Keflavíkurflugvöllur iðar aftur af lífi: „Það líður öllum miklu betur“ Fanndís Birna Logadóttir og Snorri Másson skrifa 18. apríl 2022 19:55 Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, fagnar því að traffíkin sé að aukast. Stöð 2 Ferðaþjónustan er á ýmsum sviðum að ná sömu hæðum og fyrir heimsfaraldur, hvort sem litið er til utanferða Íslendinga eða hingaðkomu ferðamanna. Bæjarstjóri Reykjanesbæjar fagnar því að því að umferðin sé að aukast og segir það mikinn létti fyrir alla í bænum. Um hundrað flug, bæði brottfarir og komur, fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í dag en um er að ræða jafn mörg flug og alla átta dagana yfir páskana í fyrra. Þannig virðist tilfinning fólks um að allir séu í útlöndum eiga sér einhverja stoð í tölfræðinni. Greint var frá því fyrir helgi að öll bílastæði í kringum Leifsstöð hafi verið upptekin en aðeins virðist vera að losna þar um eftir páskanna. Miðað við páskana í ár má álykta að ferðasumarið verði stórt með komu fjölda ferðamanna í gegnum Keflavíkurflugvöll. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir flugvöllinn skipta Suðurnesjamenn gríðarlega miklu máli. „Hann er talinn vera uppspretta um 40 prósent af öllum efnahagsumsvifum hérna, beint eða óbeint, og er langstærsti vinnustaður svæðisins, og kannski landsins ef allt er tekið,“ segir Kjartan. Talið er að traffíkin í sumar verði um 75 prósent af því sem hún var best árið 2019, fyrir heimsfaraldurinn. „Þetta skilar sér í aukinni atvinnu hér á svæðinu en atvinnuleysi hér var mjög mikið, það var allt að 25 prósent þegar að verst á lét en er núna komið niður í 8,6 prósent, þannig þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir Kjartan. Þá sé það léttir fyrir samfélagið í heild. „Það líður öllum miklu betur, almenningi og bæjaryfirvöldum í þessum fjórum sveitarfélögum hér á svæðinu, það líður öllum betur, fjölskyldunum og öllu, því atvinnan skiptir svo miklu máli,“ segir hann. Miklar framkvæmdir eru einnig fram undan í Leifsstöð sem auki ánægju þeirra. „Þetta verður stærsta ár í sögu Isavia skilst mér, allt að 25 þúsund fermetrar í byggingu og hundrað störf í kringum það, þannig við erum bara sátt,“ segir Kjartan. Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Um hundrað flug, bæði brottfarir og komur, fóru í gegnum Keflavíkurflugvöll í dag en um er að ræða jafn mörg flug og alla átta dagana yfir páskana í fyrra. Þannig virðist tilfinning fólks um að allir séu í útlöndum eiga sér einhverja stoð í tölfræðinni. Greint var frá því fyrir helgi að öll bílastæði í kringum Leifsstöð hafi verið upptekin en aðeins virðist vera að losna þar um eftir páskanna. Miðað við páskana í ár má álykta að ferðasumarið verði stórt með komu fjölda ferðamanna í gegnum Keflavíkurflugvöll. Kjartan Már Kjartansson, bæjarstjóri Reykjanesbæjar, segir flugvöllinn skipta Suðurnesjamenn gríðarlega miklu máli. „Hann er talinn vera uppspretta um 40 prósent af öllum efnahagsumsvifum hérna, beint eða óbeint, og er langstærsti vinnustaður svæðisins, og kannski landsins ef allt er tekið,“ segir Kjartan. Talið er að traffíkin í sumar verði um 75 prósent af því sem hún var best árið 2019, fyrir heimsfaraldurinn. „Þetta skilar sér í aukinni atvinnu hér á svæðinu en atvinnuleysi hér var mjög mikið, það var allt að 25 prósent þegar að verst á lét en er núna komið niður í 8,6 prósent, þannig þetta skiptir okkur miklu máli,“ segir Kjartan. Þá sé það léttir fyrir samfélagið í heild. „Það líður öllum miklu betur, almenningi og bæjaryfirvöldum í þessum fjórum sveitarfélögum hér á svæðinu, það líður öllum betur, fjölskyldunum og öllu, því atvinnan skiptir svo miklu máli,“ segir hann. Miklar framkvæmdir eru einnig fram undan í Leifsstöð sem auki ánægju þeirra. „Þetta verður stærsta ár í sögu Isavia skilst mér, allt að 25 þúsund fermetrar í byggingu og hundrað störf í kringum það, þannig við erum bara sátt,“ segir Kjartan.
Ferðamennska á Íslandi Keflavíkurflugvöllur Suðurnesjabær Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent