Vaktin: „Gefist upp eða deyið“ Tryggvi Páll Tryggvason, Samúel Karl Ólason og Smári Jökull Jónsson skrifa 16. apríl 2022 14:30 Móðir og dóttir bíða eftir strætisvagni sem flytur þær frá borginni Sloviansk í Dónetsk héraði í Úkraínu. Vísir/AP Rússar hafa gefið Úkraínumönnum afarkosti um að leggja niður vopn í Maríupól frá klukkan þrjú í nótt. Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa gefið hermönnum Úkraínu í Maríupól afarkosti um að leggja niður vopn frá klukkan þrjú að íslenskum tíma í nótt. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur enn á ný varað við því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum gegn Úkraínu. Fjölmargir Rússa hafa tilneyddir þurft að snúa aftur til Rússlands vegna fjárhagsvandræða eftir að hafa flúið landið í upphafi stríðsins. Rússar hafa bannað helstu ráðamönnum Breta að koma til landsins vegna fjandsamlegra aðgerða Breta gagnvart Rússum. Sameinuðu þjóðirnar óttast að lokun hafna Úkraínu við Svartahaf muni leiða til hungursneyðar um heiminn allan, fólksflutninga og aukins óstöðugleika. Innrásin í Úkraínu hefur verið kölluð sértæk hernaðaraðgerð en þar gæti mögulega orðið breyting á. Sérfræðingar sem vakta sjónvarpsstöðvar Rússlands telja mögulegt að verið sé að leggja grunninn að því að lýsa yfir formlega yfir stríði við Úkraínu. Fregnir hafa borist af mannfalli í austurhluta Úkraínu af völdum loftárása næturinnar. Talið er að minnst tveir hafi látist. Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, segir að á milli 2.500 til 3.000 úkraínskir hermenn hafi látist í átökunum og um tíu þúsund hafi slasast. Yfirvöld í Úkraínu búa sig undir hefndaraðgerðir af hálfu Rússa fyrir að hafa sökkt flaggskipi Rússneska hersins, Moskvu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Fréttastofa Vísis, Stöðvar 2 og Bylgjunnar fylgist með þróun mála í Úkraínu í allan dag. Helstu vendingar: Rússar hafa gefið hermönnum Úkraínu í Maríupól afarkosti um að leggja niður vopn frá klukkan þrjú að íslenskum tíma í nótt. Vólódímír Selenskí forseti Úkraínu hefur enn á ný varað við því að Rússar gætu beitt kjarnavopnum gegn Úkraínu. Fjölmargir Rússa hafa tilneyddir þurft að snúa aftur til Rússlands vegna fjárhagsvandræða eftir að hafa flúið landið í upphafi stríðsins. Rússar hafa bannað helstu ráðamönnum Breta að koma til landsins vegna fjandsamlegra aðgerða Breta gagnvart Rússum. Sameinuðu þjóðirnar óttast að lokun hafna Úkraínu við Svartahaf muni leiða til hungursneyðar um heiminn allan, fólksflutninga og aukins óstöðugleika. Innrásin í Úkraínu hefur verið kölluð sértæk hernaðaraðgerð en þar gæti mögulega orðið breyting á. Sérfræðingar sem vakta sjónvarpsstöðvar Rússlands telja mögulegt að verið sé að leggja grunninn að því að lýsa yfir formlega yfir stríði við Úkraínu. Fregnir hafa borist af mannfalli í austurhluta Úkraínu af völdum loftárása næturinnar. Talið er að minnst tveir hafi látist. Volodímir Selenskí, forseti Úkraínu, segir að á milli 2.500 til 3.000 úkraínskir hermenn hafi látist í átökunum og um tíu þúsund hafi slasast. Yfirvöld í Úkraínu búa sig undir hefndaraðgerðir af hálfu Rússa fyrir að hafa sökkt flaggskipi Rússneska hersins, Moskvu. Hér má finna vakt gærdagsins. Rússar eru sagðir hafa hörfað alfarið frá norðurhluta Úkraínu. Rússar eru nú sagðir undirbúa stórsókn í Donbas, austasta hluta landsins.vísir
Úkraína Hernaður Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Tala látinna hækkar í lestarslysinu á Spáni Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Fleiri fréttir Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Brýndi fyrir Trump að tollun hans væri „röng“ Þjóðverjar yfirgefa Grænland Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Hervæddur hvunndagurinn í Nuuk Átta látnir á einum degi vegna snjóflóða Miklar sviptingar í Sýrlandi Gríðarleg vonbrigði og mikið áhyggjuefni Tollahótanir Trump gætu hrundið af stað uggvænlegri atburðarás Nóbelsnefndin afdráttarlaus varðandi framsal verðlaunapeninga Vilja beita „ofurvopni“ ESB gegn Bandaríkjunum Hundruð hermanna í viðbragðsstöðu vegna Minnesota Myndir: Þúsundir mótmæltu á Grænlandi Segir þúsundir hafa dáið á grimmilegan máta Setur „stærsta samning í sögunni“ í uppnám Evrópuleiðtogar bregðast við: „Við látum ekki fjárkúga okkur“ Macron: „Engin ógnun eða hótun mun hafa áhrif á okkur“ Ekki útilokað að Ísland sæti Grænlandstollum Þyrfti líklega að leggja toll á allt Evrópusambandið Reyna að rjúfa nettenginu endanlega Boðar 10 prósenta toll á Norðurlönd, Breta, Frakka, Þjóðverja og fleiri Þúsundir baula á bandaríska sendiherrann Ítalir lögðu hald á skip frá Rússlandi Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila Bein útsending: Flytja fimm þúsund tonna eldflaug á skotpall fyrir tunglskot Danmörk „pínulítið land“ með „pínulítinn her“ Hótar tollum á ríki sem standa með Grænlendingum Hafa náð einu og hálfu prósenti af Úkraínu á þremur árum Milljónir Bandaríkjamanna hafi þungar áhyggjur vegna Grænlands Sjá meira
Enn deilt um Epstein-skjölin: Dómsmálaráðuneytið segir dómara ekki mega skipa óháðan eftirlitsaðila