Landsmenn hugi að sóttvörnum Snorri Másson skrifar 18. apríl 2022 13:00 Þau afbrigði fuglaflensuveirunnar sem nú er mest um í nágrannalöndum okkar (H5N1) hafa ekki valdið sýkingum í fólki. Ekki er talin hætta á að smit berist í fólk við neyslu eggja eða kjöts af alifuglum. Líkurnar á smiti frá fuglum í fólk eru því litlar en þó er aldrei hægt að útiloka smit og fólk þarf ávallt að gæta sóttvarna við handfjötlun á veikum og dauðum fuglum. Það gæti haft alvarlegar afleiðingar í för með sér ef fuglaflensa berst inn á stærri alifuglabú að sögn yfirdýralæknis Matvælastofnunar. Landsmenn eru hvattir til að huga vel að sóttvörnum, ekki síst í kringum dauða fugla. Á Reykjum í Árnessýslu hefur Birna Þorsteinsdóttir haldið hænur um nokkra hríð - en þegar dauður hrafn fannst utan við hænsnakofann í síðustu viku, og nokkrar hænur veiktust skömmu síðar, var ákveðið að fella allar hænurnar. „Þetta er náttúrulega bara hundfúlt,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. „Maður var bara svekktur að hafa ekki lokað hænurnar inni um leið og við fundum hrafninn en það hefði nú trúlega verið of seint af því að þær eru alltaf á vappi um svæðið þar sem hann fannst dauður. Þetta virðist gerast mjög hratt af því að hænurnar eru búnar að vera fílhraustar allan daginn og verpa eins og þeim sé borgað fyrir,“ segir Birna. Svo detta hænurnar allt í einu niður dauðar. Það er ekki óeðlilegt að á þessum tíma árs berist flensur með farfuglum, en áhyggjur Matvælastofnunar nú beinast að stærri alifuglabúum. Í Evrópu hafa fleiri milljónir alifugla verið aflífaðir. En hve mikill gæti skaðinn orðið hér? Gríðarlegur, segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar. „Það er að segja ef þetta fer inn á alifuglabú, hvort sem það eru kjúklingar eða varphænum, sem eru yfirleitt í þúsundatali. Það er mikil veiki, mikill dauði og það eina sem hægt er að gera er að fella öll dýrin, þetta er ólæknandi. Aflífa þau og farga,“ segir Sigurborg. Nú er þetta spurning um smitvarnir að sögn Sigurborgar - einkum fugla á milli - því flensuafbrigðið sem nú hefur fundist í fuglum hefur ekki verið að smita fólk að neinu ráði. Almennt eru sóttvarnir á alifuglabúum góðar. Því er engin yfirvofandi hætta, en því er beint til almennings að snerta dauða fugla ekki með berum höndum. Og að tilkynna um óeðlilega dauða fugla. Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36 Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Á Reykjum í Árnessýslu hefur Birna Þorsteinsdóttir haldið hænur um nokkra hríð - en þegar dauður hrafn fannst utan við hænsnakofann í síðustu viku, og nokkrar hænur veiktust skömmu síðar, var ákveðið að fella allar hænurnar. „Þetta er náttúrulega bara hundfúlt,“ segir Birna í samtali við fréttastofu. „Maður var bara svekktur að hafa ekki lokað hænurnar inni um leið og við fundum hrafninn en það hefði nú trúlega verið of seint af því að þær eru alltaf á vappi um svæðið þar sem hann fannst dauður. Þetta virðist gerast mjög hratt af því að hænurnar eru búnar að vera fílhraustar allan daginn og verpa eins og þeim sé borgað fyrir,“ segir Birna. Svo detta hænurnar allt í einu niður dauðar. Það er ekki óeðlilegt að á þessum tíma árs berist flensur með farfuglum, en áhyggjur Matvælastofnunar nú beinast að stærri alifuglabúum. Í Evrópu hafa fleiri milljónir alifugla verið aflífaðir. En hve mikill gæti skaðinn orðið hér? Gríðarlegur, segir Sigurborg Daðadóttir, yfirdýralæknir Matvælastofnunar. „Það er að segja ef þetta fer inn á alifuglabú, hvort sem það eru kjúklingar eða varphænum, sem eru yfirleitt í þúsundatali. Það er mikil veiki, mikill dauði og það eina sem hægt er að gera er að fella öll dýrin, þetta er ólæknandi. Aflífa þau og farga,“ segir Sigurborg. Nú er þetta spurning um smitvarnir að sögn Sigurborgar - einkum fugla á milli - því flensuafbrigðið sem nú hefur fundist í fuglum hefur ekki verið að smita fólk að neinu ráði. Almennt eru sóttvarnir á alifuglabúum góðar. Því er engin yfirvofandi hætta, en því er beint til almennings að snerta dauða fugla ekki með berum höndum. Og að tilkynna um óeðlilega dauða fugla.
Fuglar Dýraheilbrigði Dýr Tengdar fréttir Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36 Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32 Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Musk sagður hafa átt fund með sendiherra Íran Erlent Fleiri fréttir Fjárlögin áfram rædd í dag og styttist í þinglok Bein útsending: Frambjóðendur tala við nemendur Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Færa til fjármuni til þess að bæta aðstöðu á bráðamóttöku Brenna líkin á nóttunni Starfsmenn Arion himinlifandi með daggæsluna Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Rannsaka hópárás á tvo einstaklinga Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Sjá meira
Fuglaflensan gæti verið víða á landinu í ljósi greininga í villtum fuglum Vonir eru bundnar við að fuglaflensan hafi ekki náð að dreifa frekar úr sér eftir að nokkur tilfelli voru staðfest hér á landi. Dýralæknir alifuglasjúkdóma hjá Matvælastofnun segir mikilvægt að fólk sé á varðbergi þó það sé ólíklegt að veiran ógni mannfólki. 16. apríl 2022 21:36
Óttast að fuglaflensan hafi orðið súlunum að bana: „Ég hef aldrei séð þetta áður“ Viðbragðsáætlun Matvælastofnunar hefur verið virkjuð nú eftir að fuglaflensa hefur verið staðfest hér á landi. Vefmyndavélar í Eldey sýna dauðar súlur á víð og dreif og fer þeim fjölgandi milli daga. Prófessor í dýrafræði segir það slæmar fréttir ef fuglaflensusmit er að berast inn í fuglahópa. 16. apríl 2022 12:32