Kjarninn tók út frétt vegna yfirgengilegs rasisma Smári Jökull Jónsson skrifar 17. apríl 2022 19:37 Þórður Snær Júlíusson er ritstjóri Kjarnans Vísir/Egill Aðalsteinsson Vefmiðlinn Kjarninn tók út frétt sem birtist á vefnum vegna persónuárása, rasisma og hatursorðræðu gegn Lenyu Rún Taha Karim, varaþingsmanns Pírata. Þórður Snær Júlíusson ritstjóri Kjarnans segir að sig hafi sett hljóðan við lestur ummælanna. Kjarninn birti á föstudag viðtal við Lenyu Rún þar sem hún greinir frá því sem hún hafi gengið í gegnum sem varaþingmaður vegna uppruna síns. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að hún hafi íhugað að skila kjörbréfi sínu vegna persónuárása í hennar garð. Í pistli sem Þórður Snær skrifar á Facebook síðu Kjarnans nú undir kvöld segir hann að það verklag sé viðhaft að vinna eina til tvær fréttir upp úr stærri viðtölum og birta dagana á eftir. Það var einnig gert í þetta skiptið. Þórður segir hins vegar að þegar hluti af viðtalinu við Lenyu Rún hafi verið tekinn úr stærra samhengi hafi orðið til viðbrögð sem hann hafi ekki séð fyrir. Hann segir ekki hægt að lýsa viðbrögðunum öðruvísi en sem persónuárásum, rasisma og hatursorðræðu. Hann hafi því ákveðið að eyða út ömurlegustu umræðunum sem birtust á samfélagsmiðlum Kjarnans og loka fyrir ný ummæli. Það dugði hins vegar ekki og síðdegis í dag hafi sú ákvörðun verið tekin að eyða út deilingum fréttarinnar og taka hana úr birtingu. Lenya Rún er fimmta yngsta manneskjan sem hefur tekið sæti á Alþingi sem varamaður en hún var 22 ára og 9 daga gömul þegar hún settist fyrst á þing undir lok síðasta árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi en bjó í Kúrdistan á árunum 2013 til 2016. Í viðtalinu við Kjarnann segir hún að hún hafi tekið eftir hatursfullum ummælum þegar hún tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn. „Fólk í kommentakerfinu vísar í okkur sem krakka og mig sem íslamista,“ segir Lenya Rún í viðtalinu við Kjarnann og á þar við hana sjálfa og Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur sem tók sæti á þingi sama dag og Lenya Rún. Alþingi Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Píratar Tengdar fréttir Yngst til að taka sæti á þingi Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. 27. desember 2021 12:05 Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Kjarninn birti á föstudag viðtal við Lenyu Rún þar sem hún greinir frá því sem hún hafi gengið í gegnum sem varaþingmaður vegna uppruna síns. Í viðtalinu kemur meðal annars fram að hún hafi íhugað að skila kjörbréfi sínu vegna persónuárása í hennar garð. Í pistli sem Þórður Snær skrifar á Facebook síðu Kjarnans nú undir kvöld segir hann að það verklag sé viðhaft að vinna eina til tvær fréttir upp úr stærri viðtölum og birta dagana á eftir. Það var einnig gert í þetta skiptið. Þórður segir hins vegar að þegar hluti af viðtalinu við Lenyu Rún hafi verið tekinn úr stærra samhengi hafi orðið til viðbrögð sem hann hafi ekki séð fyrir. Hann segir ekki hægt að lýsa viðbrögðunum öðruvísi en sem persónuárásum, rasisma og hatursorðræðu. Hann hafi því ákveðið að eyða út ömurlegustu umræðunum sem birtust á samfélagsmiðlum Kjarnans og loka fyrir ný ummæli. Það dugði hins vegar ekki og síðdegis í dag hafi sú ákvörðun verið tekin að eyða út deilingum fréttarinnar og taka hana úr birtingu. Lenya Rún er fimmta yngsta manneskjan sem hefur tekið sæti á Alþingi sem varamaður en hún var 22 ára og 9 daga gömul þegar hún settist fyrst á þing undir lok síðasta árs. Hún er fædd og uppalin á Íslandi en bjó í Kúrdistan á árunum 2013 til 2016. Í viðtalinu við Kjarnann segir hún að hún hafi tekið eftir hatursfullum ummælum þegar hún tók sæti á Alþingi í fyrsta sinn. „Fólk í kommentakerfinu vísar í okkur sem krakka og mig sem íslamista,“ segir Lenya Rún í viðtalinu við Kjarnann og á þar við hana sjálfa og Gunnhildi Fríðu Hallgrímsdóttur sem tók sæti á þingi sama dag og Lenya Rún.
Alþingi Kynþáttafordómar Fjölmiðlar Píratar Tengdar fréttir Yngst til að taka sæti á þingi Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. 27. desember 2021 12:05 Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32 Mest lesið Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Innlent Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi Erlent Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Eldur kveiktur í lyftu Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Innlent Fleiri fréttir Eldur kveiktur í lyftu Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Áfram auknar líkur á eldgosi Rafmagn komið á að nýju í Garðabæ Berjast við talsverðan sinueld við Selfoss Guðmundur Ingi rótar fólki inn í Samfylkinguna Varnarsamningur við ESB settur á oddinn og þjóðaratkvæðagreiðsla brátt fyrir þingið „Lítur út fyrir að aðeins eitt framboð hafi borist“ Tilkynnir um ráðherraskipan á föstudag Guðmundur Árni vill áfram leiða Samfylkingu í Hafnarfirði Ingibjörg og Eiríkur taka embætti dómara við Landsrétt Framboðsmál að skýrast hjá Sjálfstæðisfólki „Við Guðlaugur Þór erum góðir vinir“ Segir Viðreisn harðsnúnasta sérhagsmunagæsluflokk seinni tíma Ragnhildur Alda vill halda öðru sætinu Mannleg mistök þegar starfsmenn Reykjanesbæjar tæmdu geymslur íbúa Kosningasigurinn kostaði Samfylkinguna hátt í hundrað milljónir Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut „Ég styð Hildi og ber fullt traust til hennar“ Guðlaugur fer ekki fram í Reykjavík Enn þungt haldinn í Suður-Afríku en einhver batamerki Sjá meira
Yngst til að taka sæti á þingi Gunnhildur Fríða Hallgrímsdóttir, varaþingmaður Pírata, varð í dag yngsta manneskjan til að taka sæti á Alþingi Íslendinga. Gunnhildur Fríða er jafnframt fyrsta manneskjan sem fædd er á þessari öld til að taka sæti á þingi, en hún er nítján ára og 241 daga gömul. 27. desember 2021 12:05
Hefur tilkynnt fjölda rasískra skilaboða til lögreglu Varaþingmaður hefur gert lögreglu viðvart eftir að fjöldi skilaboða í anda hatursorðræðu bárust henni. Hún segir tíma kominn á almennilega umræðu um fjölbreytileika samfélagsins. 16. október 2021 20:32