Krefjumst aðgerða vegna Suðurfjarðarvegar Guðbjörg Sandra Óðinsdóttir Hjelm og Bryngeir Ágúst Margeirsson skrifa 15. apríl 2022 22:00 Hinn mikilvægi en hættulegi Suðurfjarðarvegur liggur um suðurhluta Fjarðabyggðar, sem sameinar Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Mjóafjörð. Nauðsynleg uppbygging vegarins hefur verið til umræðu í Fjarðabyggð frá því að elstu menn muna og efalítið lengur. Lítið hefur þokast málum og vorum við sem og margir íbúar Suðurfjarða Austurlands slegnir að sjá að áætlun endurbóta er ekki fyrr en árið 2032! Fagnaðarefni var því að sjá tillögu að þingsályktun Njáls Trausta Friðbertssonar og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um að flýta uppbyggingu Suðurfjarðarvegar. Vegkaflinn frá Breiðdalsvík að Fáskrúðsfirði er talinn sá hættulegasti samkvæmt úttektum EuroRap, samtaka um gæðamat á vegakerfi Evrópu. Einbreiðar brýr eru börn síns tíma og eiga ekki að tilheyra nútíma samfélagi og á vegakaflanum eru þrjár slíkar, þar með talið brúin yfir Sléttuá á Reyðarfirði sem ber þyngsta umferð einbreiðra brúa á Austurlandi. Yfir hana komast ekki stór vinnutæki og þurfa að bíða eftir vaði í ánni til að ferðast á milli fjarða. Eykur það vandann að farsímasamband er þar mjög slitrótt, og því meiri hætta á manntjóni við slys á þessum vegi. Í greinagerð áðurnefndrar þingsályktunartillögu kemur fram að umferðarþungi hefur þar stóraukist síðustu ár og mun halda áfram með kraftmikilli uppbyggingu Fjarðabyggðar. Vegurinn er lykilatriði í sameinaðu sveitarfélagi. Skólaakstur frá Breiðdalsvík til Stöðvarfjarðar er hluta vikunnar. Íbúar á suðurfjörðum Fjarðabyggðar sækja þjónustu, atvinnu, félagsstarf og íþrótta- og æskulýðsstarf fara um þennan slæma veg daglega. Við getum aldrei starfað sem ein heild meðan sveitarfélagið er slitið í sundur með þessum hættulega vegi. Við þurfum sem samfélag að vera dugleg að minna á þetta og krefjast þess að uppbyggingunni verði flýtt. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð mun ekki þagna varðandi uppbyggingu Suðurfjarðarvegar. Hann krefst endurbóta, kjósum Sjálfstæðisflokkinn í Fjarðabyggð. Guðbjörg Sandra Óðinsdóttir Hjelm, Fáskrúðsfirðingur, og skipar 7. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Bryngeir Ágúst Margeirsson, Stöðfirðingur, og skipar 9. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sveitarstjórnarkosningar 2022 Fjarðabyggð Samgöngur Skoðun: Kosningar 2022 Mest lesið Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Flóttafólk er bara fólk Úlfhildur Ólafsdóttir Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Skoðun Ætlar ríkið að stuðla að aukinni tóbaksneyslu á Íslandi? Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Bílastæðavandi í Reykjavík – tími til aðgerða Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Þakkir til Sivjar Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Hinn mikilvægi en hættulegi Suðurfjarðarvegur liggur um suðurhluta Fjarðabyggðar, sem sameinar Breiðdalsvík, Stöðvarfjörð, Fáskrúðsfjörð, Reyðarfjörð, Eskifjörð, Neskaupstað og Mjóafjörð. Nauðsynleg uppbygging vegarins hefur verið til umræðu í Fjarðabyggð frá því að elstu menn muna og efalítið lengur. Lítið hefur þokast málum og vorum við sem og margir íbúar Suðurfjarða Austurlands slegnir að sjá að áætlun endurbóta er ekki fyrr en árið 2032! Fagnaðarefni var því að sjá tillögu að þingsályktun Njáls Trausta Friðbertssonar og Berglindar Óskar Guðmundsdóttur, þingmanna Sjálfstæðisflokksins, um að flýta uppbyggingu Suðurfjarðarvegar. Vegkaflinn frá Breiðdalsvík að Fáskrúðsfirði er talinn sá hættulegasti samkvæmt úttektum EuroRap, samtaka um gæðamat á vegakerfi Evrópu. Einbreiðar brýr eru börn síns tíma og eiga ekki að tilheyra nútíma samfélagi og á vegakaflanum eru þrjár slíkar, þar með talið brúin yfir Sléttuá á Reyðarfirði sem ber þyngsta umferð einbreiðra brúa á Austurlandi. Yfir hana komast ekki stór vinnutæki og þurfa að bíða eftir vaði í ánni til að ferðast á milli fjarða. Eykur það vandann að farsímasamband er þar mjög slitrótt, og því meiri hætta á manntjóni við slys á þessum vegi. Í greinagerð áðurnefndrar þingsályktunartillögu kemur fram að umferðarþungi hefur þar stóraukist síðustu ár og mun halda áfram með kraftmikilli uppbyggingu Fjarðabyggðar. Vegurinn er lykilatriði í sameinaðu sveitarfélagi. Skólaakstur frá Breiðdalsvík til Stöðvarfjarðar er hluta vikunnar. Íbúar á suðurfjörðum Fjarðabyggðar sækja þjónustu, atvinnu, félagsstarf og íþrótta- og æskulýðsstarf fara um þennan slæma veg daglega. Við getum aldrei starfað sem ein heild meðan sveitarfélagið er slitið í sundur með þessum hættulega vegi. Við þurfum sem samfélag að vera dugleg að minna á þetta og krefjast þess að uppbyggingunni verði flýtt. Sjálfstæðisflokkurinn í Fjarðabyggð mun ekki þagna varðandi uppbyggingu Suðurfjarðarvegar. Hann krefst endurbóta, kjósum Sjálfstæðisflokkinn í Fjarðabyggð. Guðbjörg Sandra Óðinsdóttir Hjelm, Fáskrúðsfirðingur, og skipar 7. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð. Bryngeir Ágúst Margeirsson, Stöðfirðingur, og skipar 9. sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð.
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar