Fótbolti

Titilvonir Napoli dvína eftir jafntefli gegn Roma

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Roma lagði stein í götu Napoli í titilbaráttu þeirra í dag.
Roma lagði stein í götu Napoli í titilbaráttu þeirra í dag. MB Media/Getty Images

Napoli og Roma áttust við í ítölsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld í mikilvægum leik fyrir bæði lið. Stephan El Shaarawy reyndist hetja Rómverja þegar hann tryggði liðinu 1-1 jafntefli í uppbótartíma.

Lorenzo Insigne kom heimamönnum í Napoli yfir með marki af vítapunktinum strax á 11. mínútu eftir að Roger Ibanez hafði brotið á Hirving Lozano innan vítateigs.

Þetta reyndist eina mark fyrri háflleiksins og því var staðan 1-0 þegar gengið var til búningsherbergja. 

Raunar reyndist þetta eina mark venjulegs leiktíma því jöfnunarmarkið leit ekki dagsins ljós fyrr en komið var inn í uppbótartíma síðari hálfleiks. Þar var á ferðinni varamaðurinn Stephan El Shaarawy þegar hann batt endahnútinn á vel útfærða sókn og tryggði Rómverjum eitt stig.

Niðurstaðan varð 1-1 jafntefli og titilvonir Napoli fara því minnkandi. Liðið situr í þriðja sæti deildarinnar með 67 stig þegar liðið á þrjá leiki eftir, fjórum stigum minna en AC Milan sem trónir á toppnum.

Roma situr hins vegar í fimmta sæti með 58 stig og heldur enn í veika von um að tryggja sér sæti í Meistaradeild Evrópu.

Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×