Krefjumst aðgerða vegna Suðurfjarðarvegar Guðbjörg Sandra Óðinsdóttir Hjelm og Bryngeir Ágúst Margeirsson skrifa 15. apríl 2022 22:00 Hinn mikilvægi en hættulegi Suðurfjarðarvegur liggur um suðurhluta Fjarðabyggðar, sem sameinar Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Mjóafjörð. Nauðsynleg uppbygging vegarins hefur verið til umræðu í Fjarðabyggð frá því að elstu menn muna og efalítið lengur. Lítið hefur þokast málum og vorum við sem og margir íbúar Suðurfjarða Austurlands slegnir að sjá að áætlun endurbóta er ekki fyrr en árið 2032! Fagnaðarefni var því að sjá tillögu að þingsályktun Njáls Trausta Friðbertssonar og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um að flýta uppbyggingu Suðurfjarðarvegar. Vegkaflinn frá Breiðdalsvík að Fáskrúðsfirði er talinn sá hættulegasti samkvæmt úttektum EuroRap, samtaka um gæðamat á vegakerfi Evrópu. Einbreiðar brýr eru börn síns tíma og eiga ekki að tilheyra nútíma samfélagi og á vegakaflanum eru þrjár slíkar, þar með talið brúin yfir Sléttuá á Reyðarfirði sem ber þyngsta umferð einbreiðra brúa á Austurlandi. Yfir hana komast ekki stór vinnutæki og þurfa að bíða eftir vaði í ánni til að ferðast á milli fjarða. Eykur það vandann að farsímasamband er þar mjög slitrótt, og því meiri hætta á manntjóni við slys á þessum vegi. Í greinagerð áðurnefndrar þingsályktunartillögu kemur fram að umferðarþungi hefur þar stóraukist síðustu ár og mun halda áfram með kraftmikilli uppbyggingu Fjarðabyggðar. Vegurinn er lykilatriði í sameinaðu sveitarfélagi. Skólaakstur frá Breiðdalsvík til Stöðvarfjarðar er hluta vikunnar. Íbúar á suðurfjörðum Fjarðabyggðar sækja þjónustu, atvinnu, félagsstarf og íþrótta- og æskulýðsstarf fara um þennan slæma veg daglega. Við getum aldrei starfað sem ein heild meðan sveitarfélagið er slitið í sundur með þessum hættulega vegi. Við þurfum sem samfélag að vera dugleg að minna á þetta og krefjast þess að uppbyggingunni verði flýtt. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð mun ekki þagna varðandi uppbyggingu Suðurfjarðarvegar. Hann krefst endurbóta, kjósum Sjálfstæðisflokkinn í Fjarðabyggð. Guðbjörg Sandra Óðinsdóttir Hjelm, Fáskrúðsfirðingur, og skipar 7. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Bryngeir Ágúst Margeirsson, Stöðfirðingur, og skipar 9. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Hinn mikilvægi en hættulegi Suðurfjarðarvegur liggur um suðurhluta Fjarðabyggðar, sem sameinar Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Mjóafjörð. Nauðsynleg uppbygging vegarins hefur verið til umræðu í Fjarðabyggð frá því að elstu menn muna og efalítið lengur. Lítið hefur þokast málum og vorum við sem og margir íbúar Suðurfjarða Austurlands slegnir að sjá að áætlun endurbóta er ekki fyrr en árið 2032! Fagnaðarefni var því að sjá tillögu að þingsályktun Njáls Trausta Friðbertssonar og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um að flýta uppbyggingu Suðurfjarðarvegar. Vegkaflinn frá Breiðdalsvík að Fáskrúðsfirði er talinn sá hættulegasti samkvæmt úttektum EuroRap, samtaka um gæðamat á vegakerfi Evrópu. Einbreiðar brýr eru börn síns tíma og eiga ekki að tilheyra nútíma samfélagi og á vegakaflanum eru þrjár slíkar, þar með talið brúin yfir Sléttuá á Reyðarfirði sem ber þyngsta umferð einbreiðra brúa á Austurlandi. Yfir hana komast ekki stór vinnutæki og þurfa að bíða eftir vaði í ánni til að ferðast á milli fjarða. Eykur það vandann að farsímasamband er þar mjög slitrótt, og því meiri hætta á manntjóni við slys á þessum vegi. Í greinagerð áðurnefndrar þingsályktunartillögu kemur fram að umferðarþungi hefur þar stóraukist síðustu ár og mun halda áfram með kraftmikilli uppbyggingu Fjarðabyggðar. Vegurinn er lykilatriði í sameinaðu sveitarfélagi. Skólaakstur frá Breiðdalsvík til Stöðvarfjarðar er hluta vikunnar. Íbúar á suðurfjörðum Fjarðabyggðar sækja þjónustu, atvinnu, félagsstarf og íþrótta- og æskulýðsstarf fara um þennan slæma veg daglega. Við getum aldrei starfað sem ein heild meðan sveitarfélagið er slitið í sundur með þessum hættulega vegi. Við þurfum sem samfélag að vera dugleg að minna á þetta og krefjast þess að uppbyggingunni verði flýtt. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð mun ekki þagna varðandi uppbyggingu Suðurfjarðarvegar. Hann krefst endurbóta, kjósum Sjálfstæðisflokkinn í Fjarðabyggð. Guðbjörg Sandra Óðinsdóttir Hjelm, Fáskrúðsfirðingur, og skipar 7. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Bryngeir Ágúst Margeirsson, Stöðfirðingur, og skipar 9. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar