Þórir var í byrjunarliði Lecce, en var tekinn af velli eftir um klukkutíma leik. Liðið sat á toppi deildarinnar fyrir leikinn.
Eina mark leiksins skoraði Michael Folorunsho í uppbótartíma fyrri hálfleiks og niðurstaðan því 1-0 sigur Reggina.
Þórir og félaga misstu þar með toppsætið til Cremonese sem vann sinn leik gegn Cosenza, 1-3. Lecce situr nú í öðru sæti deildairnnar með 65 stig þegar þrjár umferðir eru eftir af tímabilinu, en samkeppnin um sæti í efstu deild er hörð. Tvö efsstu liðin fara beint upp í efstu deild, en aðeins sex stig skilja fyrsta og sjötta sæti að.