Feður sem myrða börn sín Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 18. apríl 2022 15:00 Jordi Mayor, bæjarstjóri Cullera, þar sem Jordi litli bjó með móður sinni, og Monica Oltra, varaforseti héraðsstjórnarinnar í Valencia, við minningarstund um drenginn. ROBER SOLSONA/EUROPA PRESS Feður og sambýlismenn mæðra á Spáni hafa orðið 47 börnum kvennanna að bana á síðustu árum, í þeim eina tilgangi að valda konunum þjáningu. 11 ára drengur var fórnarlamb föður síns í síðustu viku, eingöngu af því að dómara yfirsást að faðirinn sætti nálgunarbanni gagnvart móðurinni. Skömmu fyrir páska átti lítill drengur í þorpinu Sueca í Valensíu-héraði 11 ára afmæli. Hann hélt upp á það með móður sinni. Daginn eftir óku afi og amma hans honum til föður hans, sem hafði verið settur í nálgunarbann gagnvart móðurinni. Síðdegis þennan sama sunnudag tók faðirinn fram eldhúshnífinn og stakk son sinn til bana. Tilgangurinn er að valda móðurinni þjáningu Jordi er fyrsta fórnarlambið á þessu ári sem fellur undir skilgreininguna staðgengilsofbeldi. Það er ofbeldi, þar sem faðir, eða unnusti, myrðir börn konunnar til þess að valda henni sem mestum og ólýsanlegum sársauka. Spænsk stjórnvöld hófu skráningu á þessu grimmdarlega ofbeldi fyrir 9 árum og á þessum tæpa áratug hafa feður eða unnustar orðið 47 börnum, 26 drengjum og 21 stúlku, að bana í þessum eina tilgangi; að koma höggi á konurnar og valda þeim þjáningum. Sonia Vaccaro, réttarsálfræðingurinn, sem fann upp þetta hugtak, hefur nú unnið ítarlega skýrslu um eðli þessara hræðilegu glæpa. Hún segir að í ljósi þess að í 80 prósentum þessara morða sé það faðir barnanna sem bani þeim, sé rétt að skilgreina þau sem kynbundið ofbeldi. Í huga karlsins beinist það gegn móðurinni. Vaccaro segir að mennirnir sem myrði sín eigin börn til að valda mæðrunum þjáningum, séu að upplagi karlar án nokkurra sálfræðilegra kvilla, annarra en þeirra að vilja hafa vald yfir konu sinni. Þessir karlar skipuleggja glæpinn og taka það sem þeir telja sína réttmætu eign; börnin. Að hluta sé þetta arfur karlmennskuímyndar sem rekja megi allt til rómverska heimsveldisins; þar sem fjölskyldufaðirinn, höfuð fjölskyldunnar, hafði örlög eiginkonu sinnar, barna og þræla í hendi sér. Forsaga um ofbeldi algeng Rúmur helmingur karlanna höfðu hótað mæðrunum að skaða börn þeirra og um helmingur karlanna tók eigið líf eða reyndi það að ódæðinu loknu. Þrátt fyrir þetta höfðu ekki verið gerðar neinar ráðstafanir til að vernda eitt einasta þeirra barna sem týndu lífinu. Flest barnanna voru 5 ára eða yngri. Morðingjarnir höfðu í 74 prósentum tilvika beitt mæðurnar ofbeldi, en meirihluti þeirra hafði ekki kært mennina. Reyndar benda aðrar rannsóknir til þess að einungis 20 prósent kvenna sem beittar eru ofbeldi af hálfu maka sinna, tilkynni eða kæri ofbeldið. Reyndar voru þær viðbætur settar í lög hér á Spáni í fyrrahaust að feður sem uppvísir hafi orðið að ofbeldi gegn maka sínum, skuli ekki hafa leyfi til að umgangast börn sín, því eins og Vaccaro orðar það: „þú lætur ekki bankaræningja gæta skartgripaverslunar“. Í tilfelli hins 11 ára Jordi í Sueca, þá gleymdist að tilkynna dómaranum í fjölskyldudómstólnum að pabbi hans hafði beitt mömmu hans ofbeldi. Ítrekað. Sú yfirsjón kostaði litla drenginn lífið. Spánn Erlend sakamál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira
Skömmu fyrir páska átti lítill drengur í þorpinu Sueca í Valensíu-héraði 11 ára afmæli. Hann hélt upp á það með móður sinni. Daginn eftir óku afi og amma hans honum til föður hans, sem hafði verið settur í nálgunarbann gagnvart móðurinni. Síðdegis þennan sama sunnudag tók faðirinn fram eldhúshnífinn og stakk son sinn til bana. Tilgangurinn er að valda móðurinni þjáningu Jordi er fyrsta fórnarlambið á þessu ári sem fellur undir skilgreininguna staðgengilsofbeldi. Það er ofbeldi, þar sem faðir, eða unnusti, myrðir börn konunnar til þess að valda henni sem mestum og ólýsanlegum sársauka. Spænsk stjórnvöld hófu skráningu á þessu grimmdarlega ofbeldi fyrir 9 árum og á þessum tæpa áratug hafa feður eða unnustar orðið 47 börnum, 26 drengjum og 21 stúlku, að bana í þessum eina tilgangi; að koma höggi á konurnar og valda þeim þjáningum. Sonia Vaccaro, réttarsálfræðingurinn, sem fann upp þetta hugtak, hefur nú unnið ítarlega skýrslu um eðli þessara hræðilegu glæpa. Hún segir að í ljósi þess að í 80 prósentum þessara morða sé það faðir barnanna sem bani þeim, sé rétt að skilgreina þau sem kynbundið ofbeldi. Í huga karlsins beinist það gegn móðurinni. Vaccaro segir að mennirnir sem myrði sín eigin börn til að valda mæðrunum þjáningum, séu að upplagi karlar án nokkurra sálfræðilegra kvilla, annarra en þeirra að vilja hafa vald yfir konu sinni. Þessir karlar skipuleggja glæpinn og taka það sem þeir telja sína réttmætu eign; börnin. Að hluta sé þetta arfur karlmennskuímyndar sem rekja megi allt til rómverska heimsveldisins; þar sem fjölskyldufaðirinn, höfuð fjölskyldunnar, hafði örlög eiginkonu sinnar, barna og þræla í hendi sér. Forsaga um ofbeldi algeng Rúmur helmingur karlanna höfðu hótað mæðrunum að skaða börn þeirra og um helmingur karlanna tók eigið líf eða reyndi það að ódæðinu loknu. Þrátt fyrir þetta höfðu ekki verið gerðar neinar ráðstafanir til að vernda eitt einasta þeirra barna sem týndu lífinu. Flest barnanna voru 5 ára eða yngri. Morðingjarnir höfðu í 74 prósentum tilvika beitt mæðurnar ofbeldi, en meirihluti þeirra hafði ekki kært mennina. Reyndar benda aðrar rannsóknir til þess að einungis 20 prósent kvenna sem beittar eru ofbeldi af hálfu maka sinna, tilkynni eða kæri ofbeldið. Reyndar voru þær viðbætur settar í lög hér á Spáni í fyrrahaust að feður sem uppvísir hafi orðið að ofbeldi gegn maka sínum, skuli ekki hafa leyfi til að umgangast börn sín, því eins og Vaccaro orðar það: „þú lætur ekki bankaræningja gæta skartgripaverslunar“. Í tilfelli hins 11 ára Jordi í Sueca, þá gleymdist að tilkynna dómaranum í fjölskyldudómstólnum að pabbi hans hafði beitt mömmu hans ofbeldi. Ítrekað. Sú yfirsjón kostaði litla drenginn lífið.
Spánn Erlend sakamál Mest lesið Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent Fleiri fréttir SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Sjá meira