Hefjum kröftuga uppbyggingu í Fjarðabyggð Theodór Elvar Haraldsson skrifar 18. apríl 2022 10:31 Fjarðabyggð og íbúar þess þekkja vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og stórum fjárfestingum. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíku. Sem sveitarfélag höfum við sýnt að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Sveitarfélagið státar sig af kröftugu atvinnulífi sem blómstrar og verður sífellt fjölbreyttara. Stöðugt atvinnulíf Fjölbreytt atvinnulíf og sterkir lykilaðilar í stórum atvinnugreinum eru mikilvægir í að leita leiða til að hámarka virðiskeðju samfélags og skapa vettvang skapandi samtals. Víða hefur klasasamstarf atvinnulífs, íbúa og sveitarfélags leitt til uppbyggingar. Íbúar og atvinnulíf hafa séð tækifæri í þjónustu eða áframframleiðslu byggða á grunni sem fyrir er. Nýsköpunartækifæri leiða til enn fjölbreyttara atvinnulífs. Síðast en ekki síst skapast tækifæri til samtals á sem gerir okkur kleift að mæta áskorunum sem ein heild. Mikill húsnæðisvandi Húsnæðisskortur er helsti flöskuháls áframhaldandi atvinnuuppbyggingar í Fjarðabyggð. Illa gengur að fá vinnuafl og er húsnæðisskortur ein helsta orsök. Mikilvægt er að koma á samráðsvettvangi byggingaraðila, atvinnulífsins og sveitarfélagsins með það fyrir augum að hraða uppbyggingu. Sveitarfélagið þarf að vera leiðandi aðili í slíku samtali. Það getur jafnframt stuðlað að kröftugri uppbyggingu með stuðningsaðgerðum t.d. formi leiguskuldbindinga. Fjarðabyggð þarf að huga að nægt lóðaframboð sé í öllum byggðakjörnum og tryggja að komið verði til móts við þarfir byggingaraðila hverju sinni. Þá eru tækifæri fólgin í því að hefja samstarf um uppbyggingu íbúða fyrir 60 ára og eldri með þjónustuaðstöðu. Það eykur framboð fasteigna sem sitja fastar í eigu þess hóps sem vill minnka við sig en fær ekki húsnæði við hæfi. Samhliða allri uppbyggingu er nauðsynlegt að Fjarðabyggð styðji hana með samstilltu kynningar- og markaðsátaki til að styrkja ímynd sveitarfélagsins, kynna þau fjölbreyttu tækifæri sem það býður, lífsgæðin og allt það sem við höfum fram að færa. Hefjum sókn til framfara og styrkjum Fjarðabyggð. Það gerum við best með Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð. Höfundur er skipstjóri og skipar 17. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Húsnæðismál Skoðun: Kosningar 2022 Sjálfstæðisflokkurinn Fjarðabyggð Sveitarstjórnarkosningar 2022 Mest lesið Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verðbólguna Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að setjast í fyrsta sinn á skólabekk Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ferðalag úr fangelsi hugans Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hraðahindranir fyrir strætó Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Íslenzkir sambandsríkissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Garðurinn okkar fyllist af illgresi Davíð Bergmann skrifar Skoðun Nýtt landsframlag – og hvað svo? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Fágætir dýrgripir í Vestmannaeyjum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Er einnig von á góðakstri Strætó í ár? Stefán Hrafn Jónsson skrifar Skoðun Ferðumst saman í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Þúsundir barna bætast við umferðina Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Þau sem hlaupa í átt að hættunni þegar aðrir flýja Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Öndum rólega Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Réttur barna versus veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Framtíð villta laxins hangir á bláþræði Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun „Akademísk sniðganga“: gaslýsingar og hnignun háskólasamfélagsins Birgir Finnsson skrifar Skoðun Við lifum ekki á tíma fasisma Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar Sjá meira
Fjarðabyggð og íbúar þess þekkja vel til áskorana sem fylgja uppbyggingu og stórum fjárfestingum. Fjárfestar með atvinnuskapandi hugmyndir horfa til þess hve vel sveitarfélagið er í stakk búið til að mæta slíku. Sem sveitarfélag höfum við sýnt að við getum tekið á móti stórum verkefnum. Sveitarfélagið státar sig af kröftugu atvinnulífi sem blómstrar og verður sífellt fjölbreyttara. Stöðugt atvinnulíf Fjölbreytt atvinnulíf og sterkir lykilaðilar í stórum atvinnugreinum eru mikilvægir í að leita leiða til að hámarka virðiskeðju samfélags og skapa vettvang skapandi samtals. Víða hefur klasasamstarf atvinnulífs, íbúa og sveitarfélags leitt til uppbyggingar. Íbúar og atvinnulíf hafa séð tækifæri í þjónustu eða áframframleiðslu byggða á grunni sem fyrir er. Nýsköpunartækifæri leiða til enn fjölbreyttara atvinnulífs. Síðast en ekki síst skapast tækifæri til samtals á sem gerir okkur kleift að mæta áskorunum sem ein heild. Mikill húsnæðisvandi Húsnæðisskortur er helsti flöskuháls áframhaldandi atvinnuuppbyggingar í Fjarðabyggð. Illa gengur að fá vinnuafl og er húsnæðisskortur ein helsta orsök. Mikilvægt er að koma á samráðsvettvangi byggingaraðila, atvinnulífsins og sveitarfélagsins með það fyrir augum að hraða uppbyggingu. Sveitarfélagið þarf að vera leiðandi aðili í slíku samtali. Það getur jafnframt stuðlað að kröftugri uppbyggingu með stuðningsaðgerðum t.d. formi leiguskuldbindinga. Fjarðabyggð þarf að huga að nægt lóðaframboð sé í öllum byggðakjörnum og tryggja að komið verði til móts við þarfir byggingaraðila hverju sinni. Þá eru tækifæri fólgin í því að hefja samstarf um uppbyggingu íbúða fyrir 60 ára og eldri með þjónustuaðstöðu. Það eykur framboð fasteigna sem sitja fastar í eigu þess hóps sem vill minnka við sig en fær ekki húsnæði við hæfi. Samhliða allri uppbyggingu er nauðsynlegt að Fjarðabyggð styðji hana með samstilltu kynningar- og markaðsátaki til að styrkja ímynd sveitarfélagsins, kynna þau fjölbreyttu tækifæri sem það býður, lífsgæðin og allt það sem við höfum fram að færa. Hefjum sókn til framfara og styrkjum Fjarðabyggð. Það gerum við best með Sjálfstæðisflokknum í Fjarðabyggð. Höfundur er skipstjóri og skipar 17. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð
Skoðun Gjaldskyldulandið Ísland - Viltu hafa bílastæðagjald við hverja lækjarsprænu? Hermann Helguson skrifar
Skoðun Gervigreind er ekki sannleiksvél – en við getum gert svörin traustari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fíknisjúkdómur – samfélagsleg ábyrgð sem við þurfum að takast á við Halldór Þór Svavarsson skrifar