Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði með nýja nálgun í dagvistun Kristín Thoroddsen skrifar 17. apríl 2022 00:00 Næsta haust mun leikskólaplássum í Hafnarfirði fjölga umtalsvert með færanlegum kennslustofum og byggingu leikskóla í nýjasta hverfi okkar, Hamranesi. Mikill fjöldi ungra fjölskyldna býr í Hafnarfirði og er bæjarfélagið að byggja upp ný hverfi þar sem börnum mun fjölga enn frekar. Hafnarfjörður býður upp á allt það sem fjölskyldur kalla eftir, sterka leik- og grunnskóla, faglegt dagforeldrastarf, öflugan tónlistarskóla og mikinn fjölda íþróttafélaga með fjölbreyttar íþróttagreinar. Þegar kemur að dagvistun okkar yngstu íbúa vill Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði fjölga valkostunum. Í dag hafa foreldrar val um að sækja fyrst um hjá dagforeldrum og síðan í leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur um 12 mánaða aldur barns. Sjálfstæðisflokkurinn vill bjóða fjölskyldum val um nokkrar leiðir að fæðingarorlofi loknu. Komið verður á foreldragreiðslum fyrir þá foreldra sem kjósa að vera heima með barni sínu. Áfram verður stutt við dagforeldra til að tryggja að slík þjónusta sé í boði og einnig verður unnið að því að styrkja enn frekar leikskóla bæjarins, innrita yngri börn og ganga skrefi lengra í að gera starfsumhverfi hafnfirska leikskóla enn betra, bæði fyrir börn og starfsfólk. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram standa með börnum og starfsmönnum og vinna að því að auka sveigjanleika þegar kemur að innritun og vistunartíma barna, sem mun einnig leiða af sér aukinn sveigjanleika í vinnutíma starfsmanna. Endurskoðum skipulag leikskóladagsins Eitt af forgangsverkefnum nýs kjörtímabils er að samræma verklag leik- og grunnskóla. Afmarka þarf betur skóladag leikskólanna í samvinnu við fagfólk leikskólanna, vinna að skipulagi sem líkist meira skipulagi grunnskóla og halda áfram að þróa leikskólana í átt að því sem ávarpað er í aðalnámskrá leikskóla. Í framtíðinni þarf síðan að skoða í samvinnu við ríkisvaldið hvort gerlegt er að námshluti leikskólanna verði gjaldfrjáls. Með samvinnu við starfsfólk leikskólanna og þekkingu frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins munum við bæta enn frekar starfsumhverfi barna og starfsfólks og þannig tryggja að leikskólar Hafnarfjarðar séu framúrskarandi vinnustaðir þar sem hagsmunir hafnfirskra barna eru ávallt í fyrirrúmi. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Sjálfstæðisflokkurinn Skóla - og menntamál Leikskólar Sveitarstjórnarkosningar 2022 Skoðun: Kosningar 2022 Kristín Thoroddsen Mest lesið Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens Skoðun Mega bara íslenskir karlmenn nauðga konum á Íslandi? Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann Skoðun Nýbygging þýðir ekki gallalaus eign Annþór Kristján Karlsson Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Skoðun Lausnin liggur fyrir – Landspítali þarf að stíga skrefið Sandra B. Franks skrifar Skoðun Auðbeldi SFS Örn Bárður Jónsson skrifar Skoðun Skjárinn og börnin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun „Er stjúpmamma þín vond eins og í Öskubusku?“ Hafdís Bára Ólafsdóttir skrifar Skoðun Af hverju er Framsóknarfólk hamingjusamast? Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Norska leiðin hefur gefist vel – í Póllandi Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Opið hús fyrir útvalda Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Af hverju hræðist fólk kynjafræði? Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Hópnauðganir/svartheimar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Valdið og samvinnuhugsjónin Kjartan Helgi Ólafsson skrifar Skoðun NPA breytti lífinu mínu Sveinbjörn Eggertsson skrifar Skoðun Hefur þú tilkynnt um ofbeldi gegn barni? Alfa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Gildi kærleika og mannúðar Toshiki Toma skrifar Skoðun Hvernig tryggjum við samkeppnishæfni þjóðar? Jón Skafti Gestsson skrifar Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Flottu kjötauglýsingarnar í blöðunum... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Grafarvogsgremjan Þorlákur Axel Jónsson skrifar Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjármögnuðu stríðsvél Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Næsta haust mun leikskólaplássum í Hafnarfirði fjölga umtalsvert með færanlegum kennslustofum og byggingu leikskóla í nýjasta hverfi okkar, Hamranesi. Mikill fjöldi ungra fjölskyldna býr í Hafnarfirði og er bæjarfélagið að byggja upp ný hverfi þar sem börnum mun fjölga enn frekar. Hafnarfjörður býður upp á allt það sem fjölskyldur kalla eftir, sterka leik- og grunnskóla, faglegt dagforeldrastarf, öflugan tónlistarskóla og mikinn fjölda íþróttafélaga með fjölbreyttar íþróttagreinar. Þegar kemur að dagvistun okkar yngstu íbúa vill Sjálfstæðisflokkurinn í Hafnarfirði fjölga valkostunum. Í dag hafa foreldrar val um að sækja fyrst um hjá dagforeldrum og síðan í leikskóla þegar fæðingarorlofi lýkur um 12 mánaða aldur barns. Sjálfstæðisflokkurinn vill bjóða fjölskyldum val um nokkrar leiðir að fæðingarorlofi loknu. Komið verður á foreldragreiðslum fyrir þá foreldra sem kjósa að vera heima með barni sínu. Áfram verður stutt við dagforeldra til að tryggja að slík þjónusta sé í boði og einnig verður unnið að því að styrkja enn frekar leikskóla bæjarins, innrita yngri börn og ganga skrefi lengra í að gera starfsumhverfi hafnfirska leikskóla enn betra, bæði fyrir börn og starfsfólk. Sjálfstæðisflokkurinn mun áfram standa með börnum og starfsmönnum og vinna að því að auka sveigjanleika þegar kemur að innritun og vistunartíma barna, sem mun einnig leiða af sér aukinn sveigjanleika í vinnutíma starfsmanna. Endurskoðum skipulag leikskóladagsins Eitt af forgangsverkefnum nýs kjörtímabils er að samræma verklag leik- og grunnskóla. Afmarka þarf betur skóladag leikskólanna í samvinnu við fagfólk leikskólanna, vinna að skipulagi sem líkist meira skipulagi grunnskóla og halda áfram að þróa leikskólana í átt að því sem ávarpað er í aðalnámskrá leikskóla. Í framtíðinni þarf síðan að skoða í samvinnu við ríkisvaldið hvort gerlegt er að námshluti leikskólanna verði gjaldfrjáls. Með samvinnu við starfsfólk leikskólanna og þekkingu frambjóðenda á lista Sjálfstæðisflokksins munum við bæta enn frekar starfsumhverfi barna og starfsfólks og þannig tryggja að leikskólar Hafnarfjarðar séu framúrskarandi vinnustaðir þar sem hagsmunir hafnfirskra barna eru ávallt í fyrirrúmi. Höfundur er formaður fræðsluráðs Hafnarfjarðar og í 4. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Hafnarfirði.
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
Skoðun Hlustum á okkar landsliðskonur - sýnum Ísrael rauða spjaldið Hrönn G. Guðmundsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu Frans páfa - sem tók sér nafn verndardýrlings dýra og náttúru Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Er ég að svindla? – Um sambýli manns og gervigreindar í sköpun og þekkingu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar