsla fer fram í kirkjum landsins. Nú fer í hönd stærsta trúarhátíð kristinna manna, páskarnir, þar sem menn minnast dauða og upprisu Jesú Krists. Hér á Spáni eru hátíðahöld með eindæmum stórbrotin, í borgum og bæjum landsins eru helgigöngur kvölds og morgna þar sem Kristslíkneskjum er rúllað um götur og torg í þúsunda viðurvist. Á sama tíma berast fregnir af því að Spánverjar gangi af hinni kaþólsku trú sem aldrei fyrr. Ný könnun greinir frá því að á þeim tveimur árum sem Covid-farsóttin hefur geisað hefur trúleysingjum fjölgað hratt. Núna skilgreina rúm 37% Spánverja sig sem trúlausa, en fyrir tveimur árum voru þeir tæp 28% þjóðarinnar. Það þýðir að nú skilgreina rúmlega 17 milljónir Spánverja sig sem trúleysingja. Um aldamótin taldi þessi hópur aðeins um 6 milljónir manna. Unga fólkið yfirgefur kirkjuna Mest er trúleysið á meðal yngsta fólksins, tveir af hverjum þremur Spánverjum á aldrinum 18 til 24 ára segjast vera trúlausir. Á hinum enda stikunnar er svo elsta fólkið; rétt rúm 20% fólks 65 ára og eldra segjast ekki vera trúuð. Þegar leitað er skýringa á auknu trúleysi segja talsmenn könnunarinnar að svo virðist sem afhjúpun á umfangsmiklu barnaníði innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni sé ekki helsta ástæða þess að fólk snúi baki við kirkjunni, heldur vegi þyngra þær félagslegu breytingar sem átt hafi sér stað í samfélaginu í faraldrinum. Fólk hafi verið innilokað vikum og mánuðum saman og smám saman hafi trúar- og kirkjuþörf vikið fyrir öðrum þáttum hinnar nýju og breyttu tilveru. Kirkjubrúðkaup eru fátíð Sama könnun greinir frá því að einungis 10% brúðkaupa á Spáni eru núorðið haldin í kirkjum landsins. Borgaralegar hjónavígslur eru reglan, kirkjubrúðkaup eru undantekningin. Sums staðar eru kirkjubrúðkaup nánast að hverfa, í Katalóníu og Baskalandi fara rétt um 6% hjónavígslna fram í kirkjunni. Í takt við vaxandi trúleysi velja æ fleiri nemendur, að vera undanþegnir kristinfræði- eða trúarbragðakennslu. Á barnaskólastigi eru 36% barna undanþegin slíkri kennslu og tæp 40% unglinga sleppa þeim námsgreinum. Spánn Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Nú fer í hönd stærsta trúarhátíð kristinna manna, páskarnir, þar sem menn minnast dauða og upprisu Jesú Krists. Hér á Spáni eru hátíðahöld með eindæmum stórbrotin, í borgum og bæjum landsins eru helgigöngur kvölds og morgna þar sem Kristslíkneskjum er rúllað um götur og torg í þúsunda viðurvist. Á sama tíma berast fregnir af því að Spánverjar gangi af hinni kaþólsku trú sem aldrei fyrr. Ný könnun greinir frá því að á þeim tveimur árum sem Covid-farsóttin hefur geisað hefur trúleysingjum fjölgað hratt. Núna skilgreina rúm 37% Spánverja sig sem trúlausa, en fyrir tveimur árum voru þeir tæp 28% þjóðarinnar. Það þýðir að nú skilgreina rúmlega 17 milljónir Spánverja sig sem trúleysingja. Um aldamótin taldi þessi hópur aðeins um 6 milljónir manna. Unga fólkið yfirgefur kirkjuna Mest er trúleysið á meðal yngsta fólksins, tveir af hverjum þremur Spánverjum á aldrinum 18 til 24 ára segjast vera trúlausir. Á hinum enda stikunnar er svo elsta fólkið; rétt rúm 20% fólks 65 ára og eldra segjast ekki vera trúuð. Þegar leitað er skýringa á auknu trúleysi segja talsmenn könnunarinnar að svo virðist sem afhjúpun á umfangsmiklu barnaníði innan kaþólsku kirkjunnar á Spáni sé ekki helsta ástæða þess að fólk snúi baki við kirkjunni, heldur vegi þyngra þær félagslegu breytingar sem átt hafi sér stað í samfélaginu í faraldrinum. Fólk hafi verið innilokað vikum og mánuðum saman og smám saman hafi trúar- og kirkjuþörf vikið fyrir öðrum þáttum hinnar nýju og breyttu tilveru. Kirkjubrúðkaup eru fátíð Sama könnun greinir frá því að einungis 10% brúðkaupa á Spáni eru núorðið haldin í kirkjum landsins. Borgaralegar hjónavígslur eru reglan, kirkjubrúðkaup eru undantekningin. Sums staðar eru kirkjubrúðkaup nánast að hverfa, í Katalóníu og Baskalandi fara rétt um 6% hjónavígslna fram í kirkjunni. Í takt við vaxandi trúleysi velja æ fleiri nemendur, að vera undanþegnir kristinfræði- eða trúarbragðakennslu. Á barnaskólastigi eru 36% barna undanþegin slíkri kennslu og tæp 40% unglinga sleppa þeim námsgreinum.
Spánn Trúmál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Innlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Innlent Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Atburðarás gærdagsins í myndum Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira