Alfons sá eini sem spilaði alla leikina er Bodø/Glimt jafnaði met Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. apríl 2022 09:01 Alfons fagnar eina Evrópumarki sínu á leiktíðinni. Það reyndist heldur betur mikilvægt. Soccrates/Getty Images Íslenski landsliðsmaðurinn Alfons Sampsted hefur átt lygilegan tíma með Bodø/Glimt undanfarin misseri. Norsku meistararnir jöfnuðu nýverið met í Evrópu en liðið lék alls 20 leiki í Evrópu á leiktíðinni. Alfons gekk í raðir Bodø/Glimt árið 2020 og sér eflaust ekki eftir því. Félagið hefur nú í tvígang orðið Noregsmeistari og þá náði það ótrúlegum árangri í Evrópu á leiktíðinni. Fun fact: Bodø/Glimt equaled a record of 20 European games in one season before being knocked out of the UECL last week. Alfons Sampsted was the only player in the squad to play all 20 and thus set a record himself #fotboltinet— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) April 18, 2022 Það var Lucas Arnold – sérfræðingur Football Radar – sem benti á þá mögnuðu staðreynd að Alfons hafi verið eini leikmaður Bodø/Glimt sem tók þátt í öllum 20 leikjum liðsins í Evrópu. Bodø/Glimt hóf tímabilið í Meistaradeild Evrópu en féll þar úr leik gegn Legía Varsjá í fyrstu umferð undankeppninnar. Við það féll liðið niður í Sambandsdeild Evrópu og sýndu leikmenn norsku meistaranna sínar bestu hliðar þar. Þáverandi Íslandsmeistarar Vals voru fyrsta liðið til að finna hversu öflugt lið Bodø/Glimt í raun og veru er. Margir fræknir sigrar unnust og þá helst 6-1 sigurinn á lærisveinum José Mourinho í Roma. Á endanum náðu Rómverjar fram hefndum með 4-0 sigri í 8-liða úrslitum. Var það fyrsta tap Bodø/Glimt í Evrópu í 14 leikjum. Tapið gegn Roma þýðir að Evrópuleikir tímabilsins verða ekki fleiri og Alfons getur því ekki bætt metið. Hann er nú í útvöldum hópi fimm leikmanna sem hafa náð að spila 20 Evrópuleiki á einu og sama tímabilinu. Hinir fjórir eru þeir Gaetan Huard og Jean Luc Godon (Bordeaux, tímabilið 1995-1996) og Andreas Ulmer og Munas Dabbur (Red Bull Salzburg, tímabilið 2017-2018). Alfons skoraði eitt mark og lagði upp þrjú í leikjunum 20. Markið var vægast sagt mikilvægt en það var sigurmarkið gegn AZ Alkmaar í framlengingu. Fagnaðarlæti Alfons og liðsfélaga hans má sjá hér að ofan í forsíðumynd fréttarinnar. Samkvæmt Alfons er lykillinn að því að spila svona marga leikið að sofa nóg og borða vel, þá sérstaklega lax, hrísgrjón og sveppi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira
Alfons gekk í raðir Bodø/Glimt árið 2020 og sér eflaust ekki eftir því. Félagið hefur nú í tvígang orðið Noregsmeistari og þá náði það ótrúlegum árangri í Evrópu á leiktíðinni. Fun fact: Bodø/Glimt equaled a record of 20 European games in one season before being knocked out of the UECL last week. Alfons Sampsted was the only player in the squad to play all 20 and thus set a record himself #fotboltinet— Lucas Arnold (@FotboltiLucas) April 18, 2022 Það var Lucas Arnold – sérfræðingur Football Radar – sem benti á þá mögnuðu staðreynd að Alfons hafi verið eini leikmaður Bodø/Glimt sem tók þátt í öllum 20 leikjum liðsins í Evrópu. Bodø/Glimt hóf tímabilið í Meistaradeild Evrópu en féll þar úr leik gegn Legía Varsjá í fyrstu umferð undankeppninnar. Við það féll liðið niður í Sambandsdeild Evrópu og sýndu leikmenn norsku meistaranna sínar bestu hliðar þar. Þáverandi Íslandsmeistarar Vals voru fyrsta liðið til að finna hversu öflugt lið Bodø/Glimt í raun og veru er. Margir fræknir sigrar unnust og þá helst 6-1 sigurinn á lærisveinum José Mourinho í Roma. Á endanum náðu Rómverjar fram hefndum með 4-0 sigri í 8-liða úrslitum. Var það fyrsta tap Bodø/Glimt í Evrópu í 14 leikjum. Tapið gegn Roma þýðir að Evrópuleikir tímabilsins verða ekki fleiri og Alfons getur því ekki bætt metið. Hann er nú í útvöldum hópi fimm leikmanna sem hafa náð að spila 20 Evrópuleiki á einu og sama tímabilinu. Hinir fjórir eru þeir Gaetan Huard og Jean Luc Godon (Bordeaux, tímabilið 1995-1996) og Andreas Ulmer og Munas Dabbur (Red Bull Salzburg, tímabilið 2017-2018). Alfons skoraði eitt mark og lagði upp þrjú í leikjunum 20. Markið var vægast sagt mikilvægt en það var sigurmarkið gegn AZ Alkmaar í framlengingu. Fagnaðarlæti Alfons og liðsfélaga hans má sjá hér að ofan í forsíðumynd fréttarinnar. Samkvæmt Alfons er lykillinn að því að spila svona marga leikið að sofa nóg og borða vel, þá sérstaklega lax, hrísgrjón og sveppi. Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Meistaradeild Evrópu er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Meistaradeildin er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Fótbolti Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla Sambandsdeild Evrópu Valur Mest lesið Rassinn út og Netflix í rugli er Paul lagði Tyson Sport Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Fótbolti Messi: Þú ert hugleysingi Fótbolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Reynslubolti skilin eftir heima: „Niðurbrotin“ Handbolti Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Fótbolti Dagskráin í dag: Íslenska karlalandsliðið í eldlínunni í Svartfjallalandi Sport Scott McTominay sér ekki eftir neinu Enski boltinn Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Fótbolti „Ég hef séð svona veikleikamerki hjá liðinu“ Körfubolti Fleiri fréttir „Menn verða betri með hverju verkefninu sýnist mér“ Hafa lagt extra mikið í greiningu á ákveðnum þætti í leik Íslands Scott McTominay sér ekki eftir neinu Kom heim með skjalatösku fulla af seðlum frá Rússlandi Infantino lét grafa nafnið sitt tvisvar á nýja bikarinn fyrir HM félagsliða Messi: Þú ert hugleysingi Ronaldo skoraði tvö í markaveislu Portúgala í lokin Evrópumeistararnir fögnuðu sigri á Parken Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Ekki ástæða til að hafa áhyggjur af Sveindísi ennþá Óljóst hvar landsleikir í apríl fara fram Plan Arons gekk upp: „Gott að geta gefið af mér“ Stærsta stjarna Svartfellinga ekki með gegn Íslandi: „Erum mjög særðir“ Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Áslaug Munda kemur inn í landsliðið Enn kvarnast úr liði Vestra Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Kom til handalögmála í París Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Vinicius Junior klikkaði á víti og Brassarnir misstu af sigri „Þessi hópur átti líka skilið smá heppni“ Iniesta kaupir danskt fótboltafélag Haaland með mark og stoðsendingu í nauðsynlegum sigri Norðmanna Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Englendingar hefndu með því að sækja sigur til Grikklands Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Sjá meira