Handbolti

Ísland í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður á HM

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Ísland verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á HM sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári.
Ísland verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á HM sem fram fer í Svíþjóð og Póllandi á næsta ári. Vísir/Hulda Margrét

Íslenska karlalandsliðið í handbolta verður í efsta styrkleikaflokki þegar dregið verður í riðla á HM sem fram ferí Svíþjóð og Póllandi í janúar á næsta ári.

Danir, Svíar, Frakkar, Norðmenn, Þjóðverjar og Egyptar eru með íslenska liðinu í efsta styrkleikaflokki, en styrkelykaflokkarnir eru alls fjórir. Eitt lið úr hverjum flokki fer í hvern riðil, en riðlarnir verða átta talsins.

Leikir Íslands í riðlakeppninni fara fram í Kristianstad í Svíþjóð, og því ekki mjög langt fyrir íslenska aðdáendur að fara og styðja strákana okkar.

Þrjú lið úr hverjum riðli fyrir sig tryggja sér sæti í milliriðli. Milliriðlarnir verða fjórir talsins og tvö lið úr hverjum milliriðli fara svo í átta liða úrslit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×